Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Alþjóðlega Listahátíðin Cycle verð-
ur opnuð á morgun í Gerðarsafni í
Kópavogi en hátíðin er vettvangur
samtímatónlistar og myndlistar
segir Guðný Guðmundsdóttir, list-
rænn stjórnandi Cycle.
„Þetta er í annað sinn sem við
höldum hátíðna, sem sameinar
heim tónlistar og myndlistar og
teygir anga sína um alla Hamra-
borgina í Kópavogi,“ segir Guðný
en hátíðin samanstendur af sýningu
í Gerðarsafni, fjölmörgum tón-
leikum og gjörningum auk þess
sem stofnað hefur verið til sam-
starfs við Listaháskóla Íslands þar
sem nemendum gefst kostur á að
taka þátt í vinnustofum og fyr-
irlestraröðum með listamönnum há-
tíðarinnar.
„Meðal gjörninga verður m.a.
einn staðsettur í hrauninu við
Kópavogskirkju. Þar er um ein-
hvers konar rafræna listræna leið-
sögn að ræða þar sem listamað-
urinn tekur áhorfandann á ákveðna
staði í hrauninu og víðar.“
Sífelldar endurtekningar
Sýningarstjóri hátíðarinnar í ár
er Eva Wilson rithöfundur en
Guðný segir Evu hafa komið að
mörgum áhugaverðum verkefnum.
„Hin þýsk- og franskættaða Eva
hefur komið að mörgum áhugaverð-
um verkefnum. Hún hefur stýrt til
að mynda Schinkel Pavillion í Berl-
ín, verið sýningarstjóri hjá Thyss-
en-Bornemisza Art Contemporary í
Vín og staðið fyrir sjálfstæðum sýn-
ingum. Eva hefur komið að sýningu
á verkum eftir Philippe Parreno,
Gretchen Bender, Ragnari Kjart-
anssyni, Olaf Nicolai, Pauline
Beaudemont og fleiri.“
Þá er yfirskrift hátíðarinnar í ár
ÞÁ og ná efnistökin yfir sífelldar
endurtekningar, framtíðarspá og
fortíðarminni.
„Já, tíminn sjálfur er í forgangi
og það verða um hundrað íslenskir
og erlendir listamenn sem túlka
hann með sínum hætti,“ segir
Guðný en meðal þeirra sem túlka
hugtakið verður Johannes Paul
Raether en gjörningur hans kynnir
eina af hinum tilbúnu sjálfs-
myndum hans sem birtast á mis-
munandi almenningssvæðum.
„Þær rannsaka, kenna og segja
sögur. Litríkar verur, samsettar úr
venjulegum hlutum, ræða flókin
málefni eins og lífræna tímg-
unartækni, hnattrænan ferða-
mannaiðnað eða upplýsinga- og
tölvutækni. Í verki Raethers fyrir
Cycle birtist eitt þessara teikna.
Alkemísk tækninorn sem kölluð er
Protekto.x.x. setur á svið endurfæð-
ingu sína á Íslandi eftir að hafa
komið á uppnámi og brotnað niður í
raunveruleika og skáldskap í
Applebúðinni í Berlín fyrr í sumar.“
Guðný segir að síðan haldi
Raether með hópinn af stað úr
miðbæ Kópavogs og mun nornin
leiða gesti sína áfram í „psycho-
raunsæjum“ rannsóknarleiðangri
um mismunandi iðnaðarsvæði á
borð við Rio Tinto Alcan álverið og
heilsufyrirtækið Bláa lónið sem
vinnur með affallsvatn. Áfram verð-
ur haldið eftir Reykjanesskaganum
– til þess að safna sýnum fyrir við-
varandi rannsóknir á því sem norn-
in kallar „kapítalgenískt“ eign-
arhald og snjallsímablæti og mun
bræða sitt fimmta „kommúnisat“
sem absúrdmálm.
List Listamaðurinn Johannes Paul Raether ferð með áhorfendur sína í
ferðalag í gjörningi sínum og tekur ferðin eflaust nokkurn tíma.
Nornaleiðangur úr
Kópavogi til Rio Tinto
Listahátíðin Cycle opnuð á morgun í Gerðarsafni
Textílfélagið opnar sýningu í Anarkíu listasal í Kópa-
vogi laugardaginn 29. okt næstkomandi kl 15-18.
Tuttugu og þrjár félagskonur taka þátt í þessari sýn-
ingu og sýna bæði myndverk og hönnun. Textílfélagið
var stofnað árið 1974 og er eitt af aðildarfélögum
SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna og eitt
þeirra félaga sem standa að Hönnuarmiðstöð en eitt
af aðalmarkmiðum félagsins er að gæta hagsmuna fé-
lagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á
innlendum og erlendum vettvangi.
Textílfélagið opnar sýningu í Kópavogi
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Leikhópurinn Soðið svið frumsýnir
Extravaganza, nýtt leikverk eftir
Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn
Ragnheiðar Skúladóttur. Sýningar
verða á Nýja sviði Borgarleikhússins
og er frumsýnt 28. október næstkom-
andi. Sýningar verða út nóvember.
Uppfærslan er samstarf Borgarleik-
hússins og Soðins sviðs, sem er nú að
setja upp verk í þriðja sinn hér á
landi.
Leikarar eru María Heba Þorkels-
dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli
Ágústsson. Í verkinu er mikið af
nýrri tónlist eftir Ólaf Björn Ólafsson
(sem einnig er þekktur sem Óbó).
Þarf að vinna í lundabúðinni
Salka Guðmundsdóttir, höfundur
verksins, segir að hugmyndin hafi
fæðst vegna áhuga á því hvernig
borgarlandslagið hafi breyst að
undanförnu. „Þetta gerist í einhverri
undarlegri útgáfu af veruleikanum.
Verkið er grátbroslegt gamanleikrit
og fjallar um Lýdíu, sem býr í fyrr-
verandi félagsblokk sem hefur verið
breytt í gistirými fyrir ferðamenn.
Hún fær að vera þarna eftir gegn því
að vinna í lundabúðinni og að tékka
túrista inn allan sólarhringinn. Það
er langt síðan ég byrjaði á verkinu og
mér finnst hafa hlaðist upp fréttir
sem eru sambærilegar því. Mér
fannst ég vera að skrifa súrrealisma
en svo eru að birtast fréttir af hót-
elum þar sem eru í alvöru einhverjar
konur að vinna allan sólarhringinn,“
segir Salka.
Án vitundar fasteignafélagsins
sem á blokkina hefur áhugasagn-
fræðingurinn Guðbrandur Númi
hreiðrað um sig í geymslurými en fer
um borgina að næturlagi í leit að
púslum í borgarsöguna og vinnur að
epískri Reykjavíkurrevíu.
Revíusýning í leikritinu
Salka segir æfingar hafa gengið
vel. „Þetta er að mörgu leyti flókin
sýning. Það er mjög mikil tónlist í
verkinu og það fléttast inn í þetta
revíusýning sem á að halda þarna í
blokkinni sem persónurnar standa
að,“ segir hún. „Þetta er sýning inni í
sýningunni.“
Tragíkómískar aðstæður
Leikhúsgestir ættu að skemmta
sér vel yfir þessum undarlega veru-
leika sem jafnvel gæti verið sannur.
„Ég kalla þetta grátbroslegan
gamanleik af því að aðstæðurnar sem
að fólkið er í eru í raun mjög tragí-
kómískar,“ segir Salka að lokum.
Soðið svið sýnir leikritið
Extravaganza
Grátbroslegt gamanleikrit um skúmaskot borgarlífsins
Grátbroslegt María Heba Þorkelsdóttir leikur eitt aðalhlutverkið í Extra-
vaganza, sem leikhópurinn Soðið svið setur upp í Borgarleikhúsinu.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn
Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn
Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn
Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn
Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn
Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 13:00
Lau 29/10 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 15:00
Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver
djöfulsins fáviti (Kúlan)
Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn
Frumlegt og ögrandi samtímaverk
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00
Fös 28/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Lau 29/10 kl. 20:00 30.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan)
Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00
Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s
Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s
Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s
Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s
Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s
Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn
Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 15.sýn
Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar
Extravaganza (Nýja svið )
Fim 27/10 kl. 20:00 Fors. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn
Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 9.sýn
Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn
Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Þri 1/11 kl. 20:00 Fors. Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn
Mið 2/11 kl. 20:00 Fors. Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is