Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 10.–12. mars 2015 Fólk hvatt til að skila röngum skattaskýrslum Samtök meðlagsgreiðenda hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau hvetja einstæða meðlags­ greiðendur til „borgaralegrar óhlýðni“ við skil á skattaskýrslum nú í mars. Samtökin mótmæla því að umgengnisforeldrar séu ekki for eldr ar í skiln ingi lag anna. „Samtökin hvetja einstæða meðlagsgreiðendur til að skrá sig í skattaskýrslum sem einstæða for­ eldra, og mótmæla þar með því að umgengnisforeldrar séu skráðir sem barnslausir einstaklingar í bókum hins opinbera. Að sama skapi mótmælum við því að með­ lagsgreiðendur njóta ekki aðkomu að velferðarkerfinu sem foreldrar.“ Samtökin vilja með þessu mót­ mæla aðgerðaleysi stjórnvalda. „Með því að fylla skattaskýrsl­ una rangt út bendum við aukin­ heldur á, að einstæðir umgengn­ isforeldrar eru einstæðir foreldrar, jafnvel þótt stjórnvöld og þing­ menn berji höfði við stein,“ segir í tilkynningu samtakanna. Ringulreið í ráðhúsinu Tæplega þriðjungur starfsmanna verður hættur 1. maí M ikil ólga einkennir enn ástandið í ráðhúsi Reykjanesbæjar eftir miklar mannabreytingar, launa­ lækkanir og niðurskurð á undan­ förnum vikum og mánuðum. Sam­ kvæmt heimildum DV munu 20 starfsmenn af um það bil 68 hafa látið af störfum í ráðhúsinu þegar apríl verður á enda runnin. Fullyrt er í eyru DV, að margir fleiri hugsi sér til hreyfings. Eins og DV greindi frá á dögunum sagði nýr meirihluti bæjarstjórnar upp öllum átta yfir­ mönnum í bænum. Fimm fram­ kvæmdastjórastöður voru í kjölfarið auglýstar og sótti meirihluti fram­ kvæmdastjóranna um aftur. Í það minnsta einn þeirra, Gylfi Jón Gylfa­ son fræðslustjóri, dró umsögn sína til baka í síðustu viku, eins og DV greindi frá, en bættur námsárangur í sveitarfélaginu hefur vakið eftirtekt á liðnum misserum. Bærinn sendi frá sér tilkynningu á mánudag þar sem fram kom að tækist ekki að semja við kröfuhafa um endurskipulagningu skulda væri greiðslufall yfirvofandi. Bæjar­ félagið er, eins og fram hefur kom­ ið, skuldum vafið eftir 12 ára sam­ fellda stjórnartíð Árna Sigfússonar og Sjálfstæðisflokksins en flokk­ urinn hefur raunar verið við völd í bænum tvöfalt lengur. Fram kom í skýrslu KPMG í nóvember að Reykjanesbær skuldaði 40 milljarða og að skuldahlutfall bæjarins væri 270 prósent. n Í skugga skulda Reykjanesbær skuldar 40 milljarða. Niðurskurður hefur tekið sinn toll í ráð- húsi bæjarins. Fékk súrefni og vökva í æð Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Vélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar farþeginn veikt­ ist. Farþeginn var fluttur á Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja til að­ hlynningar. Tveimur dögum áður hafði lögreglunni á Suðurnesj­ um verið tilkynnt um lendingu flugvélar frá Air Canada af sömu ástæðum. Sú vél var á leiðinni frá Heathrow til Toronto þegar farþeginn veiktist. Höfðu læknar um borð gefið honum súrefni og vökva í æð. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja. Leiguskuldir og höfnin ógna fjárhag bæjarins n Greiðslufall ef ekki semst um skuldir n Draumar og draugar fortíðar Þ yngstu skuldabaggarnir á herðum Reykjanesbæjar á næstu árum eru skuldir sem tengjast vanskilum bæjarfélagsins við EFF, Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og skuldir Reykjaneshafnar. Leigu­ skuldir Reykjanesbæjar við EFF nema nú um 12 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar um 7,5 milljörðum króna. Þessar tvær skuldbindingar Reykjanesbæjar slaga því hátt í helming heildarskulda bæjarfé­ lagsins sem áætlaðar voru um 40 milljarðar króna þegar þegar ráðist var í gerð neyðaráætlunar sem nú er fylgt. Fyrir um ári voru heildar­ skuldir Reykjanesbæjar um 270 pró­ sent af árlegum tekjum bæjarfélags­ ins en lögum samkvæmt mega þær ekki fara fram úr 150 prósenta marki án afskipta eftirlitsnefndar með fjár­ málum sveitarfélaga. Ögurstund „Eins og fram hefur komið í tilkynn­ ingum Reykjanesbæjar er fjárhags­ staða bæjarfélagsins alvarleg,“ segir orðrétt í tilkynningu bæjaryfirvalda til Kauphallarinnar í byrjun vikunn­ ar. „Bæjaryfirvöld eiga í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagn­ ingu skuldbindinga bæjarfélagsins. Stefnt er að því að niðurstaða þeirra viðræðna liggi fyrir á næstu vikum. Ef viðræðurnar skila ekki árangri getur komið til greiðslufalls á skuld­ bindingum bæjarfélagsins í fram­ tíðinni.“ Núverandi meirihluti vinn­ ur í samræmi við neyðaráætlun sem gengur undir nafninu Sóknin. Þegar hefur verið hrundið í fram­ kvæmd ýmsum þáttum áætlunar­ innar svo sem með uppsögnum, launalækkun og hækkun skatta og gjalda. Til að mynda hækkaði Reykjanesbær nýlega fasteignagjöld um 67 prósent, mest allra sveitar­ félaga. Ætlunin er að ná 500 millj­ óna króna niðurskurði og 400 millj­ óna króna tekjuauka á ári til að fylgja neyðaráætluninni. Í öðru lagi er unnið að því að gera fyrirtæki í eigu bæjarins, svo sem stórskulduga Reykjaneshöfn og sorpeyðingar­ stöðina Kölku, sjálfbær. Í þriðja lagi hefur verið tekið fyrir nær allar fjár­ festingar á vegum bæjarfélagsins. Samningar við lánardrottna um af­ skriftir skulda eða viðráðanlega skil­ mála – sem kastljósinu er nú beint að – er fjórða þrep áætlunarinnar. Fortíðarvandi tengdur EFF Gangi ekki að semja um afskriftir og breytta skilmála skulda kom­ ast kjörnir fulltrúar vart hjá því að ganga á fund eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og afsala sér stjórn Reykjanesbæjar. Eftir neyðar­ áætluninni er unnið í nánu samráði við eftirlitsnefndina og ekki líklegt að hún taki frumkvæði af kjörn­ um fulltrúum við slíkar aðstæður. Athygli vekur hve íþyngjandi skuld­ bindingar Reykjanesbæjar eru orðn­ ar við Eignarhaldsfélagið EFF eða um 12 milljarðar króna. Á annan tug sveitarfélaga átti aðild að EFF þegar best lét ásamt Íslandsbanka/Glitni og Háskólanum í Reykjavík. EFF er nú ekki svipur hjá sjón og gæti far­ ið svo að Reykjanesbær yrði eini eig­ andi félagsins þegar önnur sveitar­ félög hverfa á braut. Um tíma áttu Íslandsbanki/Glitn­ ir og Reykjanesbær um 70 prósent í EFF. Reykjanesbær hafði þá lagt um 30 eignir; barnaskóla, íþrótta­ hús, íþróttavelli, golfvöll og Hljóma­ höllina inn í EFF og greiddi á móti um einn milljarð í leigu á ári til eignarhaldsfélagsins. Árni Sigfússon var í senn bæjarstjóri og stjórnarfor­ maður EFF þegar þetta var og einn helsti arkitektinn að því að ráðstafa eignum bæjarbúa á þennan hátt. Hrunið hækkaði erlendar skuldir EFF verulega. Engu að síður var grip­ ið til þess ráðs að lækka tímabund­ ið leigugjald Reykjanesbæjar fyrir skóla, íþróttamannvirki og fleira um 28 prósent. Sama átti við um aðra að­ ila að EFF. EFF í gjaldþrot? Þess má geta að helsti kröfuhafi EFF, sem á nú 12 milljarða kröfu í bæjar sjóð Reykjanesbæjar, er slita­ bú Glitnis. Sú staða getur komið upp ef aðrir ganga út að EFF verði alfarið eign Reykjanesbæjar. Við slíkar kringumstæður er eins víst að kjörn­ ir fulltrúar eigi ekki annan kost betri en að steypa EFF (eða arftaka þess) í gjaldþrot. Þá ætti meðal annars slita­ bú Glitnis milljarða kröfu í þrotabú EFF sem aftur ætti 12 milljarða kröfu á bæjarsjóð Reykjanesbæjar. Að­ draganda ófara Reykjanesbæjar má rekja aftur til stofnunar EFF árið 2002 og margvíslegra ákvarðana um fjár­ festingar þáverandi meirihluta sem aldrei hafa skilað neinum tekjum en bundið íbúunum þungan skulda­ bagga á herðar. n „Ef viðræðurnar skila ekki árangri getur komið til greiðslufalls. Jóhann Hauksson johannh@dv.is Brostnar vonir Draumarnir voru stórir en fallið og vonbrigðin mikil. Áfanga fagnað við álversbyggingu við Helguvíkurhöfn. Reykjaneshöfn skuldar 7,5 milljarða króna og hefur litlar sem engar tekjur af hálfkláruðum fjárfestingum. Skuldaklafi Endurgerð Hljómahallarinnar er íbúum í Reykjanesbæ þriggja milljarða króna skulda- baggi. Bæjarfélagið hefur hana á leigu en skuldar Eignarhaldsfélaginu (EFF) 12 milljarða króna. Íslenskir skartgripir Úra og skartgripaverslun Heide Glæsibæ Tilvalin fermingargjöf Við erum líka á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.