Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 10.–12. mars 20158 Fréttir Hreiðar Már byrjaður að afplána Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, hefur hafið afplánun í hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg vegna Al Thani-málsins. Hreið- ar Már var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi vegna máls- ins í Hæstarétti fyrr á árinu. DV greindi frá því fyrir skemmstu að Ólafur Ólafsson hefði hafið afplánun og væri á Kvíabryggju. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í febrúar fyrir hlutdeild sína í mark- aðsmisnotk- un en auk hans voru þeir Hreiðar Már Sigurðs- son, Sigurður Einarsson og Magnús Guð- mundsson dæmdir í málinu. Eins og kunnugt er voru þeir dæmdir vegna viðskipta sjeiks- ins Al Thani sem keypti hlut í bankanum fyrir hátt í 30 millj- arða. Samtals hlutu þeir átján og hálfs árs fangelsi. Um að ræða þyngstu dóma sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli á Íslandi og þá langþyngstu sem fallið hafa í markaðsmisnotkunarmáli. Dómarnir eru allir óskilorðs- bundnir. Missti trúna í MörguM skrefuM n formaður Vantrúar var mjög trúaður áður en hann gekk til liðs við samtökin s indri Guðjónsson, formaður Vantrúar, var mjög trúaður áður en hann gekk til liðs við samtökin. Hann var þrettán ára þegar hann gekk í söfnuðinn Orð lífs- ins. „Þá „frelsaðist ég“ eftir að hafa lesið guðspjöllin og hlustað á kristna útvarpsstöð sem hét Stjarnan og fór svo á samkomur þar í kjölfarið. Svo hætti sá söfnuður og ég fór í annan söfnuð sem heitir Frelsið. Ég var á tímabili í Krossinum og síðan var ég undir lokin í Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri.“ Leysti Snorra í Betel af Hann segist meira að segja hafa leyst af Snorra í Betel, sem þá var forstöðu- maður í Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri, þegar hann var í sumar- fríi. „Ég predikaði á sunnudögum, til dæmis þegar hann var í Ísrael. Svo sá ég líka oft um Biblíu fræðslu á mið- vikudögum.“ Sættist við þróunarkenninguna Sindri segist hafa misst trúna í mörg- um litlum skrefum. „Um tvítugt var ég algjör bókstafstrúarmaður og sköp- unarsinni. Ég trúði á unga jörð og hafði bókstaflegan skilning á Biblí- unni. En í mörgum skrefum breytt- ist ég alltaf í hógværari og hógværari útgáfu af trúmanni,“ segir hann. „Til dæmis las ég um þróunarkenninguna og sættist við hana og áttaði mig á því að Biblían væri ekki óskeikul. Líka að sum orð sem eru höfð eftir Jesú hefði hann líklega ekki sagt. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég tryði ekki á Biblíuna yfirhöfuð eða á aðra guði.“ Þrjú hundruð í Vantrú Vantrú vakti athygli á dögunum þegar samtökin sendu frá sér tilkynningu um að frá og með 1. mars yrðu all- ir Íslendingar skráðir í Vantrú. Síðar kom í ljós að um var að ræða ádeilu á sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag foreldra við fæðingu. Á vefsíðu Vantrúar segir að helsta markmið félagsins sé að veita mót- vægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu, svo sem skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum. Meðlimir samtakanna eru í kringum þrjú hundruð talsins, að sögn Sindra. Tók á sálfræðilega Nokkur tími leið áður en hann ákvað að venda kvæði sínu algjörlega í kross og ganga til liðs við Vantrú. „Þetta tók á sálfræðilega. Þetta var breyting á lífinu, því trúin skipti mig svo miklu máli,“ segir hann. „Ég man ennþá síðasta Biblíu- versið sem ég las þegar ég var trúað- ur. Það var kornið sem fyllti mælinn. Þá var Móses að skamma Ísraels- menn, eftir að þeir höfðu hertek- ið einhverja borg, fyrir að hafa ekki drepið alla karla, konur og dýr og einungis tekið með sér hreinar meyj- ar til eignar. Ég hugsaði með mér: „Þetta er orðið gott. Þetta er bara rugl“,“ segir hann. „Af því að Jesús á að hafa sagt: „Ef þú trúir ekki Móses geturðu ekki trúað mér“. Grunnurinn í Nýja testamentinu byggir á Gamla testamentinu og þess vegna tengist þetta kristni líka.“ Les hebresku og arabísku Sindri, sem er að verða 36 ára, kann að lesa hebresku og átti lesturinn einnig þátt í sinnaskiptunum. „Ég lærði einhverja hebresku til að lesa Gamla testamentið á frummálinu og ég las mjög mikið akademíska guð- fræði. Mér fannst hún draga úr trú- verðugleika kristindóms, jafnvel í hógværari mynd þar sem Biblían er ekki tekin bókstaflega.“ Hann hefur einnig stúderað arab- ísku og hefur lesið „helling“ af Kór- aninum á því tungumáli. Áhugi hans á Mið-Austurlöndum kom þó eftir að hann missti trúna. Þrátt fyrir að hafa ferðast á þær slóðir kviknaði trú- in ekki á nýjan leik. „Mér þykja þessi trúarbrögð þarna, bæði islam, kristni og gyðingdómur alveg sérstaklega fjarstæðukenndar hugmyndir. Ég sé ekki að þau leiði til neins góðs fyrir samfélögin í Mið-Austurlöndum.“ Virkur á spjallborði Vantrúar Spurður hvort þessi umskipti hafi ekki verið skrítin, að vera núna orðinn formaður Vantrúar eftir hina trúuðu fortíð sína, segir hann: „Jú, það er eiginlega ótrúlegt að hugsa um það. Það leið nú svolítill tími frá því ég varð trúlaus þar til ég varð svona virkur. Ég var reyndar oft virk- ur á spjallborðinu hjá Vantrú en það leið smá tími þangað til ég varð þátttakandi í starfinu,“ segir Sindri, sem skráði sig sem óbreyttan með- lim samtakanna um ári eftir að hann missti trúna. Formaður hefur hann síðan verið í rúmt ár. Á hugmyndafræðilega andstæðinga Hann viðurkennir að fólk hafi skotið á hann fyrir að vera fyrrverandi trú- maður sem nú er formaður Van trúar. „Sumir gamlir kristnir vinir mínir hafa sagt að ég hafi eitthvað á móti kristnum en ég á mér enga óvini. Ég á mér bara hugmyndafræðilega and- stæðinga. Það er enginn sem mér er illa við vegna trúarskoðana eða neins slíks. Þetta hefur farið skakkt ofan í suma en alls ekki alla,“ segir Sindri. n „Mér þykja þessi trúarbrögð þarna, bæði islam, kristni og gyðingdómur alveg sér- staklega fjarstæðu- kenndar hugmyndir. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Sindri Guðjónsson Gekk til liðs við Vantrú eftir að hafa tilheyrt ýmsum trúfélögum. Nýr 2015 Renault Trafic sendibíll Eigum á lager vel útbúna bíla Aukabúnaður: Hliðarhurðir á báðum hliðum - Bakkskynjari - Hraðastillir - Handfrjáls búnaður fyrir síma - Loftkæling - USB tengi - flottara Stereo - Plata í botni - skilrúm með glugga - Gluggar í afturhurðum Okkar verð 3.396 þús á stuttum bíl án vsk. ←

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.