Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 10.–12. mars 2015 Er það ekki líka tilgangur skóla? Þeir sitja hérna um mig Þetta er mikið áfall Biðin langa Jóhanna María Sigmundsdóttir segir kynferðislega áreitni ekki stríðni. – DV Dansarinn Þórey Birgisdóttir fer ekki út með Eurovision-hópnum. – DV Hefnd Þóris? FH-ingar búa sig undir væna ágjöf á herrakvöldi knattspyrnu- deildar sem haldið verður síðar í mánuðinum, því ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Þórir Hákonarson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands. Innan knattspyrnuhreyfingar- innar er verst geymda leyndar- málið að nær algjört frost er í samskiptum KSÍ og FH og hef- ur verið undanfarin misseri og gengið á með ásökunum og spjótalögum. Sagt er að Þór- ir undirbúi sig nú af kappi fyr- ir karlakvöldið og ýmsir séu í sigtinu ... Valdbeiting í stuttu máli Harðdrægni sægreifanna í landinu, þegar þeir þurfa að verja hagsmuni sína, kemur engum á óvart lengur. Eitt sinn var LÍÚ kall- aður grátkór sem pantaði gengis- fellingar að vild á kostnað launa- manna. Nú er LÍÚ hluti af áferðar- fallegri Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og ver fé til að milda ásjónu sína. En það kemur fyrir lítið þegar sæ- greifarnir neita að mæta Kristni H. Gunnarssyni í málefnaumræðum um sjávarútveg á vegum Pírata. Kristinn brást við með því að rekja valdbeitingarsögu þeirra í stuttu máli í Fréttablaðinu. Beðið eftir nýjum formanni bankaráðs Þremur mánuðum eftir að Ólöf Nordal sagði af sér formennsku í bankaráði Seðlabanka Íslands, í kjölfar þess að hún tók við emb- ætti innanríkis- ráðherra, hefur enn ekkert frést af skipun á nýjum formanni ráðsins. Jón Helgi Egils- son, fulltrúi Framsóknarflokksins í ráðinu, er því enn skráður sem starfandi formaður á heimasíðu Seðlabankans. Vitað er að Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra hafði í fyrstu hug á því að fela Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins, formennsku í bankaráðinu. Lítill áhugi var hins vegar fyrir slíkri ráðningu af hálfu forystu Framsóknarflokksins. Á vefsíð- unni hringbraut.is segir að nú sé því helst horft til Friðriks Más Baldurssonar, prófessors við við- skiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálms Egilsson- ar, háskólarektors á Bifröst og þingmanns Sjálfstæðisflokksins til margra ára. Í ár eru liðin hundrað ár frá því ís- lenskar konur fengu kosninga- rétt og því verður fagnað með viðhöfn í skugga þeirrar óþægi- legu staðreyndar að enn tíðkast að konur fái lægri laun en karlar fyr- ir sambærilega vinnu. Konur í VR vinna til dæmis launalaust einn mánuð á ári sé miðað við laun karl- kyns félagsmanna. Þessi mismunun mun víst tilheyra sögunni árið 2035, sem kann að gleðja þá sem búa yfir hvað mestu langlundargeði. Þeir hinir sömu geta einnig huggað sig við að samkvæmt Alþjóðavinnu- málastofnuninni verður launajafn- rétti kynjanna í heiminum orðið að veruleika árið 2086 – ef mannkynið verður ekki búið að tortíma sjálfu sér og jörðinni áður, eins og því er vel trúandi til að gera. Við getum talað í róandi tón um að þótt hægt gangi þá séum við samt á réttri leið. En í frelsisbaráttu, eins og kvenréttindabaráttan sannarlega er, glatast dýrmætur tími og tæki- færum er glutrað niður, ef einungis er beðið eftir því að hlutirnir gerist. Nú er nauðsynlegt að hefjast handa og útrýma launamisrétti kynjanna. Það á ekki að taka langan tíma. Ef það tekur áratugi þá er það vegna þess að ekki er raunverulegur áhugi á því að eyða því. Hér er vilji allt sem þarf. Flóknara er það ekki. Það er hins vegar öllu flóknara að útrýma kynferðisofbeldi gegn kon- um sem grasserar um allan heim. Vestræn samfélög hafa kvenréttindi í heiðri, en í landi eins og Bretlandi deyja tvær konur í hverri viku af völdum heimilisofbeldis. Hjá okk- ur Íslendingum, sem erum lítil þjóð, tengist meirihluti morða sem fram- in hafa verið frá árinu 2003 heimil- isofbeldi. Fyrir aldarfjórðungi stofnuðu nokkrar íslenskar konur Stígamót og frá þeim tíma hafa 7.000 manns leitað til samtakanna. Í fyrra þáðu sex hundruð manns aðstoð samtak- anna vegna brota 450 manna. Sem siðuð þjóð getum við ekki umbor- ið ofbeldi gegn konum. Heimilisof- beldi er ekki einkamál heldur viður- styggilegt samfélagsböl. Það er hægt að grípa til aðgerða, eins og hefur sýnt sig á Suðurnesjum þar sem lög- regluyfirvöld hafa markvisst unnið að því stemma stigu við heimilisof- beldi. Lögreglan um allt land þarf að taka upp sömu vinnuaðferðir og að því er unnið í Reykjavík. „Kvenréttindabaráttunni lýkur aldrei,“ sagði hin mæta kona Katrín Thoroddsen, læknir og stjórnmála- maður, árið 1960 og á þetta erum við reglulega minnt. Bíðum ekki eftir 2035, hvað þá 2086. Öll hljótum við, konur jafnt sem karlar, að sækjast eftir að búa í landi þar sem launa- jafnrétti ríkir. Og sannarlega vilj- um við berjast með öllum tiltækum ráðum gegn heimilisofbeldi. Það er ekki eftir neinu að bíða. n Hver er þinn réttur? F jármögnunarfyrirtækið Lýs- ing hefur tapað nokkrum dómsmálum á undanförn- um mánuðum. Um er að ræða mál sem rekin hafa verið fyrir héraðsdómi og einnig í Hæstarétti. Oft er um að ræða mál sem hafa fordæmisgildi fyrir aðra lánasamninga, er hafa verið gefnir út hjá fjármögnunarfyrirtækinu. Í síðustu viku tapaði Lýsing tveimur dómsmálum vegna geng- istryggðra lána í Hæstarétti Ís- lands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu bor- ið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lána- samningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánanna sem bundnir voru ólögmætri gengistryggingu. Talið er það séu allt að 10 þúsund lánasamningar sem dómarnir í síð- ustu viku geta haft áhrif á. Því miður virðist það vera svo að hver og einn sem hefur gengistryggðan lána- samning, sem hafi sömu lánaskil- mála og dæmdir voru ólögmætir, þurfi að sækja mál sitt til að fá rétt- lætinu fullnægt. Það mun þó koma í ljós á næstu dögum eða vikum, samkvæmt tilkynningu á vef Lýs- ingar. Sá háttur hefur verið hafður á hingað til í þessum málum, innan þessa fjármögnunarfyrirtækis. Lögfræðingurinn sem sótti mál- in í síðustu viku gegn Lýsingu tel- ur að allar varnir fjármögnunarfyr- irtækisins séu brostnar. Þeir dómar sem hafi fallið séu fordæmisgefandi og nái til mikils hluta lána, af þessu tagi. Lána sem Lýsing hefur til þessa hafnað útreikningi á. Óþolandi og ólíðandi vinnubrögð Í ræðum mínum í Störfum þingsins í síðustu viku, ræddi ég framgang fjármála- og fjármögnunarfyrir- tækja í málum sem þessum. Mál- um þar sem þessi fyrirtæki neita að endurreikna lán, nema einstak- lingar fari í mál til að leita réttar síns. Þrátt fyrir að sams konar lán, með sömu lánaskilmála hafi ver- ið dæmd ólögmæt bæði fyrir hér- aðsdómi og í Hæstarétti. Mörgum þeirra sem standa í þessum spor- um finnst erfitt að sækja mál sín. Finnst það bæði kostnaðarsamt og flókið. Vegna þessara þátta er tals- verður fjöldi einstaklinga sem fer á mis við það sem þeir geta átt rétt á. Þessi vinnubrögð fjármála- og fjár- mögnunarfyrirtækja eru algjörlega óþolandi og ólíðandi með öllu. Hvað getur þú gert? Það eru lögfræðingar sem sérhæfa sig í málum sem þessum. Nokkr- ir þeirra bjóða þeim sem eru m.a. með gengistryggð lán, upp á for- athugun á lánunum. Sú athugun kostar ekki neitt. Að henni lokinni er hægt að fá að vita með tals- verðri vissu, hvort lánið falli und- ir sömu skilmála og hafa verið dæmdir ólögmætir fyrir dómstól- um. Ef svo er þá er jafnframt hægt að fá grófa áætlun um áætlaða inn- eign hjá fjármála- eða fjármögn- unarfyrirtækinu. Ef áhugi er síðan fyrir að stefna fyrirtækinu, þá taka lögfræðingarnir málskostnaðar- gjald fyrir það. Þeir einstaklingar sem hafa fjölskyldutryggingar eru margir tryggðir fyrir þeim kostn- aði. Það ætti öllum að vera auðvelt að hafa samband við tryggingafé- lag sitt og kanna stöðu sína í þess- um málum. Hvað getur Alþingi gert? Nauðsynlegt er að endurskoða lög um neytendavernd og tryggja með öllu að fjármála- og fjármögnunar- fyrirtæki, geti ekki leikið þennan leik til framtíðar. Endurskoða þarf lög og reglugerðir um fjármála- og fjármögnunarfyrirtæki og skerpa betur á réttindum neytenda, með það í huga að neytandinn beri ekki einn ábyrgð ef efnahagsleg áföll eiga sér stað. Ábyrgðin verð- ur einnig að liggja hjá lánveitanda. Auk þessa hefur verið kallað eftir endurskoðun á skilyrðum til gjaf- sóknar, m.a. að kanna hvort hægt sé að endurskoða þau tekjuviðmið sem sett eru fram í skilyrðum um- sóknar. n „Lögfræðingurinn sem sótti málin í síðustu viku gegn Lýsingu telur að allar varnir fjár- mögnunarfyrirtækisins séu brostnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri neitaði að tala við fréttamenn. – Stöð 2 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Leiðari „Nú er nauðsynlegt að hefjast handa og útrýma launamisrétti kynjanna. Það á ekki að taka langan tíma. Ef það tekur áratugi þá er það vegna þess að ekki er raunverulegur áhugi á því að eyða því. Hér er vilji allt sem þarf. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.