Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 VANDAÐIR VINNUSKÓR FYRIR FAGFÓLK Í MATVÆLAIÐNAÐI Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SIKA skórnir eru einstaklega góðir fyrir þá sem þurfa að standa allan daginn. Léttir, þægilegir og stöðugir, lofta vel og eru með stömum og slitsterkum sóla. Verið velkomin í Fastus Síðumúla 16 og í nýju vefverslunina okkar fastus.is Veit á vandaða lausn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst þér erfitt að hlýða á aðra rifja upp fortíðina. En gættu þess að drambsemi nái ekki tökum á þér; hógværð á við. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Aðalmálið er að fylgja flæðinu eins og það kemur fyrir hverju sinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér en þú ert rausnarleg/ur og góðhjörtuð/hjartaður. Gerðu ráðstafanir til þess að útiloka það í lífi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er nóg komið. Hin ímyndaða lína sem þú stendur á er ekki lína eftir allt, heldur hringur. Gleymdu ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfa/n þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram um að skipuleggja þig betur. Hugsaðu því vandlega það sem þú vilt segja; aðeins þannig kemstu hjá því að missa eitthvað ógætilegt út úr þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að endurskoða framkomu þína í garð samstarfsmanna, því þú átt þína sök á neikvæðum viðhorfum þeirra í þinn garð. Brostu! 23. sept. - 22. okt.  Vog Það mun reyna á samböndin í fjölskyld- unni og þú mátt hafa þig alla/n við til þess að halda fólkinu saman. Nú má ekki slaka á, held- ur halda ótrauð/ur áfram uns sigurinn vinnst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að öðlast frið með sjálfri/sjálfum þér áður en þú hjálpar öðrum. Hann lærir að snúa hlutlausum atburðum upp í tækifæri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð óvænta athygli sem þú kærir þig alls ekki um. Gerðu ekki of mikið úr því. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á veraldarvefinn og reyndu að læra eitt- hvað nýtt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Búðu þig undir að fara í frí síðar á árinu því þú munt fá tækifæri til þess. Nú er tækifæri til þess að láta draumana rætast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú ertu tilbúin/n til að þess að bæta við menntun þína og læra eitthvað nýtt. Þú notar tíma þinn svo vel að þú gæti vel hald- ið námskeið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þér finnst að vinur þinn ætli að draga þig á asnaeyrunum er það líklega rétt ályktað hjá þér. Kannski verður þú líka beðin/n um að taka að þér listrænt verkefni. Páll Imsland heilsaði Leirliði,„þegar húmið hnígur að: „Rósamunda’ er ræðin eins og renni’ úr krana, út af þessum vonda vana vildi’ ég síður eiga hana,“ sagði Hjálmar á leir fyrir nokkr- um mánuðum. Einhverra hluta vegna ílentist þessi vísa á skjánum hjá mér og hefur verið að flækjast fyrir augum mínum síðan. Þó ég sé ekki orðinn neitt leiður á henni hyggst ég nú samt fjarlægja hana af skjánum. En þessi dvöl hennar þar hefur undið upp á sig smátt og smátt. Það hefur orðið til nokkurt framhald, eins konar hvatning eða áskorun til Hjálmars. Ég læt hana flakka en tek fram að það ber að lesa hana með norðlenskum framburði: Opinbert er orðið fyrir einni stundu, að hann sem við menn vonir bundu vildi ekki eiga Rósamundu. Opinskátt er einnig, muni ei hann nenna. Orðaflóði oft menn kenna ef þá brestur hug til kvenna. En Rósamunda’ er reginskutla’ og rosa kostug. Æði er hún líka lostug, löngum samt þó nokkuð rostug. Gella’ er hún og glæsidama, gegnheilt stykki. Væri’ ei hægt að hemja flikki og hafa fyrir gamla skikki? Og Rósamunda’ er rokna skvísa’ og rembings gumpur. Vænt er líka læri’ og rumpur. Láttu eins og þú sért dumbur.“ Magnús frá Sveinsstöðum yrkir á Leir: Sjóræningjar stóðu á stokk, stálu og fluttu varning heim. Nú er þetta fokking fokk, fjöldi stelur mynd af þeim. Og Ingólfur Ómar segir að nú sé tími til að vökva sálarblómið, – það létti lundina ögn: Öls við skálar auðgast mál, okkar seður muna. Vísan þjála vermir sál, vekur gleðifuna. Og veitir ekki af!: Gnauða vindar, gulna strá, grös í skyndi falla. Hema lindir, héla grá hjúpar tinda fjalla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rósamunda endurmetin og vetur að setjast að Í klípu Í PIKKÖPPRÖÐINNI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GÓÐ TÆKLING, RÚNAR! ÞÚ GÆTIR KOMIST Í LIÐIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að taka örstuttan lúr saman. JÆJA... HVERNIG LEGGST SUMARIÐ Í ÞIG? ...HERRA SNJÓKARL. HEFÐUM VIÐ EKKI ÁTT AÐ HAFA ÞJÁLFAÐAN HEILBRIGÐIS- STARFSMANN MEÐ OKKUR Í BARDAGANN? ÉG HEF SÉÐ FYRIR ÖLLU! HEILSIÐ DR. LARS... HANN ER DÁNARDÓMSTJÓRI! Í HVAÐA STJÖRNU- MERKI ERTU? ÉG MÓTMÆLI ÉG MÓTMÆLI Eitt sinn var til stofnun, sem hétÞróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. Hið enska heiti hans var skammstafað Uni- fem. Nafninu var breytt árið 2011 þegar Unifem var sameinað skyld- um stofnunum innan SÞ og heitir nú Stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdefl- ingu kvenna. Enska heitið er í styttingu UN Women, ONU Fem- mes á frönsku og ONU Mujeres á spænsku. Hvergi er hins vegar ís- lenska þýðingu á nafni stofnunar- innar að finna, hvorki fullu heiti, né stuttu útgáfunni. Á heimasíð- unni er ekki lagt í að þýða heitið á stofnuninni. Enskan er látin duga. UN Women vinnur þarft starf að mati Víkverja. x x x Undanfarið hefur stofnunin unn-ið að því að virkja karlmenn til samstöðu í jafnréttisbaráttunni. Það er vel til fundið. Víkverji er þó ekki jafn hrifinn af þeirri ákvörð- un að yfirskrift herferðarinnar skuli vera á ensku, HeForShe, þótt hann hafi ekki látið það verða til þess að koma í veg fyrir að hann styddi hana. En hann spyr sig hvort það sé þjálla en „hann fyrir hana“. x x x Unifem er reyndar ekkert eins-dæmi. Veitingastöðum með er- lendum nöfnum fer fjölgandi hér á landi. Sumir þeirra eru hluti af keðju, en það á ekki við um þá alla. Af hverju þarf til dæmis stað- urinn Fulla kanínan að heita The Drunk Rabbit? Skammt þar frá er annar staður, sem heitir American Bar og The English Pub og The Dubliner er á sömu slóðum. x x x Verið getur að eigendur þessarastaða telji að enskar nafngiftir séu líklegri til að laða að erlenda viðskiptavini en íslenskar. Hann er þó ekki viss um að það sé rétt. Þegar Víkverji er í útlöndum læt- ur hann það ekki fæla sig frá þótt staðir beri nöfn á tungu heima- manna, og hann leyfir sér að efast um að ferðamenn á Íslandi snúi við í dyrunum beri staður íslenskt nafn. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37:5)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.