Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 6
Vikublað 10.–12. mars 20156 Fréttir
DoDge - Chrysler
Jeep - ForD - gM
- Stofnað 1947
Smiðjuvegur 34 (Gul gata) • Sími: 564 6200 & 552 2255
sérverslun
Með varahluti í
aMerískar biFreiðar
Ók ölvaður á
umferðarskilti
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
afskipti af þremur ökumönn-
um um helgina vegna gruns um
ölvunarakstur. Einn þeirra ók á
umferðarskilti á hringtorgi í um-
dæminu áður en ökuferðinni
lauk. Annar var stöðvaður við
akstur í Keflavík og handtekinn.
Þriðji ökumaðurinn var kominn
út úr bifreiðinni þegar lögreglu
bar að og annar sestur undir stýri
í hans stað. Ekki var hægt að yf-
irheyra hinn meinta ökumann
sökum ölvunar til að byrja með
en þegar af honum rann viður-
kenndi hann akstur undir áhrif-
um áfengis.
Missti stjórn
í hálkunni
Ökumaður slasaðist þegar bif-
reið hans lenti utan vegar í mik-
illi hálku á Reykjanesbraut um
helgina. Bifreiðin var skammt
sunnan við Grænásveg þegar öku-
maðurinn missti stjórn á henni.
Að sögn lögreglunnar á
Suðurnesjum lenti bifreiðin á
grjóti sem varð til þess að mik-
ið högg kom á hana. Sjá mátti á
hjólförum í snjónum að bifreiðin
hafði farið nær 30 metra frá því að
hún fór út af veginum og þar til
hún stöðvaðist.
Ökumaðurinn fann fyrir verkj-
um í baki og hálsi og var hann
fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja. Bifreiðin
var fjarlægð af vettvangi með
dráttarbíl.
„Saklaus maður
var ákærður“
n Verjandinn í LÖKE-málinu ber aðstoðarlögreglustjóra þungum sökum
Þ
ær upplýsingar sem að lög-
reglan á Suðurnesjum veitti
embætti ríkissaksóknara
um þann ákærulið reyndust
ekki réttar,“ segir Garðar St.
Ólafsson, verjandi lögreglumannsins
Gunnars Scheving Thorsteinsson-
ar, sem ákærður var í hinu svokall-
aða LÖKE-máli. Gunnari var gefið að
sök að hafa misnotað stöðu sína með
því að fletta upp 41 konu í málaskrá-
arkerfi lögreglunnar, LÖKE, og skoð-
að þar upplýsingar um þær án þess
að þær tengdust starfi hans sem lög-
reglumanns. Við aðalmeðferð máls-
ins fyrir helgi kom hins vegar fram að
ríkissaksóknari hefði ákveðið að falla
frá þessum ákærulið þar sem frekari
gagnaöflun ákæruvaldsins eftir út-
gáfu ákærunnar hafi leitt í ljós að ekki
væri unnt að útiloka að í meirihluta
tilvika hafi uppflettingarnar tengst
starfi Gunnars. Eftir stendur einn
ákæruliður þar sem Gunnar er sak-
aður um brot á þagnarskylduákvæði
lögreglumanna og nafngreint ein-
hverfan pilt sem veittist að honum í
starfi.
Umboðslaus
aðstoðarlögreglustjóri
Garðar hefur farið mikinn í fjöl-
miðlum eftir að þessi niðurstaða
lá fyrir og gerir hann alvarlegar
athugasemdir við þátt Öldu Hrann-
ar Jóhannsdóttur, fyrrverandi að-
stoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum,
sem hann segir hafa farið í umboðs-
leysi út í einkarannsókn á meintum
brotum Gunnars.
„Það er ekki heimilt samkvæmt
lögreglulögum. Ef að lögreglumanni
í einu embætti verður kunnugt um
brot sem átti sér stað annars staðar
þá lætur hann það embætti vita, ef
um er að ræða kæru gegn lögreglu-
manni þá eru það reglur ríkissak-
sóknara sem gilda um hvernig fara
skal með slíkt. Því er vísað til ríkis-
saksóknara sem sér um rannsókn-
ina. Það ber að tilkynna slíkt tafar-
laust til ríkissaksóknara. Nú liggur
fyrir að Alda Hrönn virðist hafa byrj-
að þessa skoðun eða athugun sína
sex mánuðum áður en hún tilkynnti
nokkrum um það,“ segir Garðar sem
segir að í málsgögnum hafi verið að
finna þessa greinargerð Öldu Hrann-
ar þar sem hún fjallar um þessa
athugun sína sem skrifuð var eftir að
hún framkvæmdi hana.
„Ég var svo heppinn að komast
yfir þetta skjal. Hún vildi nú ekki að
verjanda yrði afhent þetta og krafð-
ist þess fyrir dómara að svo yrði
ekki gert. Sem betur fer liggur þetta
gagn fyrir. Hún taldi þá væntanlega,
á sínum tíma, að tekið yrði mark á
þessum ásökunum sem hún setti
fram í þessari greinargerð og eng-
um dytti í hug að lesa yfir mörg þús-
und blaðsíður og tölvugögn, heldur
tækju bara mark á henni. Hún hef-
ur kannski vonast til að þetta væri of
flókið fyrir dómara líka.“
Garðar segir Öldu Hrönn neita
að svara fyrir þetta þar sem ríkissak-
sóknari hafi borið formlega ábyrgð
þegar opinber rannsókn hófst. „Þá
þurfi hún ekki að svara fyrir að hafa
veitt rangar upplýsingar eða að hafa
beitt sér fyrir því að saklaus maður
var ákærður.“
Óeðlilegt að kalla
eftir upplýsingum
Garðar segir menn verða að athuga
að lögreglustjórar hafi alltaf vald til
að athuga með notkun undirmanna
sinna á tækjum lögreglu, þar á með-
al lögreglukerfum. „En það eru lög-
reglustjórar í hverju embætti fyr-
ir sig. Alda Hrönn hefur ekki slíkt
vald yfir öðrum lögregluembættum.
Þess vegna tel ég mjög óeðlilegt að
hún hafi kallað eftir upplýsingum frá
ríkislögreglustjóra án þess að vera
komin með neitt umboð frá ríkis-
saksóknara, eða hafa upplýst ríkis-
saksóknara um að hún væri að gera
það,“ segir Garðar sem kveðst hafa
fengið þær upplýsingar hjá ríkislög-
reglustjóra að þar á bæ hafi menn
talið Öldu hafa þetta umboð frá rík-
issaksóknara.
Aðspurður hvort hún geti ekki
hafa haft spurnir af málinu og grun-
að að eitthvað væri ekki með felldu
og ákveðið að athuga málið segir
Garðar: „Málið varð ekki til fyrr en
hún byrjaði það. Hún er fyrsti aðili
sem gerir eitthvað í þessu og í raun er
eina ástæðan fyrir því að einhver tel-
ur skjólstæðing minn brotlegan um
nokkurn skapaðan hlut sú, að Alda
Hrönn segir hann vera það.“
Aðspurður segir Garðar að Gunn-
ar muni sækja rétt sinn í málinu.
Hann hafi þegar rætt við ríkissak-
sóknara og aðstoðarmann innanrík-
isráðherra og sé að vinna að undir-
búningi. Það flæki hins vegar málið
því það er formlega rannsókn rík-
issaksóknara. „Það er kannski erfitt
að kæra rannsókn ríkissaksóknara
til þeirra. Þannig að ég þarf að ræða
þetta við ráðherra hvernig á að snúa
sér í málinu.“
Hvað ákæruliðinn sem eftir
stendur varðar segir Garðar að fyr-
ir liggi að ekki sé gerð nein refsikrafa
þar og ákæruvaldið hafi krafist þess
að allur málskostnaður falli á það,
sama hvernig fer. Garðar kveðst úr
þessu fagna því að dómari fái að
skera úr um ákæruliðinn því hann
geti reynst fordæmisgefandi. Gunn-
ar hafi gert eins og honum var kennt
í Lögregluskólanum.
„Hann má snúa sér til vanda-
manna þegar á hann er ráðist í
vinnunni. Hann talaði ekki um lög-
reglumálið, hann sagðist ekki hafa
verið í vinnunni. En talaði um að
hann hefði orðið fyrir árás og veitti
sjálfur upplýsingar um þessi sam-
skipti þegar á rannsókn stóð og af-
henti þessi samskipti til lögreglu.
Hann ákvað bara að upplýsa um allt
í sínu lífi sem nokkurn tímann gæti
orkað tvímælis. Ef svo fer að dóm-
ari ákveði að þarna hafi hann brotið
af sér, þá kom hann allavega hreint
fram og kannski aðrir lögreglumenn
og lögreglustjórar sem gætu tekið
hann til fyrirmyndar.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ákæruliður látinn niður falla Ríkissaksóknari féll frá ákærulið er varðaði meinta misnotkun Gunnars Scheving Thorsteinssonar á
LÖKE-kerfi lögreglunnar. Lögmaður Gunnars gerir alvarlegar athugasemdir við aðkomu fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóra Suðurnesja að
málinu. Mynd SigtryggUr Ari
Alda Hrönn Jóhannsdóttir vísaði
ásökunum Garðars á bug í skriflegu svari til
RÚV á dögunum. Hún ber því við að ríkissak-
sóknari hafi farið með rannsókn málsins líkt
og lög geri ráð fyrir. Mynd SkJÁSkot Af rÚV
„Málið varð
ekki til fyrr
en hún byrjaði það