Morgunblaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri
365, hafnar því alfarið að félagið hafi
vanefnt skilyrði sem sett voru fyrir
úthlutun tíðniheimildar fyrir far-
netsþjónustu sem fyrirtækið hreppti
árið 2013 í útboði Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS).
„Í ljósi þess að 365 á um þessar
mundir í viðræðum við Vodafone um
kaup á hluta starfsemi 365 hefur
Póst- og fjarskiptastofnun staðfest
við 365 að ekki verði byggt á ákvæð-
um tíðniheimildarinnar gagnvart fé-
laginu að sinni.“
Segir öllum skilyrðum fullnægt
Þá sagði Sævar Freyr einnig að
365 liti svo á að öll skilyrði tíðniheim-
ildarinnar væru fyrir hendi og upp-
fyllt þar sem fyrirtækið hefði náð
samningi við Símann um aðgang að
dreifikerfi hans. „365 veitir nú 2G,
3G og 4G farsímaþjónustu um allt
land og er dreifikerfi 365 því jafn
stórt og dreifikerfi Símans. 365 telur
því að vanefndir á skilmálum tíðni-
heimildarinnar séu ekki fyrir hendi,“
segir Sævar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, bendir
á í samskiptum við Morgunblaðið að
stofnunin hafi ekki staðfest það álit
365.
Hrafnkell bendir þó á að ekki hafi
enn reynt á mögulegar vanefndir
365 gagnvart þeim breyttu skilmál-
um sem PFS féllst á, þar sem fyrir-
tækinu hafi borið að uppfylla þá fyr-
ir 1. október síðastliðinn. Áður en til
þess hafi komið hafi fyrirtækið hins
vegar hafið viðræður við Vodafone
um möguleg kaup síðarnefnda fyrir-
tækisins á fjarskiptahluta 365.
„Stofnunin telur ekki forsendu til
þess að ganga á eftir efndum að sinni
meðan viðræður Vodafone og 365
standa yfir, enda hófust þessar við-
ræður fyrir 1. október síðastliðinn.“
Kröfunum ekki fylgt
Morgunblaðið hefur leitað við-
bragða Símans við fullyrðingu 365
þess efnis að samningur milli fyrir-
tækjanna tryggi að útboðsskilmál-
arnir séu uppfylltir. Eric Figueras,
framkvæmdastjóri tæknisviðs fyrir-
tækisins, segir að ekki séu tækni-
legar forsendur til að halda því fram
að skilyrðum fyrir nýtingarrétti að
fyrrnefndri tíðni hafi verið mætt,
þar sem Síminn sendi einfaldlega
ekki út á því tíðnisviði sem þar um
ræðir.
„Síminn hefur á undanförnum ár-
um átt gott samstarf við 365 og veitt
því heildsöluaðgang að öflugum far-
símakerfum Símans. Síminn notar
hins vegar ekki 800 MHz tíðnileyfið
og því er ljóst að ekki er verið að
nota leyfið í gegnum kerfi Símans,“
segir Eric.
Þá harmar hann að ekki hafi verið
ráðist í uppbyggingu sem tryggt
gæti frekari útbreiðslu tíðninnar.
„Landsmenn hefðu fyrr fengið betra
4G kerfi hefði uppbyggingin verið á
allri 800 MHz-tíðninni. Ríkar kvaðir
voru hins vegar settar á hana af
Póst- og fjarskiptastofnun, sem
leiddi til þess að ekkert af hefð-
bundnu fjarskiptafélögunum bauð í
heimildina og þau fóru aðrar og mis-
munandi leiðir við 4G uppbygg-
inguna. Síminn hefur m.a. ítrekað
vakið athygli PFS á þessu og það
hafa önnur fjarskiptafélög líka
gert.“
Tekur Eric þar í sama streng og
forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækis-
ins Nova, sem andmæltu því þegar
PFS veitti 365 tilteknar tilslakanir
gagnvart upprunalegum útboðsskil-
málum. Í erindi sem Nova sendi
stofnuninni sagði meðal annars: „Er
það mat Nova ehf. að best væri ef
Póst- og fjarskiptastofnun myndi
afturkalla heimild 365 miðla ehf. nú
þegar þar sem ljóst sé að félagið
mun ekki standa við þær skyldur
sem það tók sér á herðar í uppboði
tíðniheimildanna.“
Ekki skynsamlegt að byggja
upp nýtt farsímakerfi
Af fyrrnefndum viðbrögðum Sæv-
ars Freys við frétt Morgunblaðsins í
gær má einnig ráða að 365 hyggist
ekki byggja upp nýtt dreifikerfi fyrir
800 MHz-tíðnina sem fyrirtækinu
var úthlutað til næstu 25 ára. Um
það segir hann: „Það er ljóst að
hagsmunir fólksins í landinu felast
ekki í því að byggja upp fjórða far-
símakerfið frá grunni, enda nú þegar
fyrir hendi þrjú farsímakerfi sem
dekka nánast allt landið. Hagsmunir
fólks felast fremur í því að við bætist
dreifing á strjálbýlli byggðum lands-
ins, en ljósleiðaravæðing dreifbýlis-
ins er mikilvægt skref í að gera þá
uppbyggingu hagkvæma. Komi til
þess að Vodafone kaupi fjarskipta-
rekstur 365 og ef tíðnisviðið samein-
ast inn í Vodafone geta falist í því
mikil viðskiptatækifæri.“
Hafna ásökun um vanefndir
Morgunblaðið/Heiddi
Tíðni Fjarskiptafélögin Síminn og Nova lýsa undrun á því að heimild 365
hafi ekki verið afturkölluð í ljósi þess að ekkert hefur orðið af uppbyggingu.
365 segist uppfylla kröfur Póst- og fjarskiptastofnunar með samningi við Símann
Síminn hafnar skýringum 365 Fyrirtækið vill selja Vodafone tíðniheimildina
Dýrmæt tíðniheimild
» 365 greiddi 100 milljónir
fyrir nýtingarleyfið á 800 MHz-
tíðniheimildinni árið 2013.
» Leyfið stendur í aldarfjórð-
ung.
» Leyfið er meðal verðmæta
sem kemur til greina að Voda-
fone kaupi í samninga-
viðræðum sem nú standa yfir.
26. október 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 114.26 114.8 114.53
Sterlingspund 139.79 140.47 140.13
Kanadadalur 85.63 86.13 85.88
Dönsk króna 16.721 16.819 16.77
Norsk króna 13.856 13.938 13.897
Sænsk króna 12.816 12.892 12.854
Svissn. franki 114.94 115.58 115.26
Japanskt jen 1.0987 1.1051 1.1019
SDR 156.85 157.79 157.32
Evra 124.4 125.1 124.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.8449
Hrávöruverð
Gull 1267.0 ($/únsa)
Ál 1617.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.89 ($/fatið) Brent
● Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Standard
& Poor’s hefur
hækkað lánshæfi
viðskiptabankanna
þriggja. Langtíma-
einkunn hækkar úr
BBB- í BBB fyrir
Landsbanka, Arion banka og Íslands-
banka. S&P hækkar einnig skammtíma-
einkunn bankanna úr A-3 í A-2. Þá fylgir
matinu að horfur einkunnanna eru já-
kvæðar.
S&P rökstyður hækkanirnar einkum
með batnandi rekstrarumhverfi í
íslenska bankakerfinu, lækkandi skulda-
stöðu fyrirtækja og heimila og auknu
aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum.
Af þessum sökum hækkar kjölfestu-
einkunn (e. anchor) fyrir íslenskar fjár-
málastofnanir um tvö þrep í bbb- úr bb+.
S&P segir í mati sínu að þrátt fyrir já-
kvæðar horfur í lánshæfi bankanna sé
ekki við því að búast að matið muni
hækka um tvö þrep næstu tvö árin.
S&P hækkar lánshæfi
íslensku bankanna
STUTT
á netinu fyrir íslenska framleið-
endur og neytendur að koma sam-
an til að kaupa landbúnaðarvörur
beint frá býli.
„Við fengum gríðarleg viðbrögð
frá almenningi, sem greinilega er á
höttunum eftir milliliðalausum
samskiptum við framleiðendur um
kjötkaup,“ segir Vignir. Hann segir
viðbrögðin hafa verið meiri en búist
hafi verið við. „Við vinnum eftir
þeirri hugmynd að Kjötborðið sé
matarkista með því sem framleitt
er til sveita á Íslandi. Nú stendur
gæsaveiðitímabilið yfir og því vilj-
um við bjóða veiðimönnum að selja
bráð sína.“ jonth@mbl.is
„Það sem fór inn á síðuna seldist
allt upp,“ segir Vignir Már Lýðs-
son, framkvæmdastjóri Kjötborðs-
ins, sem er markaðstorg fyrir
íslenskar landbúnaðarvörur á slóð-
inni kjotbordid.is.
„Við byrjuðum hins vegar svo
seint að margir bændur voru búnir
að fastsetja hvað þeir ætluðu að
taka til baka frá afurðastöðinni.
Þannig að það var fremur lítið
magn í boði, eitthvað rúmlega 50
skrokkar af lambakjöti,“ segir
hann enn fremur. Hann segir Kjöt-
borðið nýta nú tímann í að undir-
búa fjölbreyttara vöruframboð.
„Við erum í viðræðum við naut-
gripabændur og gæsa- og hrein-
dýraskyttur. Við finnum fyrir mjög
miklum áhuga þeirra á meðal og
sem afrakstur þess má vænta að á
næstu dögum aukist framboðið og
fjölbreytnin hjá okkur.“
Morgunblaðið greindi frá því í
lok september að fyrir dyrum stæði
að hefja starfrækslu vefjarins kjot-
bordid.is. Í fréttinni var haft eftir
Vigni að vefurinn væri markaðs-
svæði þar sem neytendur væru í
beinum samskiptum við framleið-
anda vörunnar. Fram kom að um að
væri að ræða fyrsta markaðstorgið
Lambakjöt seld-
ist upp á netinu
Mikil áhugi á að kaupa beint frá býli
Morgunblaðið/Kristinn
Netket Bændur selja beint á netinu.
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR
Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru-
og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara
FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR
Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar
Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur
Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
Keðjurnar eru til í
mörgum gerðum og
í öllum mögulegum
stærðum
15%
AFS
LÁT
TUR
AF
ÖLL
UM
KEÐ
JUM
Á L
AGE
R
VER
ÐLÆ
KKU
N V
EGN
A L
ÆK
KAÐ
S
GEN
GIS
EUR
.