Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Fyrir tæpum
þrjátíu árum var
ég, ungur nemi í
viðskiptafræði, svo
heppinn að ráða mig í sumar-
vinnu í Fjármála- og hagsýslu-
deild Reykjavíkurborgar sem þá
hét. Borgarskrifstofurnar voru á
þeim tíma til húsa í Austur-
stræti 16 og þar tók á móti mér
Eggert Jónsson, borgarhag-
fræðingur. Verkefnin voru
skemmtileg og margvísleg og að
loknu námi í viðskiptafræði
bauðst mér starf hjá Eggerti og
störfuðum við saman í hartnær
10 ár. Eggert var skarpgreind-
ur, góður yfirmaður og vinnu-
félagi. Undir stjórn hans starf-
aði samheldinn og góður hópur
starfsfólks sem Eggert miðlaði
til metnað fyrir hönd borgarinn-
ar. Uppbygging í borginni var
mikil og það var í verkahring
borgarhagfræðings að halda ut-
an um bæði framkvæmda- og
fjáröflunaráætlun borgarinnar
sem og gerð árlegrar fjárhags-
áætlunar hennar.
Eggert var um margt ein-
stakur og ógleymanlegur yfir-
maður og félagi. Hann gat hald-
ið skemmtilegar tölur þegar sá
gállinn var á honum og var
sagður orðheppinn. Í hans tilviki
átti heppni þó ekkert skylt við
orðavalið. Hann var það fljótur
að hugsa að ekki þurfti neina
heppni til að orðfærið yrði
skemmtilegt, enda var hann
bæði víðlesinn og fróður um
pólitík, efnahagsmál, myndlist,
tónlist eða hvað annað sem bar
á góma. Eggert var af mörgum
talinn nokkuð sérvitur og má
það til sanns vegar færa. Hann
hélt sig alla tíð við að skrifa með
penna á blað langt eftir innreið
almennrar tölvunotkunar starfs-
manna og naut þá aðstoðar
Bjargar Hafsteinsdóttur ritara
við fráganginn. Þrátt fyrir að
skrifstofutæknin væri Eggerti
ekki handgengin var honum
mjög annt um að starfsmenn
hans væru vel tækjum búnir.
Árið 1992 flutti fjármála- og
hagsýsludeild borgarinnar í nýtt
Ráðhús Reykjavíkur, en eins og
kunnugt er fór kostnaður við
bygginguna nokkuð fram úr
áætlunum. Þegar kaupa átti ný
húsgögn á skrifstofu borgarhag-
fræðingsins aftók hann það með
öllu en flutti gömlu húsgögnin
með sér í Ráðhúsið. Þótti þá
nokkrum nóg um sérviskuna en
þau okkar sem þekktu Eggert
sáu skilaboðin í gerningnum.
Eggert Jónsson
✝ Eggert Jónssonfæddist 25.
ágúst 1941. Hann
lést 11. október
2016.
Útför Eggerts
fór fram 24. októ-
ber 2016.
Borgarbúar sem
fjölmenntu og
skoðuðu Ráðhúsið
þegar húsið var op-
ið almenningi létu
sumir í ljós van-
þóknun yfir stíl-
brotinu. Þeir voru
þó fleiri sem höfðu
á því orð að gott
væri að sjá að ein-
hvers staðar væri
sparað.
Með Eggerti Jónssyni er
genginn grandvar embættismað-
ur sem sinnti störfum sínum af
alúð og trúmennsku í rúman
aldarfjórðung. Hann var heið-
virður maður, góður vinnufélagi
og traustur vinur. Það var gott
að geta leitað hjá honum ráða.
Þess mun ég sakna og ég kveð
hann með þakkæti fyrir gott
veganesti sem hann veitti mér.
Sonum Eggerts, þeim Tómasi
Guðna og Eiríki Áka, og fjöl-
skyldum þeirra færi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Eggerts
Jónssonar.
Jóhannes Hauksson.
Leiðir okkar Eggerts Jóns-
sonar lágu fyrst saman þegar ég
var kosin í borgarstjórn Reykja-
víkur vorið 1982 en það var þó
ekki fyrr en vorið 1994, þegar
ég var kosin borgarstjóri Reyk-
víkinga, að samstarf okkar hófst
fyrir alvöru. Það var með tals-
verðum kvíða sem ég gekk inn í
Ráðhús Reykjavíkur í júní 1994
vegna tilhugsunarinnar um að
eiga að stýra hópi embættis-
manna sem það orð fór af að
væru tryggir og trúir Sjálfstæð-
ismenn. Sá kvíði reyndist hins
vegar óþarfur því embættis-
mennirnir litu fyrst og fremst á
sig sem fagmenn og að sem slík-
um bæri þeim að virða lýðræð-
islegan vilji borgarbúa.
Eggert fór þar fremstur í
flokki og sem yfirmaður fjár-
hagsáætlunar borgarinnar
reyndi hann að tryggja að
stefnumál Reykjavíkurlistans
næðu fram að ganga. Hann
skrifaði uppistöðuna í framsögu-
ræðu minni með fjárhagsáætl-
uninni og gerði sér far um að
endurspegla hugmyndir mínar
og sýn á borgarreksturinn. Ég
varð reyndar ekki vör við að
hann væri þeim áherslum sér-
staklega ósammála og ef svo
hefði verið þá hefði ég örugg-
lega fengið að heyra það því
Eggert var ekki maður sem lá á
skoðunum sínum. Á fundum
embættismanna í Ráðhúsinu tók
hann sér reyndar oft það hlut-
verk að vera „málsvari andskot-
ans“ til að tryggja að tillögur
fengju gagnrýna umræðu áður
en ákvörðun var tekin. Í slíkum
umræðum gat hann verið ansi
stífur, gaf ekkert eftir fyrr en í
fulla hnefana og gat reynst öðr-
um embættismönnum erfiður
ljár í þúfu, sérstaklega ef honum
fannst þeir ætla að lauma mál-
um í gegn svo lítið bæri á.
Árið 1999 voru gerðar breyt-
ingar á stjórnkerfi borgarinnar
sem Eggert var ekki sáttur við
og það lýsir honum kannski best
að hann virti fullkomlega vilja
borgarstjórnar en í stað þess að
halda áfram í embætti ósáttur
kaus hann að láta af störfum.
Ég missti þó aldrei alveg sam-
bandið við hann og hann átti það
til að hringja í mig þegar mikið
lá við. Sérstaklega þótti mér
vænt um þegar hann hringdi í
mig til að stappa í mig stálinu
þegar Landsdómsmálið stóð
sem hæst á Alþingi.
Vinna við fjárhagsáætlun er
tímafrekt og vandasamt ferli og
það var því alltaf mikill léttir
þegar fjárhagsáætlun var frá.
Menn gerðu sér þá gjarnan
glaðan dag í Ráðhúsinu og þar
var Eggert í essinu sínu og
gleðimaðurinn fékk að njóta sín.
Hann hafði gaman af því að
syngja og þegar leið á nóttu
vildi hann ævinlega syngja til-
tekið lag. Ég mátti gjarnan
syngja með en hann lagði
áherslu á að það yrði að syngja
þetta fallega og með réttum
hætti. Nú þegar ég skrifa þessi
orð sé ég hann fyrir mér háan
og svolítið álútan með sitt stóra,
karlmannlega andlit og stríða
hármakka, syngja með jazztakti
og af sannri tilfinningu:
Eitt fátækt ljóð við lítið lag
mér líður seint úr minni.
Það fæddist sumarfagran dag,
við fyrstu okkar kynni.
Og ljóðið, það er ljúft og milt
um litla stúlku og ungan pilt,
er höfðu saman hjörtun stillt
á heillabrautu sinni.
Ég þakka Eggert samstarf og
heilindi á árum okkar í Ráðhús-
inu og við Hjörleifur sendum
sonum hans, barnabörnum og
öðrum ættingjum samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Þegar ég hóf störf hjá
Reykjavíkurborg að loknu há-
skólanámi var borginni að mestu
stjórnað af hópi embættis-
manna. Einn þeirra var Eggert
Jónsson. Hann var borgarhag-
fræðingur og hafði aðsetur í
virðulegu timburhúsi við tjörn-
ina þar sem nú stendur Ráðhús
Reykjavíkur. Eftir að ég tók við
stjórnunarstöðu urðu samskipti
okkar Eggerts töluverð. Hann
hafði ásamt borgarritara yfir-
umsjón með gerð fjárhagsáætl-
unar. Lengi grunaði mig þá fé-
laga um að áætla tekjurnar i
lágmarki svo svigrúm gæfist
seinna til að eiga fyrir ófyr-
irséðum útgjöldum. Þetta var
lykilinn að góðri og farsælli fjár-
málastjórn. Borgarhagfræðing-
ur annaðist einnig gerð lang-
tímaáætlana, hagrænna
athugana og gaf borgarstjóra og
nefndum borgarinnar umsagnir
um málefni sem vörðuðu fjárhag
borgarinnar. Þá hafði borgar-
hagfræðingur yfirumsjón með
gerð Árbókar Reykjavíkur sem
hafði að geyma mikinn fróðleik.
Eftir að við fluttum báðir á
borgarskrifstofurnar og síðar í
Ráðhúsið áttum við nánast í
daglegum samskiptum. Ekki að-
eins vegna vinnunnar heldur
einnig okkur til skemmtunar. Að
loknum vinnudegi var oft sest
niður og málin rædd, borgar-
málin og landsmálin. Eggert
lagði sig fram um að vera á önd-
verðum meiði við allt og alla.
Stundum af sannfæringu en
stundum til að varpa öðru ljósi á
viðfangsefnið. Hann sagði sínar
skoðanir umbúðalaust.
Starfstími Eggerts hjá
Reykjavíkurborg var mikið
framfara- og blómaskeið. Borgin
dafnaði og hlutverk hennar sem
höfuðborgar óx. Eggert lét sig
menningarmál miklu skipta og
vildi veg borgarinnar á því sviði
sem mestan. Hann sá til þess að
á sama tíma og fjárveiting var
til kaupa á listaverkum ungra
listamanna væru verk gömlu
meistaranna einnig keypt þann-
ig að gera mætti listasafn borg-
arinnar sem veglegast. Sjálfur
átti hann safn málverka.
Segja má að Eggert hafi ekki
farið vel með sig. Þann tíma
sem hann starfaði fyrir Reykja-
víkurborg var vinnudagurinn
langur og þá sérstaklega á
haustin þegar unnið var að und-
irbúningi fjárhagsáætlunar.
Hann hlífði sér aldrei. Þá var
pípan eða vindillinn aldrei langt
undan. Á seinni árum var viskí-
glasið líka staðfastur félagi.
Eggert var góður skákmaður
og spilaði bridge við gamla fé-
laga um árabil. Þá var hann
mikill djassunnandi. Fyrir um
ári síðan hittumst við fjórir fyrr-
verandi Ráðhússtarfsmenn á
Jómfrúnni og fengum okkur
brauð og bjór. Þar voru rifjaðir
upp gamlir tímar og mikið hleg-
ið. Nú hafa tveir þessara félaga
minna kvatt en minningarnar
lifa. Blessuð sé minning Eggerts
Jónssonar.
Hjörleifur B. Kvaran.
Leiðir okkar Eggerts lágu
fyrst saman í landsprófi í skák-
keppni, en við vorum ekki í
sama bekk og þá í öndverðum
liðum. Í MR 4. Y hófust okkar
nánari kynni, því við strákarnir í
þeim bekk héldum þétt saman,
hvort sem var við skemmtun eða
leik svo sem bridge. Eggert var
stundum óstundvís en þá
skemmti hann okkur og kenn-
urunum með ótrúlegustu afsök-
unum. Eftir stúdentspróf skildi
leiðir. Eggert fór til Írlands en
aðrir til annarra landa eða sátu
heima. Að loknu háskólanámi
hittist hópurinn úr 4.Y reglu-
lega. Fyrir um 15 árum fékk ég
Eggert til að koma í spilaklúbb
sem ég var í og var spilað viku-
lega á veturna fram til þessa.
Fyrir þremur árum dreif Egg-
ert spilaklúbbinn í Vestfjarða-
ferð og skipulagði hana með
prýði.
Fyrstu nóttina gistum við í
Heydal en þar bauð hann syni
mínum Hauki í hans fyrsta út-
reiðartúr sem gleymist seint. Á
leið til Ísafjarðar var komið við í
sumarhúsi Eggerts, hann gekk
girðinguna. Frá Ísafirði var far-
ið í Önundarfjörð, sem var Egg-
erti mjög kær, enda verið þar
mörg sumur í sveit og fróður
um sveitina. Þessi ferð var að
öllu leyti hin ánægjulegasta og
hygg ég að sú sé Eggerts síð-
asta hérna megin. Við Eggert
áttum margar ánægjustundir
við mat, drykk og umræður.
Blessuð sé minning hans.
Undirritaður og spilafélagar
senda aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Rósinkranz
Tómas Stein-
dórsson tengdafaðir
minn er látinn.
Ég er varla búin
að átta mig á því að hann sé horf-
inn héðan. Það er svo stutt síðan
við fögnuðum áttræðisafmæli
ástkærrar tengdamóður minnar.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast tengdaföður míns.
Hann var einn af þeim ljúfustu og
þægilegustu mönnum sem ég hef
Tómas
Steindórsson
✝ Tómas Stein-dórsson fædd-
ist 22. desember
1932. Hann lést 23.
september 2016.
Útför Tómasar fór
fram 6. október
2016.
kynnst. Tómas var
hógvær maður og
alltaf var stutt í
kímnina hjá honum,
alveg fram á síðustu
stund. Aldrei gerði
hann stórmál úr
litlu.
Mér gleymist
seint hversu hjálp-
samur hann var,
alltaf boðinn og bú-
inn og fljótur að
rétta hjálparhönd þó að hann léti
ekki mikið yfir því.
Ég minnist tengdaföður míns
af miklum hlýhug og votta
tengdamóður minni, börnum
hennar og nánustu ættingjum
innilega samúð mína.
Ingileif Dagný Viðarsdóttir.
Elsku besti afi minn.
Mikið óskaplega á ég eftir að
sakna þín. Þú varst mér og öllum
öðrum svo einstaklega góður.
Þegar ég hugsa til baka mun ég
aldrei gleyma öllum stundunum
sem við áttum, ég, þú og amma.
Öll, spilin, fjölskylduferðirnar,
Danmerkurferðin, jólin, áramót-
in, brennan á hólnum og margt
fleira. Þegar ég gisti hjá ykkur
ömmu og við fórum í hesthúsið og
fjárhúsið saman. Með þér var
alltaf gaman að vera og mikið
stuð. Þú varst alltaf svolítill
stríðnispúki. Oft sagðir þú við
mig: „Ætlar þú ekki að fara að
stækka skottið mitt?“ Alltaf
varstu hress, kátur og söngglað-
ur.
Betri afa hefði ég ekki getað
hugsað mér að eiga og elsku
amma, við skulum hugsa um þig
núna.
Hvíldu í friði, elsku besti afi
minn, ég mun aldrei gleyma þér.
Þín,
Hekla.
Við erum öll um-
vafin englum og
þann 9. október síð-
astliðinn bætist einn
yndislegur engill við
í þann hóp. Það eru 30 ár síðan ég
kom inn í fjölskylduna ykkar
Kára. Þið tókuð mér, 17 ára
stelpuskvettunni, vel og hafa
þessi 30 ár bara styrkt fjöl-
skyldu- og vináttusamband okk-
ar. Það er ómetanlegt að hafa átt
þig, Kolla mín, sem ömmu
barnanna minna. Því það er sama
hvað þau hafa brallað í lífinu, þú
hafðir alltaf áhuga á að fylgjast
með þeim og hvetja þau áfram.
Við vorum ekki alltaf sammála
um lífið og tilveruna, en við gát-
um verið sammála um að vera
ekki sammála og það tel ég lýsa
góðu og traustu sambandi. Þær
eru ófáar veislurnar sem þú hélst
fyrir stórfjölskylduna á Húna-
brautinni og seinna meir í
Hólmavaðinu. Jólaboð, skírnar-
veislur fyrir barnabörnin, út-
skriftarveislur, afmælisveislur og
ekki má gleyma skötuveislunum
sem þið Kári hélduð í mörg ár,
þar var sko stuð. Þú elskaðir að
hafa fjölskylduna saman og því er
það mér mikils virði að hafa haft
stóran hluta fjölskyldunnar hjá
okkur Kára á Húnavöku síðast-
liðin ár þar sem þú naust þín svo
vel. Þú elskaðir að taka þátt í
söngnum og horfa á afkomendur
þína í leikjum og gleði. Elsku
Kolla mín, ég þakka þér fyrir að
hafa verið tengdamamma mín
síðastliðin þrjátíu ár, ég á eftir að
sakna sunnudagssímtalanna okk-
ar og minnist þín með hlýhug og
söknuði í hjarta.
Eva Hrund Pétursdóttir.
Elsku amma, þú varst svo ynd-
isleg, hlý, stórglæsileg, falleg að
innan sem utan, góð, umhyggju-
söm, fyndin og frábær.
Kolbrún
Ingjaldsdóttir
✝ Kolbrún Ingj-aldsdóttir
fæddist 31. ágúst
1938. Hún lést 9.
október 2016. Út-
förin fór fram 24.
október 2016.
Ég er svo þakklát
fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum
saman, sem voru al-
veg ótrúlega marg-
ar. Ég heimsótti þig
næstum því daglega
frá fæðingardegi til
16 ára aldurs þegar
ég þá flutti frá
Blönduósi. Ég vissi
alltaf að sambandið
okkar var sérstakt.
Það var svo ótrúlega fallegt og
einlægt. Vinátta sem byggð var á
ást, virðingu og hlátri. Við hlóg-
um alltaf svo mikið saman.
Það var svo gaman að gera þig
stolta. Þegar ég kláraði fram-
haldsskólann varstu stolt og enn
stoltari þegar ég kláraði háskól-
ann. Það hvatti mig áfram í að
gera betur og að gera meira. Þeg-
ar mér gekk vel í skólanum varst
þú ein af þeim fyrstu sem ég
hringdi í því þú varst alltaf svo
stolt af mér og hafðir þessa
tröllatrú á mér í einu og öllu,
hversu lítið eða stórt það var sem
ég tók mér fyrir hendur. Það var
enginn stoltari af mér en þú.
Ég vil þakka þér amma.
Takk fyrr alla þá ást og um-
hyggju sem þú gafst mér. Takk
fyrir að hafa alltaf trú á mér.
Takk fyrir að vera alltaf til stað-
ar. Takk fyrir að hlusta.
Takk fyrir að hvetja mig alltaf
áfram í öllu sem ég tók mér fyrir
hendur. Takk fyrir að vera svona
yndisleg og hlý amma.
Takk fyrir að reynast mér
svona góð vinkona.
Ég vona að þú hafir vitað það
en þú varst ein mikilvægasta
manneskjan í mínu lífi.
Ég mun halda fast í allar þess-
ar fallegu og dásamlegu minning-
ar sem við eigum saman. Hvíldu í
friði, elsku amma mín.
Afi, takk fyrir að vera alltaf
svona góður við ömmu.
Elsku afi, pabbi, Binna, Helga,
Snorri og Ingjaldur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Það sem ég eftir að sakna þín
mikið, elsku amma mín.
Þín vinkona,
Sandra Dís Káradóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
ALDA RÓS ÓLAFSDÓTTIR,
kennari og bókhaldari,
lést 17. október 2016 á Landspítalanum við
Hringbraut eftir langvarandi veikindi.
Alda verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 27.
október klukkan 15.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á styrktarsjóð Ljóssins.
.
Elías Guðmundsson,
Elín Rut Elíasdóttir, Birnir Sveinsson,
Ragnhildur D. Elíasd., Ásgeir Halldórsson,
Halldór Ingi Elíasson,
Karítas Alda Ásgeirsd.,
Karítas Haraldsdóttir, Ólafur I. Rósmundsson,
Ólafur Már Ólafsson, Sigríður S. Óskarsdóttir,
María Erla Ólafsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar