Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 4
Vikublað 3.–5. febrúar 20154 Fréttir
ÚRVAL
FÆÐUBÓTAREFNA
Glæsibæ & Holtagörðum
Netverslun: www.sportlif.is
Sterkustu
brennslu-
töflur í
Evrópu
Hafði sætaskipti
við farþegann
Ökumaður, sem grunaður er
um ölvun við akstur, lenti í
árekstri á Breiðholtsbraut um
miðjan dag á sunnudag. Sam
kvæmt upplýsingum frá lög
reglu hafði maðurinn verið
sviptur ökuréttindum vegna
fyrri afglapa.
Eftir áreksturinn reyndi öku
maðurinn að hafa sætaskipti
við farþega í bifreiðinni en vitni
gáfu lögreglu upplýsingar um
hver hefði ekið er áreksturinn
varð.
Ökumaðurinn var frjáls
ferða sinna að lokinni frum
rannsókn lögreglu, bifreið hans
fór af vettvangi með dráttarbif
reið.
Sektuð vegna
sundlauga
Neytendastofa hefur lagt 100
þúsunda króna stjórnvaldssekt
á Reykjavíkurborg vegna skorts
á verðmerkingum á söluvörum
í Vesturbæjarlaug og Árbæjar
laug.
Neytendastofa skoðaði á
dögunum allar verðmerkingar í
sundlaugum Reykjavíkur, bæði
hvað varðar aðgangsgjald og
verkmerkingar á söluvörum.
Eftir fyrri heimsókn stofnunar
innar voru gerðar athugasemd
ir við verðmerkingar í fimm
sundlaugum en þrjár þeirra
fóru að fyrirmælum Neytenda
stofu og höfðu bætt merkingar
sínar þegar eftirlitinu var fylgt
eftir með annarri heimsókn.
Enn vantaði hins vegar verð
merkingar á söluvörur í laug
unum í Vesturbæ og Árbæ og
þarf Reykjavíkurborg að gjalda
fyrir það.
Harma að kvótinn sé
á leið úr Fjallabyggð
n Útgerð seld á tæpan milljarð króna n Bæjaryfirvöld nýttu ekki forkaupsrétt
B
æjaryfirvöld í Fjallabyggð
harma að allar veiðiheimildir
útgerðarfélagsins Sigluness
hf. hafi verið seldar út úr
sveitarfélaginu. Gunnar I.
Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar,
segir sveitarfélagið hvorki hafa laga
legar heimildir né fjárhagslega getu
til að stöðva söluna sem er upp á
tæpan milljarð króna.
„Við getum ekkert gert nema
harmað þetta því við höfum hvorki
tök eða tæki til að kaupa þennan
kvóta og halda honum innan sveitar
félagsins. Það er mjög slæmt að slík
ar aflaheimildir fari héðan en við eig
um mjög erfitt með að stöðva þetta,
því miður,“ segir Gunnar.
Eiga forkaupsrétt
Eigendur Sigluness buðu Fjallabyggð
að kaupa línubátinn Jonna ÓF86 af
útgerðarfélaginu í september í fyrra.
Bæjaryfirvöld ákváðu þá að nýta ekki
forkaupsrétt sveitarfélagsins í veiði
heimildir Jonna. Eigendur útgerðar
félagsins gerðu í kjölfarið samning
um sölu á öllum hlutum Sigluness,
og þar með bátnum og hans aflahlut
deild og aflamarki, við eignarhalds
félagið Ögur ehf. Ögur er skráð í
Kópavogi og rekur meðal annars
smábátaútgerðina Otur ehf., skipa
smíðafyrirtækið Víkingbáta ehf. og
fasteignafélagið Kópavogstún ehf.
Salan á útgerðarfélaginu
var til umfjöllunar í bæjarráði
Fjallabyggðar þann 24. janúar síðast
liðinn. Í bókun bæjarráðs frá þeim
fundi segir að sveitarfélagið geti ekki
stöðvað söluna og að ráðið harmi
niðurstöðuna.
„Þetta er vont mál því allur fisk
ur sem fer út úr bæjarfélaginu er of
mikið,“ segir Gunnar.
Í bókuninni er einnig vísað til
lagalegrar óvissu og það tekið fram
að óútkljáð mál liggi fyrir dómstól
um. Gunnar segir bæjarráð vísa þar
til ákvörðunar Héraðsdóms Reykja
víkur um að ógilda kaup Síldar
vinnslunnar hf. á öllu hlutafé í út
gerðarfélaginu Bergi Hugin ehf.
Vestmannaeyjabær taldi sig eiga rétt
á að ganga inn í kaupsamninginn,
á grundvelli forkaupsréttar sveitar
félagsins í samræmi við 12. grein
laga um stjórn fiskveiða, en Síldar
vinnslan hefur áfrýjað úrskurði hér
aðsdóms.
Skuldastaðan erfið
Gunnlaugur Oddsson, fram
kvæmdastjóri og annar eigandi
Sigluness, segir skuldastöðu út
gerðarfélagsins hafa verið erfiða um
langt skeið og að eigendurnir hafi því
verið nauðbeygðir til að selja. Skuld
ir Sigluness námu 913 milljónum
króna í árslok 2013, samkvæmt árs
reikningi, en eignirnar tæpum 600
milljónum.
„Þetta er ekkert ósvipað dæmi og
er úti í Grímsey,“ segir Gunnlaugur
og vísar til frétta af útgerðarfyrirtækj
um í Grímsey sem eiga í erfiðleikum
með að standa í skilum með lán sem
tekin voru hjá Íslandsbanka.
„Við vorum að kaupa dálítið mik
inn kvóta á árunum 2006 og 2007,
meðal annars frá Grímsey, og á er
lendum lánum. Flest lánin hafa nú
verið dæmd lögleg og sparisjóðurinn
hérna neitar að gera nokkuð meira
fyrir okkur,“ segir Gunnlaugur.
Siglunes var stofnað árið 1996 og
á um 400 þorskígildistonn og þar af
um 310 tonn af þorski og 50 tonn af
ýsu. Gunnlaugur segir kaupverðið
trúnaðarmál. Í fundargerð bæj
arráðs Fjallabyggðar frá 19. septem
ber 2014 kemur fram að báturinn og
veiðiheimildirnar hafi verið metnar
á tæpan milljarð króna.
„Þetta hefur átt sér langan að
draganda en það vita allir í bænum
af þessu. Auðvitað þykir mér það
leitt að kvótinn verði ekki eftir í bæn
um en það er ekkert við því að gera,“
segir Gunnlaugur. n
„Auðvitað þykir
mér það leitt að
kvótinn verði ekki eftir í
bænum en það er ekkert
við því að gera.
Siglufjörður Siglunes hf.
hefur selt línubátinn Jonna
ÓF, sem er hægra megin á
myndinni, ásamt veiðiheim-
ildum til eignarhaldsfélagsins
Ögurs sem er skráð í Kópavogi.
mynd HrEiðar JóHannSSon
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar I.
Birgisson. mynd SiGtryGGur ari
„Alvarlegar afleiðingar“
Gjaldeyrishöftin farin að skaða samkeppnishæfi fyrirtækja
S
amtök iðnaðarins sendu
á mánudag bréf þar sem
þau óskuðu eftir fundi með
Bjarna Benediktssyni fjár
málaráðherra vegna skaðlegra
áhrifa gjaldeyrishaftanna á ís
lensk iðnfyrirtæki í alþjóðlegri
samkeppni og á hraðvaxandi fyrir
tæki á sviði nýsköpunar. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá sam
tökunum.
Tilefnið eru fréttir um að rót
gróið íslenskt iðnfyrirtæki,
Promens, hyggist flytja höfuð
stöðvar sínar frá Íslandi. Vonast er
til að fundurinn með fjármálaráð
herra geti farið fram innan fárra
daga. Afrit af bréfinu var sent á Sig
mund Davíð Gunnlaugsson for
sætisráðherra.
Samtökin lýsa sig í bréfinu
reiðubúin til samvinnu við stjórn
völd um að greina stöðu mála
varðandi samkeppnishæfni al
þjóðlegra fyrirtækja hér á landi,
leggja mat á umfang þess skaða
sem höftin hafa þegar valdið og
ekki síst að útfæra mögulegar leiðir
til að bæta stöðuna innan ásættan
legs tímaramma. Samtökin leggja
þunga áherslu á að sérstaklega
verði hugað að aðstöðu íslenskra
fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi
þegar tímasett og þrepaskipt áætl
un um afnám hafta verði sett fram.
„Um er að ræða enn eitt dæm
ið um alvarlegar afleiðingar þess
að loka landinu með höftum.
Raunveruleg merki sjást nú
um að samkeppnisstaða Ís
lands og möguleikar til upp
byggingar alþjóðlegra fyrirtækja í
landinu séu í hættu,“ segir Almar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, í tilkynningu
frá samtökunum. n
Formennirnir Bjarni Benediktsson fékk bréf
frá Samtökum iðnaðarins, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson fékk svo afrit. mynd SiGtryGGur ari