Morgunblaðið - 26.10.2016, Side 37

Morgunblaðið - 26.10.2016, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 Í dag fagnar Hallgrímskirkja 30 ára vígsluafmæli sínu, en kirkjan var vígð við lok uppsetningar alt- aris síns hinn 26. október 1986. Hátíðlegur lúðraþytur og páku- slög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju flytur ásamt Al- þjóðlegu barokksveitinni í Hall- grímskirkju hátíðarverkin glæsi- legu Fanfare og Te Deum eftir Charpentier og Messu nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach á hátíðartónleikum af því tilefni. Tónleikarnir sjálfir fara þó ekki fram fyrr en á laugardaginn 29. október klukkan 19 og sunnudag- inn 30. október klukkan 17. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir mezzosópran, Auður Guð- johnsen alt, Oddur A. Jónsson bassi, Thelma Sigurdórsdóttir sópran og Guðmundur Vignir Karlsson tenór. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Morgunblaðið/Ernir Kirkja Hallgrímskirkja hefur hýst menningarstarfsemi í þrjá áratugi. 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju  Hátíðartónleikar um helgina Pete Burns, söngvari hljóm- sveitarinnar Dead or Alive, er látinn, 57 ára gamall. Sveitin var þekktust fyr- ir lagið You Spin Me Round sem kom út á níunda áratugnum við miklar vinsældir. „Með sorg í hjarta tilkynnum við að okkar heittelskaði Pete Burns úr Dead or Alive lést í gær úr hjarta- áfalli,“ sagði í yfirlýsingu frá um- boðsskrifstofu hans. Pete Burns er lát- inn 57 ára að aldri Pete Burns Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sýningin Kwitcherbellíakín stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur en það eru listamennirnir Hannes Lár- usson og Ásmundur Ásmundsson og mannfræðingurinn Tinna Grétars- dóttir sem standa að gerð sýning- innar ásamt nokkrum vel völdum listamönnum. Að fóta sig í viðkvæmu kerfi Sýningin bregður upp ástandi og framtíðarsýn sem varpar ljósi á við- kvæma stöðu Íslands, bæði í stjórn- málalegu og vistfræðilegu tilliti. „Þetta er óhefðbundin sýning, þetta er ein innsetning, hugsuð sem ein heild,“ útskýrir Tinna en á sýning- unni eru fimmtán stórir myndflekar, 40 tonn af mold, vídeóverk og hljóð- verk og allt þetta er rammað inn með stærsta málverki Íslandssög- unnar, Broken rainbow. „Sýning- argestir sem fara inn í rýmið þurfa að fóta sig í moldinni og moldin er viðkvæmt lífkerfi. Að hluta til vísar hún í þessa viðkvæma undirstöðu sem við búum við í dag, strúktúrar eru orðnir veikir. Og þá á ég ekki bara við að náttúran sé orðin ör- magna heldur líka önnur kerfi eins og velferðarkerfið. Samfélagið ein- kennist af öryggisleysi og óvissu. Moldin er jafnframt undirstaða alls lífs, við þurfum að meta hana að verðleikum og skilja. Sýna henni meiri umhyggju – við getum lært af henni,“ segir Tinna þegar hún er spurð um tilganginn með allri þess- ari mold. Kerfið er komið í þrot „Með þessari sýningu erum við að tjá okkur um ástand sem við búum við en sýningin dregur nafn sitt af kampi sem hét Kwitcherbelliakín og stóð í Nauthólsvík í Reykjavík í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Tinna en nafnið vísar einnig í orða- samabandið „quit your belly ach- ing,“ sem á íslensku gæti verið „ekk- ert væl“. „Kannski er tímabært að gefa tilvistarverk gaum,“ segir hún. Tinna segir að herstöðin hafi leik- ið stórt hlutverk í þróun okkar sem þjóðar og þessari nútímavæðingu og þeirri heimsmynd sem við búum við í dag. „Það kerfi er komið í þrot og af- leiðingin er það kamp-kennda ástand sem við búum við í dag. Það eru kannski helstu skilaboð þessarar sýningar að það er tímabært að rýna í þessa stöðu,“ segir Tinna. Heimur út af fyrir sig „Þessi sýning fjallar um alheims- ástand og þess vegna gæti hún verið jafn skiljanleg í Tókýó, New York, Nuuk eða Reykjavík,“ segir Hannes. „Það er ekki hægt að tjá þetta með öðrum hætti en myndlistinni og kannski verða menn að komast út úr því að líta á myndlist sem einhvers konar myndskreytingu,“ segir hann. „Það er ekki verið að gera tilraun til að myndskreyta ósagða sögu eða framtíðarsýn heldur erum við raun- verulega að búa til heim sem að nær út fyrir orð og texta,“ bætir Tinna við. „Ég hef alltaf séð myndlistina sem sterkasta formið til að miðla hugmyndum. Ég tel að við fræði- menn og akademían ættum að gera meira að því að vera í samvinnu við myndlistarmenn og nýta aðferða- fræði myndlistar,“ segir hún. Þjóð verður til við hernám Sýningin er hluti af OH-list- rannsóknarverkefni sem hófst fyrir tveimur árum og hafði aðstöðu í að- alvarnarhliðinu í Ásbrú. „Það svæði hefur verið þessi táknræna brú á milli kalda stríðsins og heita stríðs- ins og þeirrar ógnar sem við stönd- um frammi fyrir,“ segir Tinna. „Það gerðist tiltölulega hratt að Ísland varð hluti af heiminum og það gerð- ist með hernámi og þess vegna not- um við hernámið sem upphaf. Sjálf- stæði Íslendinga verður til þá,“ segir Hannes. „Ísland verður til við það að verða sýnilegt í augum annarra.“ Torfbærinn sem vistkerfi Næsta helgi er síðasta sýningar- helgi og segir Tinna að hún verði líf- leg. „Við ætlum að vera á svæðinu með sýningarspjall klukkan fjögur á laugardag og svo á sunnudag verður vinnustofan Turfiction sem hefst klukkan tvö,“ segir Tinna en þar koma saman listamenn, fræðimenn, hönnuðir, arkítektar, örverufræð- ingar og jarðvegsfræðingar. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við erum að opna torfbæinn sem vistkerfi þar sem maðurinn, landið og aðrar lífverur renna saman í eitt". Morgunblaðið/Ófeigur Mold Sýningin Kwitcherbellíakín er í Hafnarhúsinu fram á sunnudag. „Þessi sýning fjallar um alheimsástand og þess vegna gæti hún verið jafn skiljanleg í Tókýó, New York, Nuuk eða Reykjavík,“ segir Hannes Lárusson. Ástand og framtíðarsýn  Kwitcherbellíakin er í Listasafni Reykjavíkur  Fjallar um viðkvæma stöðu Íslands í vistfræðilegu og stjórnmálalegu tilliti  40 tonn af mold á gólfinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.