Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK
SÍMI 510 5510
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Ertu í sölu hugleiðingum?
Guðrún Antonsdóttir
Lögg.fasteignasali
Sími 697 3629
Viltu kraftmikinn fasteignasala sem
vinnur fyrir þig, er heiðarlegur og
traustur.
Bjóddu mér í heimsókn og fáðu frítt
söluverðmat og tilboð í söluferlið
þitt.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hinn 1. janúar 2016 voru 31.812
innflytjendur á Íslandi, eða 9,6%
mannfjöldans. Það er fjölgun frá
því í fyrra þegar þeir voru 8,9%
landsmanna (29.192), samkvæmt
því sem fram kemur í frétt á
heimasíðu Hagstofu Íslands.
Þar kemur fram að frá árinu
2012 hefur innflytjendum fjölgað
úr því að vera 8,0% mannfjöldans
upp í 9,6%. Annarri kynslóð inn-
flytjenda fjölgaði einnig á milli
ára, voru 3.846 í fyrra en 4.158 nú.
Samanlagt er fyrsta og önnur
kynslóð innflytjenda 10,8% af
mannfjöldanum og hefur það hlut-
fall aldrei verið hærra. Ein-
staklingum með erlendan bak-
grunn, öðrum en innflytjendum,
fjölgaði einnig lítillega milli ára,
voru 6,6% mannfjöldans í fyrra en
6,7% nú.
„Innflytjandi er einstaklingur
sem er fæddur erlendis og á for-
eldra sem einnig eru fæddir er-
lendis, svo og báðir afar hans og
báðar ömmur. Önnur kynslóð inn-
flytjenda eru einstaklingar sem
fæddir eru á Íslandi og eiga for-
eldra sem báðir eru innflytjendur.
Fólk er talið hafa erlendan bak-
grunn ef annað foreldrið er erlent.
Einstaklingur sem fæddist erlend-
is en á foreldra sem báðir eru
fæddir hér á landi telst einnig
hafa erlendan bakgrunn,“ segir í
frétt Hagstofunnar.
Pólskir karlar 6.519
Fram kemur í fréttinni að Pól-
verjar eru líkt og síðustu ár lang-
fjölmennasti hópur innflytjenda
hér á landi. 1. janúar sl. voru
11.988 einstaklingar frá Póllandi
eða 37,7% allra innflytjenda. Þar á
eftir koma innflytjendur frá Lithá-
en (5,1%) og Filippseyjum (4,8%).
Pólskir karlar eru 41,5% allra
karlkyns innflytjenda eða 6.519 af
15.707. Litháískir karlar eru næst
fjölmennastir (5,3%) og síðan karl-
ar með uppruna í Bretlandi
(3,6%). Pólskar konur eru 34,0%
kvenkyns innflytjenda og næst á
eftir þeim eru konur frá Filipps-
eyjum (6,5%), þá konur frá Þýska-
landi og Taílandi (4,9%).
14% á Vestfjörðum
Þann 1. janúar síðastliðinn
bjuggu 23.707 fyrstu og annarrar
kynslóðar innflytjendur á höfuð-
borgarsvæðinu eða 65,9% allra
innflytjenda á landinu. Hlutfall
innflytjenda af mannfjölda var
mest á Suðurnesjum, en þar voru
16,0% innflytjendur af fyrstu eða
annarri kynslóð. Næsthæst er
hlutfallið á Vestfjörðum þar sem
14,1% mannfjöldans voru innflytj-
endur eða börn þeirra. Lægst er
hlutfallið á Norðurlandi vestra, en
þar voru 5,1% mannfjöldans inn-
flytjendur eða börn þeirra.
801 fékk ríkisborgararétt
Í fyrra fékk 801 einstaklingur
íslenskan ríkisborgararétt og er
það mikil fjölgun frá 2014 þegar
595 einstaklingar fengu íslenskt
ríkisfang. Af 801 einstaklingi sem
fékk íslenskt ríkisfang höfðu lang-
flestir verið með ríkisfang frá Pól-
landi eða 265 og næstflestir verið
með ríkisfang frá Filippseyjum
(74). Árið 1991 fengu fleiri karlar
en konur íslenskt ríkisfang, en á
hverju ári eftir það hafa konur
verið í meirihluta nýrra íslenskra
ríkisborgara. Það átti einnig við í
fyrra þegar 483 konur fengu ís-
lenskan ríkisborgararétt en 318
karlar.
Innflytjendur eru
9,6% mannfjöldans
Tæplega 12 þúsund frá Póllandi eða 37,7% innflytjenda
Morgunblaðið/Eggert
Pólverjar Margir Pólverjar starfa í
byggingageiranum hér á landi.
Hlutfall innflytjenda
-fyrstu og annarrar kynslóðar, eftir landsvæðum 2016
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Allt landið
2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16%0%
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þingvallanefnd samþykkti sam-
hljóða á fundi sínum í gær að leggja
til að forkaupsrétti yrði beitt svo að
þjóðgarðurinn eignaðist húsgrunn
við Valhallarstíg nyrðri á Þingvöll-
um. Nefndin
beindi því til
forsætisráðu-
neytisins að
kanna hvort
ríkið hefði fjár-
ráð til að ganga
inn í kaupin, en
grunnurinn
kostar um 70
milljónir króna.
Sigrún
Magnúsdóttir
umhverfisráðherra er formaður
Þingvallanefndar. Hún sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að nefnd-
in hefði fjallað um þennan húsgrunn
á mörgum fundum og meirihluti
nefndarinnar hefði nýverið ákveðið
að nýta ekki forkaupsréttinn.
„Við höfum tekið þetta mál fyrir á
nokkrum fundum okkar og meiri-
hlutinn ákvað að nýta ekki forkaups-
réttinn, vegna þess að okkur skorti
fjárheimildir,“ sagði Sigrún.
Hún segir að komið hafi í ljós við
umfjöllun um málið að gögnum sem
Þingvallanefnd hafði fengið um
málið hafi ekki öllum borið saman við
gögn sem hafi legið hjá opinberum
stofnunum, en málið á sér rætur allt
aftur til ársins 2007.
„Við ákváðum því að skoða þetta
nánar og tókum málið aftur upp á
fundi nefndarinnar í dag [gær]. Við
komumst að þeirri sameiginlegu
niðurstöðu að við lýstum yfir áhuga
okkar á því að hægt væri að nýta for-
kaupsréttinn. Við vísum erindi okkar
til forsætisráðuneytisins, jafnframt
því sem við upplýstum að við vinnslu
málsins hefðum komið ákveðnir ann-
markar á daginn, og beindum því til
ráðuneytisins að þeir annmarkar
væru kannaðir, m.a. af lögfræðing-
um ráðuneytisins, þannig að málið
myndi skýrast,“ sagði Sigrún.
Formaður Þingvallanefndar sagði
að nefndin hefði að auki beint því til
forsætisráðuneytisins að skoðað yrði
hvort hægt væri að finna fjármagn
svo nefndin gæti nýtt forkaupsrétt
sinn og gengið inn í það kauptilboð
sem fram væri komið.
Spurð hvort hún teldi ekki að
kaupverð á gömlum húsgrunni við
Þingvallavatn upp á 70 milljónir
króna væri dýrt sagði Sigrún: „Jú,
mér finnst þetta vera mjög dýrt, en
ef á að nýta forkaupsrétt hefur Þing-
vallanefnd ekkert val annað en að
ganga inn í það tilboð í eignina sem
gert hefur verið. Við höfum engin
önnur úrræði.“
Morgunblaðið/Ómar
Þingvellir Húsgrunnurinn sem er til sölu á Þingvöllum á að kosta um 70
milljónir, sem formanni Þingvallanefndar þykir vera mjög dýrt.
Vilja nýta for-
kaupsréttinn
Sigrún
Magnúsdóttir
Formaðurinn segir grunninn dýran
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is