Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
✝ BrynhildurGuðjónsdóttir
Hansen fæddist 18.
október 1934 í
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaugar-
stöðum 16. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína Vil-
borg Ólafsdóttir, f.
7. júní 1903 í
Reykjavík, d. 8. mars 1970, og
Guðjón Jónsson húsgagnasmið-
ur, f. 30. nóvember 1894 í Gríms-
nesi, d. 29. febrúar 1952. Systk-
ini Brynhildar eru: Jón Vilberg,
f. 1922, d. 2012 , Sigurjón, f.
1930, Ólafur, f. 1932, Gyða, f.
1937, Vilborg, f. 1937, Guðrún, f.
1938, Sverrir, f. 1942, d. 2008.
Brynhildur giftist Povl H.B.
Hansen 30. apríl 1954. Foreldr-
ar hans voru Henry Hansen, f.
1903, d 1974 og Jóhanna Han-
sen, f. 1898, d. 1979.
Sonur Brynhildar og Jóhanns
Kristján Hansen, f. 9. september
1954, og Jóhanna Hansen, f. 4.
febrúar 1956. Dóttir hennar er
Brynhildur A. Hansen, f. 8. mars
1984.
Brynhildur ólst upp í Miðtúni
42 í Reykjavík og gekk í Miðbæj-
arskólann og Laugarnesskóla.
Eftir barnaskóla fór hún í
Kvennaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan 1952.
Eftir útskrift vann hún á
skrifstofu Borgarverkfræðings í
nokkur ár.
Í september árið 1970 stofn-
uðu þau hjónin verslunina Ullar-
húsið og var verslunin í Kvos-
inni. Hjónin störfuðu þar saman
alla tíð, ráku þau verslunina
með mikilli ánægju og unnu
saman á hverjum degi. Bryn-
hildur hélt áfram verslunar-
rekstrinum eftir fráfall eigin-
manns síns og stóð vaktina til
ágúst 2007, þá á 73. aldursári.
Hún naut þess að fara á
Sinfóníutónleika og var með
áskriftarmiða í áratugi.
Síðustu tvö árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Droplaug-
arstöðum þar sem hún fékk
mjög góða aðhlynningu.
Útför Brynhildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 26. október
2016, klukkan 13.
E. Jóhannssonar, f.
1933, d. 2006, er
Guðjón Jóhanns-
son, f. 31. maí 1952.
Hann er kvæntur
Auði Ingu Ingv-
arsdóttur f. 24. júní
1953. Börn þeirra
eru: 1) Ingvar, f. 4.
janúar 1975, sam-
býliskona er Eyrún
Sara Helgadóttir.
Börn hans eru Auð-
ur Sif, f. 2. nóvember 2000, Þóra
Björg, f. 13. janúar 2002, Ásta
María, f. 18. ágúst 2004 og Egill
Darri, f. 10. desember 2014. 2)
Jóhann, f. 30. nóvember 1976,
kvæntur Guðrúnu Erlu Þorvarð-
ardóttur. Börn þeirra eru Sara
Ósk, f. 26. júlí 2000, Hildur Vala,
f. 19. mars 2006, og Anna Karen,
f. 25. janúar 2010. 3) Rebekka
Brynhildur, f. 11. desember
1988, sambýlismaður er Sölvi
Sigurjónsson og eiga þau Guð-
jón Elías, f. 15. mars 2016. Börn
Brynhildar og Povl eru Henry
Mig langar að minnast hér
með nokkrum orðum elskulegrar
tengdamóður minnar, Brynhild-
ar Guðjónsdóttur Hansen, eða
Binnu eins og hún var alltaf köll-
uð, og þá gjarna minnast hennar
sem samferðamanneskju í þessu
lífi sem ég var svo heppin að
kynnast og eiga að. Hún tók mér
alltaf opnum örmum og kvaddi
mig oft og iðulega með þessum
orðum „bless, engillinn minn“.
Binna fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Miðtúni 42, hún var
fjórða í röðinni af átta systk-
inum. Binna gekk í Laugarnes-
skólann og þaðan fór hún í
Kvennaskólann, þar sem hún út-
skrifaðist árið 1952. Hún var
mikill námshestur, hvort það
voru tungumál eða stærðfræði
sem lágu fyrir, skipti ekki miklu
máli. Hún átti ekki kost á að
halda áfram námi því lífið tekur
oft aðra beygju en maður ætlar.
Binna eignaðist sitt fyrsta barn í
maí, útskriftarár sitt úr Kvenna-
skólanum, Guðjón, en faðir hans
var Jóhann Eggert Jóhannsson.
Þau slitu samvistum.
Binna giftist Povl Hansen árið
1954, börn þeirra eru Henry og
Jóhanna.
Eftir Kvennaskólaárin vann
Binna hjá borgarverkfræðingi
og minntist hún oft á hvað henni
þótti það starf skemmtilegt „að
fá að leika sér með tölur allan
daginn“ eins og hún orðaði það
og kom sérstakur glampi í aug-
un. En það má segja að hún hafi
leikið sér með tölur allt sitt líf
við rekstur Ullarhússins, þar
sem hún var potturinn og pann-
an og rak af miklum myndar-
skap í yfir 30 ár.
Binna var mikil handavinnu-
kona og var jafnvíg, hvort það
var saumaskapur, hekl eða
prjón, hún var fljót að sjá hvað
passaði hverju sinni og voru ekki
fáar gjafirnar til vina og ætt-
ingja sem hún hespaði af á einni
kvöldstund yfir sjónvarpinu.
Barnabörnin hennar áttu sér-
stakan stað í hjarta hennar og
fylgdist hún sérstaklega vel með
hverju og einu. Hún var fljót að
rétta fram hönd ef þau vanhag-
aði um eitthvað og þá sérstak-
lega ef hún var á leið af landi
brott. En hún naut þess að
ferðast og kynnast menningu
annarra þjóða. Fara í leikhús,
sjá nýjustu leiksýningarnar og
kíkja aðeins í búðir í leiðinni.
Var þá jafnan mikil gleði á mínu
heimili þegar Binna amma kom
heim.
Binna var mikill unnandi sí-
gildrar tónlistar og tónleikar hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands voru í
miklu uppáhaldi og hluti af
hennar daglega lífi um margra
ára skeið. Hún naut þessara
stunda sem veittu henni svo
mikla gleði og tilbreytingu þá
sérstaklega eftir að maður henn-
ar Povl Hansen féll frá.
Binna var mikil félagsvera og
naut samfunda við vinkonur sín-
ar. Þær hittust reglulega í gegn-
um árin og héldu vinskap.
Óþrjótandi voru sögur hennar af
þeirra kaffiboðum og samræðum
en hún var hrókur alls fagnaðar
bæði þar og annars staðar sem
hún kom.
Við sem eftir stöndum erum
full þakklætis fyrir að hafa átt
hana að og notið hugulsemi
hennar og kærleika.
Þar til við hittumst aftur.
Auður Inga Ingvarsdóttir.
Í dag kveð ég elsku Binnu
ömmu mína í síðasta skipi. Orð
geta varla lýst því hvað ég mun
sakna hennar mikið.
Hún var alltaf hluti af mínu
lífi og ef við vorum ekki í dag-
legu sambandi áttum við alla-
vega vikulegt símtal þegar ég
bjó erlendis í sjö ár. Alltaf gát-
um við talað um allt – og ekkert,
samræðurnar runnu bara. Ég
mun sakna símtalanna okkar og
það er erfitt að hugsa til þess að
þegar síminn hringir verði það
ekki hún.
Amma Binna var klárari en
flestir og skemmtilegri en marg-
ir, las mikið og hafði endalausar
sögur að segja frá. Hafði rekið
ullarvöruverslun í Kvosinni í
tugi ára með Povl afa mínum og
hafði því hitt margt fólk og upp-
lifað mörg skemmtileg augnablik
sem hún deildi oft með okkur.
Við mæðgurnar fylgdum í fót-
spor þeirra og opnuðum ullar-
vöruverslun seinna meir.
Það eru því ófá hlátrasköllin
sem hafa átt sér stað þegar við
höfum talað um atburði sem hafa
átt sér stað í búðunum okkar og
lifði hún lengi á „búðarsögum“
eftir að hafa sest í helgan stein.
Hún elskaði okkur barnabörn-
in mikið og dáðist að öllu sem við
gerðum. Naut þess líka mikið að
segja öðru fólki frá hvað dreif á
daga okkar. Svo þegar lang-
ömmustelpurnar komu í heiminn
hafði hápunkti lífsins verið náð,
þær voru allar svo fallegar og
vel gefnar og skemmtilegar.
Amma var svo ótrúlega stolt af
englunum sínum.
Læt fylgja textabrot úr laginu
„Nú á ég allt“ sem Diddú söng.
Ég uni mér í leik við lífsins gjöf,
og lifi endalaus ævintýr.
Margir eltast dag og nótt við draum
og von og þrá,
vita þó ei hvar skal leita og hvar á
jörð
hamingjan býr.
Ég líkt sem aðrir var.
Lífið gaf mér svar,
svo agnarsmátt og þó svo stórt.
Leika ég mér við ljósgeisla mína,
þá lífsins gjöf, sem dýrust er til.
Börn sem brosa og gráta.
Börn sem fylla hjartað glöðum söng.
Nú á ég allt.
(Jónas Friðrik Guðmundsson.)
Þetta lag hlustuðum við oft á
og þá sérstaklega síðustu dag-
ana þína.
Þú, elsku amma mín, áttir allt
og fórst sátt við lífið í friðsæld á
næsta stað.
Ég veit að ég mun tala um þig
oft og rifja upp góða tíma, ferð-
lögin okkar saman, öll sumrin
sem ég vann í búðinni þinni og
allar stundirnar sem við áttum
saman.
Elsku amma mín, ég hef alltaf
verið engillinn þinn, en nú ert þú
engillinn minn.
Mig langar að þakka fyrir
hönd okkar fjölskyldunnar öllu
starfsfólkinu á Droplaugarstöð-
um fyrir alla þá ást og umhyggju
sem þið sýnið í ykkar daglega
starfi, hún er ómetanleg.
Bless, engillinn minn, þín
ömmustelpa,
Brynhildur.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku amma mín, takk fyrir
allt.
Þín,
Rebekka Brynhildur.
Brynhildur G.
Hansen
HINSTA KVEÐJA
Við kveðjum þig, amma, með
söknuð í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
þitt bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig
geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Ingvar Guðjónsson,
Jóhann Guðjónsson
fjölskyldur
Páll Pálsson
garðyrkjumaður
hóf nám við Garð-
yrkjuskóla ríkisins
að Reykjum í Ölfusi 1974 ásamt
um tuttugu öðrum. Og ég var
einn af þeim. Við bekkjarfélag-
arnir vorum og erum einstaklega
samheldinn hópur sem kallar sig
Hásef. Hásefingarnir hafa hist
einu sinni til tvisvar á ári alla tíð.
Áður en hið innra ljós Páls tók að
dvína var hann svo sannarlega
einn af hópnum.
Þegar kynni okkar hófust var
ljóst að hann var sérstakur kar-
akter. Palli átti það til að vera
fjarrænn og utan við sig og til-
svör hans og athugasemdir vöktu
iðulega kátínu okkar bekkjar-
systkina. Hann hélt dagbók og ef
staðfesta þurfti hvenær hitt eða
þetta hafði gerst var leitað á fund
hans til að fá botn í málið. Þegar
einn bekkjarfélaginn braut
skólareglur og gerðist svo djarf-
ur að aka yfir Reykjatúnið skráði
Páll það í dagbókina sína.
Hásefingar eru söngelskir og
á námsárunum kom Palli austur
á skóla með bæði klarínett og
harmonikku og lagði í tónlistar-
púkkið. Palli hló smitandi hlátri
og þegar skólasveinar skoðuðu
saman Mad-blöð með honum var
afar glatt á hjalla.
Palli var sannkallaður töffari
sem ungur maður. Hann átti um
skeið Ford Falcon, stýrisskiptan.
Páll Pálsson
✝ Páll Pálssonfæddist 12.
febrúar 1951. Hann
lést 24. september
2016.
Páll var jarð-
sunginn 7. október
2016.
Þegar Palli tók
rúntinn með okkur
skólasveina um
Hveragerði ók hann
virðulega með aðra
hönd á stýri. Hann
hafði þann háttinn á
að skrúfa niður bíl-
rúðuna og láta
vinstri handlegginn
hvíla á gluggakarm-
inum. Í því sam-
bandi rifjast upp að
Bólstaðarhlíðarbrekkan getur að
aflokinni verslunarmannahelgi
verið skeinuhætt bílstjóra á
bremsulausum bíl sem ekur með
aðra hönd á stýri. Sú saga verður
ekki sögð hér.
Páll mun hafa starfað í Dan-
mörku um skeið. Ég mætti hon-
um stundum í Vesturbæjarlaug-
inni eða á förnum vegi í
Vesturbænum. Gamli bekkjar-
bróðirinn, þessi sérstaki karakt-
er, varð óvinnufær og augljóst að
veikindi höfðu sett á hann sitt
mark. Hans innra ljós hafði föln-
að og fjarrænan aukist. Nú er
ljósið hans Palla slokknað.
Í kjölfar andláts Palla bekkj-
arfélaga okkar höfum við Hásef-
ingar rifjað upp gömul og góð
kynni við Pál og að leiðarlokum
minnumst við hans með mikilli
hlýju.
Nú yrkir Páll Pálsson garð-
yrkjumaður sinn akur hjá Guði
innan við Gullna hliðið og hefur
líklega klarínett og harmonikku
með sér í farteskinu. Blessuð sé
minning Páls.
Steinn Kárason.
Við skólafélagar Páls úr Garð-
yrkjuskóla ríkisins viljum minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Upp í hugann koma árin 1972-74,
en þá dvöldum við saman á
heimavist austur á Reykjum í
Ölfusi. Þessi ár voru mikil mót-
unarár fyrir okkur öll. Við vorum
fjölbreyttur og samheldinn hóp-
ur sem brallaði ýmislegt saman.
Nemendafélagið Hásef var stofn-
að og meðlimir þess kölluðu sig
Hásefinga. Hásef ákvað að fara í
skólaferðalag til Danmerkur
sumarið 7́3. Til að fjármagna
ferðina stóð félagið fyrir ýmsum
viðburðum vítt og breitt um Suð-
urland. Frægust voru böllin sem
haldin voru á Hótel Hveragerði
þar sem Hásefingar stóðu eftir-
minnilegar vaktir við dyravörslu
og önnur gæslustörf. Danmerk-
urferðin varð eftirminnileg, enda
hjá mörgum fyrsta utanlands-
ferðin. Hitinn var mikill, sól
skein í heiði og við að skoða gróð-
urhús flesta daga. Aldrei fór þó
Palli úr jakkanum sem var skyn-
samlegt, því hann slapp við sól-
bruna en ekki við hin sem höfð-
um striplast ótæpilega. Palli
mátaði okkur oft með hnyttnum
tilsvörum. Hann hafði glöggt
auga fyrir fallegum konum og
rennilegum bílum. Sumarið 7́3
unnu nokkur okkar ásamt Palla
sem verknámsnemar austur á
Reykjum. Það sumar keypti Palli
sér bláan Ford Falcon.
Eftir að Fordinn kom til sög-
unnar voru oft farnir ísrúntar
niður í þorp og Palla leiddist ekki
að bjóða vinnufélögunum far til
Reykjavíkur um helgar og stund-
um var lagið „Gamli Fordinn“
sungið alla leiðina. Palli gerði
gjarnan langtímaplön og átti sér
hugsjónir og markmið. Eitt af
þeim var að gerast atvinnubíl-
stjóri í Danmörku. Við kveðjum
Palla með hlýhug og þakklæti og
sendum ástvinum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Þú stígur í væng þinna vona
og verður því feginn,
að lífið er svona og svona
sitt hvoru megin.
(Hrafnkell Valdimarsson)
Guð blessi minningu Páls
Pálssonar. Fyrir hönd Hásef-
inga,
Lára og Rannveig.
Maðurinn minn,
SIGURÐUR STEFÁNSSON,
löggiltur endurskoðandi,
Þorragötu 5, Reykjavík,
er látinn.
.
Anna Jónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATLA MAGNÚSDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Hafnarfirði 22. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Freyja Matthíasdóttir, Þór Matthíasson
Edda Matthíasd. Swan, Edward M. Swan
Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR VIGGÓSSON
frá Ísafirði,
Skipalóni 10, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 22.
október sl.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Alda Garðarsdóttir,
Helga Björk Guðmundsd., Einar M. Jóhannesson,
Kristín Þ. Guðmundsd., Sigurður B. Sigurðsson,
Sæmundur G. Guðmunds., Íris Hrund Sigurðard.,
Hafdís Erla Guðmundsd.
og barnabörn.