Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
Verð
2.250.000 kr.
án vsk.
1.815.000 kr.
Til á lager
Sportman® Touring 570 EPS
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Að minnsta kosti 60 manns biðu
bana og 118 særðust í skot- og
sprengjuárás á lögregluskóla nálægt
borginni Quetta í Pakistan í fyrra-
kvöld. Þetta er þriðja mannskæðasta
árás uppreisnarmanna í landinu það
sem af er árinu.
Þrír menn réðust inn í heimavist
skólans þar sem um 700 lögreglu-
nemar gistu. Árásarmennirnir voru
klæddir felubúningum og göbbuðu
nemendur til að opna dyrnar á her-
bergjunum með því að þykjast vera
hermenn. Allir árásarmennirnir lágu
í valnum eftir átök við hermenn.
Yfirmaður hersins í Balokistan-
héraði sagði að íslamska uppreisnar-
hreyfingin Lashkar-e-Jhangvi (LeJ)
hefði staðið fyrir árásinni. Pakist-
anskir talibanar, sem hafa starfað
með hreyfingunni, staðfestu þetta og
sögðu að árásin hefði verið gerð til að
hefna aftakna án dóms og laga á
föngum úr röðum liðsmanna hreyf-
ingarinnar.
Tengjast leyniþjónustunni
Íslömsku samtökin Ríki íslams
lýstu einnig árásinni á hendur sér.
Þau stofnuðu sérstaka deild í Afgan-
istan og Pakistan í byrjun síðasta árs
en yfirlýsingar þeirra um að hún hafi
staðið fyrir tveimur mannskæðum
sprengjutilræðum í Pakistan fyrir
árásina í fyrrakvöld hafa verið
dregnar í efa.
Leyniþjónusta Pakistans, ISI, er
talin hafa tekið þátt í stofnun Talib-
anahreyfingarinnar sem braust til
valda í Afganistan 1996 og stjórnaði
landinu til ársins 2001 þegar her-
sveitir frá Bandaríkjunum og fleiri
löndum réðust inn í það. Afganskir
talibanar eru nú með bækistöðvar í
norðurhluta Balokistan og hermt er
að leiðtogar þeirra dvelji í Quetta,
höfuðstað héraðsins. Þessi tengsl við
afgönsku hreyfinguna koma nú
stjórnvöldum í Pakistan í koll því að
hún hefur samstarf við al-Qaeda og
hópa pakistanska talibana sem hafa
gert uppreisn gegn ríkisstjórn
landsins.
Hreyfingar íslamista og aðskiln-
aðarsinna hafa gert nokkrar mann-
skæðar árásir í Balokistan á síðustu
árum. Mannréttindasamtök hafa oft
sakað her Pakistans um mannrétt-
indabrot í héraðinu, einkum gegn
þjóðernissinnum sem krefjast þess
að Balokistan fái sjálfstjórnarrétt-
indi.
Íslömsku hreyfingarnar hafa get-
að haldið áfram mannskæðum árás-
um þrátt fyrir nokkrar sóknir hers-
ins gegn þeim á síðustu árum.
Tugir lögreglunema
biðu bana í árás á skóla
Karachi
Peshawar
Mohmand
18. okt. 2007
139
Shikarpur
30. jan. 2015
61
3. mars 2013
45
13. maí 2015
45
9. júlí 2010
105 létu lífið
17. sept. 2016
36
Bannu
1. jan. 2010
101
Charsadda
13. maí 2011
98
21. ágúst 2008
64
20. sept. 2008
60
27. mars 2016
60
28. okt. 2009
125
22. sept. 2013
82
16. des. 2014
154
Lahore
7.-9. des. 2009
66
28. maí 2010
82
2. nóv. 2014
55
Dera Ghazi Khan
3. apríl 2011
50
Darra Adam Khel
5. nóv. 2010
68
Quetta
10. jan. 2013
92
3. sept. 2010
59
16. febr. 2013
89
8. ágúst 2016
72
24.-25. okt. 2016
Tugir manna
biðu bana
Íslamabad
Mannfall í mannskæðustu
árásunum frá árinu 2007
Árásir uppreisnarmanna í Pakistan
Wah
Wagah
27. mars 2016
75
Þriðja mann-
skæðasta árásin í
Pakistan á árinu
Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna sagði í gær að hún hefði fengið upplýsingar um að
vígamenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, hefðu fram-
ið grimmdarverk gegn óbreyttum borgurum í grennd
við borgina Mosúl í Írak. Meðal annars hefur verið
skýrt frá því að vígamennirnir hafi skotið fimmtán íbúa
eins þorpanna til bana og kastað líkum þeirra í á, lík-
lega til að valda skelfingu á meðal íbúa á yfirráðasvæð-
um þeirra. Hermt er að vígamennirnir hafi einnig skot-
ið þrjár konur og þrjú börn til bana vegna þess að þau
drógust aftur úr þegar þeir neyddu íbúa eins þorpanna
til að fara í annað þorp á svæði þeirra, að sögn frétta-
veitunnar AFP. „Sagt er að liðsmenn samtakanna hafi
bundið sex óbreytta borgara við bíl og dregið þá um
götur þorpsins, að því er virðist vegna þess eins að þeir
voru skyldir ættbálkshöfðingja sem berst gegn samtök-
unum,“ hafði fréttaveitan eftir talsmanni Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Margir íbúar þorpa í grennd við Mosúl hafa þurft að
flýja heimkynni sín vegna átaka, þeirra á meðal þessi
fjölskylda á myndinni að ofan. Her Íraks og hersveitir
Kúrda hófu sókn í átt að Mosúl í vikunni sem leið og tal-
ið er að átökin um borgina standi í nokkrar vikur, eða
jafnvel mánuðum saman. Um 1,5 milljónir manna eru í
Mosúl og embættismenn Sameinuðu þjóðanna telja að
allt að 200.000 þeirra flýi frá borginni á næstu vikum.
AFP
Íslamistar sakaðir um ódæðisverk
Ríkisstjórn Bretlands samþykkti í
gær tillögu um nýja flugbraut á
Heathrow-flugvelli þrátt fyrir
ágreining um málið í Íhaldsflokknum
og andstöðu umhverfisverndar-
samtaka. Samtök breskra iðnrek-
enda, CBI, fögnuðu hins vegar
ákvörðuninni.
Í fréttatilkynningu frá ríkisstjórn
Theresu May forsætisráðherra segir
að áformin um að stækka Heathrow
hafi mikla þýðingu fyrir efnahag
Bretlands og skapi allt að 77.000
störf á næstu fjórtán árum.
Umhverfisverndarsamtök segjast
ætla að höfða dómsmál til að koma í
veg fyrir flugbrautina vegna auk-
innar loftmengunar sem fylgi henni
og segja að mengunin í grennd við
flugvöllinn sé nú þegar yfir leyfileg-
um mörkum. Þingmenn og íbúar í
Vestur-London hafa einnig lagst
gegn áformunum, þeirra á meðal
íhaldsmaðurinn Zac Goldsmith sem
kveðst ætla að segja af sér vegna
málsins. Verði áformin samþykkt
þarf að rífa hundruð íbúða við flug-
völlinn og stóran hluta þorpsins
Harmondsworth.
Johnson efast um að
flugbrautin verði lögð
Á meðal ráðherra sem hafa verið
andvígir áformunum eru Boris John-
son, utanríkisráðherra og fyrrver-
andi borgarstjóri London. Sadiq
Khan, eftirmaður hans í borgar-
stjóraembættinu, lagðist einnig gegn
áformunum og hafði beitt sér fyrir
nýrri flugbraut á Gatwick-flugvelli,
sunnan við höfuðborgina.
Samtök breskra iðnrekenda sögðu
stækkun Heathrow nauðsynlega
vegna þess að flugvellir borgarinnar
önnuðu ekki vaxandi eftirspurn.
Samtökin telja að með ákvörðuninni
sendi stjórnin sterk skilaboð um að
hún hyggist leggja áherslu á að efla
efnahag landsins eftir að Bretar sam-
þykktu úrsögn úr Evrópusamband-
inu í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.
Talið er að langur tími líði þar til
framkvæmdirnar geti hafist, m.a.
vegna líklegra dómsmála. Boris
Johnson, sem er þingmaður kjör-
dæmis í Vestur-London, dró í efa að
stjórnin gæti staðið við áformin.
Vill stækka
Heathrow
Deilt um nýja flugbraut í stjórn May
AFP
Mótstaða Stækkun Heathrow mót-
mælt við þinghúsið í London.