Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 12
og þjóðsögunum og ennþá eiga er- indi. „Furðumenning er víðtækt hug- tak sem á ensku er kallað fandom og er viðhaft um samfélag aðdáenda furðusagna, svokallaðra „sci-fi“ og „fantasy“ bókmennta, sem eru býsna yfirgripsmiklar. Við vildum þýða konseptið yfir á íslensku og gera furðumenningu að nokkurs konar samheiti yfir fyrirbærið, allt frá draugum og forynjum til geimvera og stjörnustríða. Og ekki bara í bókum heldur líka í teiknimynd- um, sjónvarpsþátt- um, kvikmyndum, myndlist og tónlist.“ Í rauninni er Alexander á því að furðumenningin sé alltumlykj- andi í öllum list- greinum og kimum sam- félagsins úti um allan heim. „Sam- eiginlegt ein- kenni er að á ein- hverjum tíma- punkti fær raunveruleikinn að víkja; náttúrulögmál eru brotin með göldr- um eða vísindum eða eitthvað ónota- legt læðist inn, eitthvað sem ekki er eðlilegt,“ útskýrir hann. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Nördumst aðeins saman,“sagði m.a. í fréttatilkynn-ingu sem skipulagshópurIcecon, furðusagnahátíð- ar á Íslandi 2016, sendi fjölmiðlum síðsumars og gaf upp stað og stund fyrir nördaháttinn. Markmiðið var að smala saman hópi áhugafólks um furðumenningu; fantasíur, vís- indaskáldsögur, hrollvekjur og allt þar á milli auk þess að kynna hátíð- ina, sem nú styttist óðum í. „Þetta er allt að smella saman,“ segir Alexander Dan Vilhjálmsson, furðusagnahöfundur og einn skipu- leggjenda hátíðarinnar, þeirrar fyrstu sinnar tegundar á Íslandi að hans sögn. „Hátíðahöldin standa yfir frá föstudegi til sunnudagskvölds og þegar hafa 115 manns skráð sig til leiks. Íslendingar nokkurn veginn til jafns við þátttakendur frá öðrum löndum á Norðurlöndunum, Bret- landi og Bandaríkjunum, og konur til jafns við karla.“ Pallborðsumræður og grímuball Hátíðin verður haldin í Iðnó og miðast dagskráin að miklu leyti við furðusagnabókmenntir auk þess sem boðið verður upp á umræður um önn- ur efni eða listgreinar sem tengjast furðumenningu. Meðal dagskrárliða eru pallborðsumræður, viðtöl og grímuball auk þess sem settir verða upp sölu- og kynningarbásar. Heið- ursgestir hátíðarinnar eru rithöfund- arnir Elizabeth Bear frá Bandaríkj- unum og Karin Tidbeck frá Svíþjóð. Þótt furðumenning sé nýyrði segir Alexander furðuna alla tíð hafa verið til staðar í sagnahefð Íslendinga Furðan alltaf til stað- ar í sagnahefðinni „Sameiginlegt einkenni [furðusagna] er að á einhverjum tímapunkti fær raunveru- leikinn að víkja; náttúrulögmál eru brotin með göldrum eða vísindum eða eitthvað ónotalegt læðist inn- eitthvað sem ekki er eðlilegt,“ segir Alexander Dan Vilhjálms- son, einn skipuleggjenda Icecon furðusagnahátíðarinnar á Íslandi 2016. Furðusagnahöfundur Alexander Dan er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku Vörumerkið Roð er tiltölulega nýtt af nálinni, en að því standa Hjördís Þorfinnsdóttir og dóttir hennar, Elín Guðmundsdóttir, en þær reka einnig kjólabúðina Hosiló á Selfossi. Roð er hins vegar samheiti hnappa sem þær hanna og framleiða úr íslensku fiski- roði; aðallega laxaroði en einnig roði af hlýra og karfa. Fram kemur á sunnlenska.is, fréttavef Sunnlendinga, að þær mæðgur hafi fjárfest í hnappagerð- arvél fyrir nokkrum árum til að hafa möguleika á að búa til hnappa á kjól- ana í versluninni þegar á þurfi að halda. Hjördís mætir á Skapandi sam- verustund í Bókasafni Reykjanes- bæjar kl. 16 í dag, miðvikudaginn 26. október, og kynnir hönnun sína, en roðhnapparnir er sagðir vinsælir á alls konar fatnað, ekki síst lopapeys- ur. Vefsíðan www.facebook.com/rodbuttons Fiskiroð Roðhnappar sóma sér vel á alls konar fatnaði, ekki síst lopapeysum. Roðhnappar á samverustund Magnús Þór Þorbergsson leiklist- arfræðingur verður gestur á fundi Félags íslenskra fræða kl. 20 í kvöld, miðvikudag 26. október, sem haldinn er í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Erindi Magnúsar Þórs nefnist Úr baðstofu í borðstofu: Leik- hús, sjálfsmynd þjóðar og mótun ís- lenskrar nútímamenningar. Í erindi sínu fjallar hann um rætur og þróun hugmynda um íslenskt þjóðarleikhús, tengsl þeirra við menningarlega þjóðernishyggju og sviðsetningu þjóðarinnar í leikhús- inu. Hann veltir því m.a. upp hvernig breytingar í starfi Leikfélags Reykja- víkur á þriðja áratug liðinnar aldar spegla menningarlegt umrót og breytta samfélagsgerð í kjölfar full- veldis og hvernig Leikfélagið átti þátt í mótun íslenskrar nútímamenningar. Endilega . . . . . . hlýðið á er- indi um þróun leikhúss Morgunblaðið/Ómar Þjóðleikhúsið Vonin um þjóðleikhús hafði mikil áhrif á leikhússumhverfið. Myndlistaskólinn í Reykjavík opnar dyr sínar kl. 10-14 á morgun, fimmtu- daginn 27. október, og býður gestum og gangandi að koma og sjá hvað gerist þegar gjörningahópur yfirtek- ur listaskóla á framhaldsskólastigi; Systraakademían – Yfirtakan, nefnist gjörningur hópsins Sisters Hope, sem þessa dagana hafa tekið yfir starf skólans og gera tilraunir með því að beina sjónum dagskólanem- enda í auknum mæli að skynjun, ver- und og samveru við kennara og ann- að starfsfólk. Systraakademían er norrænt verk- efni sem Sisters Hope hleypti af stokkunum árið 2014, en verkefnið á rætur í gjörningalist, listrann- sóknum, kennslufræði og aktívisma. Markmið þess er að skapa og búa til jarðveg fyrir nýtt menntakerfi sem tekur í ríkari mæli mið af skynjuninni og hinu ljóðræna. Listrænn stjórnandi Sisters Hope er Gry Worre Hallberg. Opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík Yfirtaka Systraaka- demíunnar Merkilegt Systraakademían leggur áherslu á skynjun, verund og hið ljóð- ræna í listsköpun. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Morgunblaðið/Ómar Skrímsli Furðan tek- ur á sig margar myndir. Ljósmynd/Wikipedia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.