Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 4
Vikublað 3.–5. febrúar 20154 Fréttir ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu Hafði sætaskipti við farþegann Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, lenti í árekstri á Breiðholtsbraut um miðjan dag á sunnudag. Sam­ kvæmt upplýsingum frá lög­ reglu hafði maðurinn verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri afglapa. Eftir áreksturinn reyndi öku­ maðurinn að hafa sætaskipti við farþega í bifreiðinni en vitni gáfu lögreglu upplýsingar um hver hefði ekið er áreksturinn varð. Ökumaðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni frum­ rannsókn lögreglu, bifreið hans fór af vettvangi með dráttarbif­ reið. Sektuð vegna sundlauga Neytendastofa hefur lagt 100 þúsunda króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg vegna skorts á verðmerkingum á söluvörum í Vesturbæjarlaug og Árbæjar­ laug. Neytendastofa skoðaði á dögunum allar verðmerkingar í sundlaugum Reykjavíkur, bæði hvað varðar aðgangsgjald og verkmerkingar á söluvörum. Eftir fyrri heimsókn stofnunar­ innar voru gerðar athugasemd­ ir við verðmerkingar í fimm sundlaugum en þrjár þeirra fóru að fyrirmælum Neytenda­ stofu og höfðu bætt merkingar sínar þegar eftirlitinu var fylgt eftir með annarri heimsókn. Enn vantaði hins vegar verð­ merkingar á söluvörur í laug­ unum í Vesturbæ og Árbæ og þarf Reykjavíkurborg að gjalda fyrir það. Harma að kvótinn sé á leið úr Fjallabyggð n Útgerð seld á tæpan milljarð króna n Bæjaryfirvöld nýttu ekki forkaupsrétt B æjaryfirvöld í Fjallabyggð harma að allar veiðiheimildir útgerðarfélagsins Sigluness hf. hafi verið seldar út úr sveitarfélaginu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir sveitarfélagið hvorki hafa laga­ legar heimildir né fjárhagslega getu til að stöðva söluna sem er upp á tæpan milljarð króna. „Við getum ekkert gert nema harmað þetta því við höfum hvorki tök eða tæki til að kaupa þennan kvóta og halda honum innan sveitar­ félagsins. Það er mjög slæmt að slík­ ar aflaheimildir fari héðan en við eig­ um mjög erfitt með að stöðva þetta, því miður,“ segir Gunnar. Eiga forkaupsrétt Eigendur Sigluness buðu Fjallabyggð að kaupa línubátinn Jonna ÓF­86 af útgerðarfélaginu í september í fyrra. Bæjaryfirvöld ákváðu þá að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins í veiði­ heimildir Jonna. Eigendur útgerðar­ félagsins gerðu í kjölfarið samning um sölu á öllum hlutum Sigluness, og þar með bátnum og hans aflahlut­ deild og aflamarki, við eignarhalds­ félagið Ögur ehf. Ögur er skráð í Kópavogi og rekur meðal annars smábátaútgerðina Otur ehf., skipa­ smíðafyrirtækið Víkingbáta ehf. og fasteignafélagið Kópavogstún ehf. Salan á útgerðarfélaginu var til umfjöllunar í bæjarráði Fjallabyggðar þann 24. janúar síðast­ liðinn. Í bókun bæjarráðs frá þeim fundi segir að sveitarfélagið geti ekki stöðvað söluna og að ráðið harmi niðurstöðuna. „Þetta er vont mál því allur fisk­ ur sem fer út úr bæjarfélaginu er of mikið,“ segir Gunnar. Í bókuninni er einnig vísað til lagalegrar óvissu og það tekið fram að óútkljáð mál liggi fyrir dómstól­ um. Gunnar segir bæjarráð vísa þar til ákvörðunar Héraðsdóms Reykja­ víkur um að ógilda kaup Síldar­ vinnslunnar hf. á öllu hlutafé í út­ gerðarfélaginu Bergi­ Hugin ehf. Vestmannaeyjabær taldi sig eiga rétt á að ganga inn í kaupsamninginn, á grundvelli forkaupsréttar sveitar­ félagsins í samræmi við 12. grein laga um stjórn fiskveiða, en Síldar­ vinnslan hefur áfrýjað úrskurði hér­ aðsdóms. Skuldastaðan erfið Gunnlaugur Oddsson, fram­ kvæmdastjóri og annar eigandi Sigluness, segir skuldastöðu út­ gerðarfélagsins hafa verið erfiða um langt skeið og að eigendurnir hafi því verið nauðbeygðir til að selja. Skuld­ ir Sigluness námu 913 milljónum króna í árslok 2013, samkvæmt árs­ reikningi, en eignirnar tæpum 600 milljónum. „Þetta er ekkert ósvipað dæmi og er úti í Grímsey,“ segir Gunnlaugur og vísar til frétta af útgerðarfyrirtækj­ um í Grímsey sem eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með lán sem tekin voru hjá Íslandsbanka. „Við vorum að kaupa dálítið mik­ inn kvóta á árunum 2006 og 2007, meðal annars frá Grímsey, og á er­ lendum lánum. Flest lánin hafa nú verið dæmd lögleg og sparisjóðurinn hérna neitar að gera nokkuð meira fyrir okkur,“ segir Gunnlaugur. Siglunes var stofnað árið 1996 og á um 400 þorskígildistonn og þar af um 310 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu. Gunnlaugur segir kaupverðið trúnaðarmál. Í fundargerð bæj­ arráðs Fjallabyggðar frá 19. septem­ ber 2014 kemur fram að báturinn og veiðiheimildirnar hafi verið metnar á tæpan milljarð króna. „Þetta hefur átt sér langan að­ draganda en það vita allir í bænum af þessu. Auðvitað þykir mér það leitt að kvótinn verði ekki eftir í bæn­ um en það er ekkert við því að gera,“ segir Gunnlaugur. n „Auðvitað þykir mér það leitt að kvótinn verði ekki eftir í bænum en það er ekkert við því að gera. Siglufjörður Siglunes hf. hefur selt línubátinn Jonna ÓF, sem er hægra megin á myndinni, ásamt veiðiheim- ildum til eignarhaldsfélagsins Ögurs sem er skráð í Kópavogi. mynd HrEiðar JóHannSSon Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar I. Birgisson. mynd SiGtryGGur ari „Alvarlegar afleiðingar“ Gjaldeyrishöftin farin að skaða samkeppnishæfi fyrirtækja S amtök iðnaðarins sendu á mánudag bréf þar sem þau óskuðu eftir fundi með Bjarna Benediktssyni fjár­ málaráðherra vegna skaðlegra áhrifa gjaldeyrishaftanna á ís­ lensk iðnfyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og á hraðvaxandi fyrir­ tæki á sviði nýsköpunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sam­ tökunum. Tilefnið eru fréttir um að rót­ gróið íslenskt iðnfyrirtæki, Promens, hyggist flytja höfuð­ stöðvar sínar frá Íslandi. Vonast er til að fundurinn með fjármálaráð­ herra geti farið fram innan fárra daga. Afrit af bréfinu var sent á Sig­ mund Davíð Gunnlaugsson for­ sætisráðherra. Samtökin lýsa sig í bréfinu reiðubúin til samvinnu við stjórn­ völd um að greina stöðu mála varðandi samkeppnishæfni al­ þjóðlegra fyrirtækja hér á landi, leggja mat á umfang þess skaða sem höftin hafa þegar valdið og ekki síst að útfæra mögulegar leiðir til að bæta stöðuna innan ásættan­ legs tímaramma. Samtökin leggja þunga áherslu á að sérstaklega verði hugað að aðstöðu íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi þegar tímasett og þrepaskipt áætl­ un um afnám hafta verði sett fram. „Um er að ræða enn eitt dæm­ ið um alvarlegar afleiðingar þess að loka landinu með höftum. Raunveruleg merki sjást nú um að samkeppnisstaða Ís­ lands og möguleikar til upp­ byggingar alþjóðlegra fyrirtækja í landinu séu í hættu,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í tilkynningu frá samtökunum. n Formennirnir Bjarni Benediktsson fékk bréf frá Samtökum iðnaðarins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk svo afrit. mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.