Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 13
Vikublað 10.–12. mars 2015 Fréttir 13 Girðingar um veikan gjaldmiðil n Vill rýmri reglur um gengistryggingu lána n Algert bann samrýmist ekki EES B jarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráð- herra, mælti nýverið fyrir frumvarpi um rýmkun gengistryggingar lána. Markmið frumvarpsins sagði hann vera að „styðja við áform íslenskra stjórnvalda um losun fjármagns- hafta og draga úr óstöðugleika sem íslensku fjármálakerfi stafar af er- lendum lánum.“ Tilurð frumvarpsins má rekja til sjónarmiða Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en stofnunin álítur að for- takslaust bann við gengistryggingu lána í íslenskum krónum sé ekki í samræmi við meginreglu EES- samningsins um frjálst fjármagns- flæði. Í frumvarpinu er því lagt til að opnað verði á heimildir til að veita umrædd lán og að þau verði fram- vegis meðhöndluð sem erlend lán. Hrunið og gengistryggðu lánin Hér er vert að rifja upp að árið 2010 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að gildandi lög stæðu í vegi fyrir að lánveitendur veittu lán í íslenskum krónum um leið og láns- upphæð væri bundin við gengi er- lendra gjaldmiðla. Þetta voru geng- istryggðu lánin sem ollu heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum þegar íslenska krónan féll í hruninu um 40 og allt upp í 60 prósent gagn- vart sumum gjaldmiðlum. Upp risu fjölmörg dómsmál þar sem lántakar freistuðu þess að hnekkja efni skuldbindinga sinna á þeirri forsendu að lánin sem þeim hefðu verið veitt væru gengistryggð og teldust því ekki lögmæt erlend lánveiting. Málaferlin voru oft flók- in og ákvæði lánasamninga gátu gefið mismunandi niðurstöðu. „Frumvarpið felur í sér að heim- ildir eftirlitsaðila verði styrktar nú í aðdraganda afnáms fjármagns- hafta til að takmarka gjaldeyris- áhættu innlendra aðila með það að markmiði að áhættan verði ásætt- anleg fyrir lántaka og lánveitanda sem og þjóðarbúið,“ sagði Bjarni er hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Árni Páll Árnason, Samfylk- ingunni, sagði frumvarpið athyglis- vert í ljósi reynslu síðustu ára af gengistryggingum og þeim „hörm- ungarafleiðingum sem gengis- tryggð lán höfðu á fjárhag sveitar- félaga, einstaklinga og fyrirtækja í kjölfar hrunsins. Það lætur nærri að 70 prósent lána til fyrirtækja hafi verið í erlendum gjaldmiðli eftir hrunið. Fyrir vikið voru svo að segja öll fyrirtæki landsins bókhaldslega séð gjaldþrota í kjölfar hrunsins, öll fyrirtæki landsins. Gengistryggð lán voru þar af leiðandi grunnþátturinn í því hversu alvarleg áhrif efnahags- hrunið hafði á íslenskt efnahagslíf.“ Endurspeglar veikleika gjaldmiðilsins Árni benti jafnframt á að gengis- trygging væri vörn geng veikburða og sveiflukenndum innlendum gjaldmiðli og væri í raun eitt form verðtryggingar. „Þetta er flóttaleið frá veikburða gjaldmiðli. Ásóknin í gengistryggð lán, þegar fólk sótti í erlend lán, endurspeglaði háa vexti á þeim tíma. Fólk flýði sem sagt innlendar stýrivaxtaákvarðanir og innlent vaxtastig með töku geng- istryggðra lána. Hugmyndin á bak við aðild okkar að EES felur auð- vitað í sér að fólki sé þetta frjálst vegna þess að gengið er út frá því að grunngjaldmiðillinn, þjóðar- gjaldmiðillinn, sé nógu sterkur til að þola slíkar sveiflur og að flóttinn undan honum verði aldrei svo stór- tækur að hann grafi undan þeim grundvelli peningastefnunnar sem innlendi gjaldmiðillinn skapar.“ Rís skaðabótaskylda? Árni Páll furðaði sig á því að Bjarni Benediktsson skyldi bera mál- ið fram og spurði hvort ekki væri ástæða til að láta reyna á þá túlk- un ESA hvort „bannið sem nú er í gildi samkvæmt íslenskum lögum og Hæstiréttur hefur nýverið haldið uppi gagnvart þúsundum fyrir- tækja og heimila standist ekki EES- samninginn“. Hér spurði Árni Páll hvort Hæstiréttur hafi þá dæmt eftir lögum sem brjóta gegn EES-samn- ingnum þegar dómar féllu um ólögmæti gengistryggingar lána í íslenskum krónum. „Það skap- ar væntanlega ríkinu skaðabóta- skyldu gagnvart bönkum sem hafa þurft að þola að gengistrygging þeirra hafi verið dæmd ólögmæt.“ Bjarni svaraði um þetta atriði að menn stæðu frammi fyrir tveim- ur valkostum: „Annar er sá að leggjast í dómsmál gegn Eftirlits- stofnun EFTA og reyna að verja þá stöðu að gengistryggð lán séu al- farið bönnuð eða að horfa til þess sem stofnunin segir og hún er bara að segja þetta: Fortakslaust bann við gengistryggingu gengur ekki. Hún er ekki að segja að hvers kon- ar bann gangi ekki upp, heldur for- takslaust bann. Þar með er ekki búið að lýsa því yfir þannig að út- kljáð sé að þeir dómar sem hér hafa gengið hafi byggst á ólögum. Það er verið að segja: Fortakslaust bann gengur ekki. Í frumvarpinu er brugðist við því áliti og í stað þess að reyna að verja hið fortakslausa bann er verið að sníða löggjöfina að því að geng- istryggð lán geti í afar takmörkuð- um mæli og undir ströngum skil- yrðum gengið upp og þá eingöngu ef menn standast greiðslumat eða sérstakar ástæður réttlæta það.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Þar með er ekki búið að lýsa því yfir... að þeir dómar sem hér hafa gengið hafi byggst á ólögum. Það er verið að segja: Fortaks- laust bann gengur ekki. Hrægammar! Umsjón: Henry Þór Baldursson Rýmri reglur Bjarni Benediktsson: „Frumvarpið felur í sér að heimildir eftirlitsaðila verði styrktar nú í aðdraganda afnáms fjármagnshafta …“ Mynd SigtRyggUR ARi Veikleikinn Árni Páll Árnason: „Þetta er flóttaleið frá veikburða gjaldmiðli. Ásóknin í gengistryggð lán, þegar fólk sótti í erlend lán, endurspeglaði háa vexti á þeim tíma.“ Mynd SigtRyggUR ARi gengistrygging ESA telur ekki sam- rýmast EES-samningi að banna algerlega gengistryggingu lána.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.