Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 42
Vikublað 10.–12. mars 20152 Hönnun - Kynningarblað
Landsins mesta
úrval af perlum
S
kartsmiðjan í Reykjanesbæ
er í eigu hjónanna Harald-
ar Gunnarssonar og Katrín-
ar Steingrímsdóttur, en þau
stofnuðu fyrirtækið
Kast ehf. árið 2011. Upp-
haf fyrirtækisins má rekja
til þess að Haraldur, sem
leggur stund á silfur-
smíði, var sjálfur að út-
búa skartgripi og selja,
auk þess að flytja inn ýmsa
muni til skartgripagerðar að
beiðni fólks.
Smartsmiðjan er með til sölu
landsins mesta úrval af perlum og
segir Haraldur að fólk komi alls
staðar að eða panti perlur sem fást
ekki annars stað-
ar. „Við bjóðum
upp á nánast
allt til skart-
gripagerðar
og armbands-
gerðar, ásamt
því að bjóða
upp á gott úrval
af föndurvörum,“
segir Haraldur.
Skartsmiðjan er að Hafnargötu
35 í Reykjanesbæ, verslunin er opin
virka daga frá kl. 11–18 og laugar-
daga frá kl. 12–16. Sími Skartsmiðj-
unnar er 421-5121.
Vefverslun er á heimasíðu
Skartsmiðjunnar og einnig má fylgj-
ast með nýjum vörum á facebook, en
Skartsmiðjan er stöðugt að bæta við
nýjum vörum og auka úrvalið. n
Reykjavík Fashion Festival
Tískuvika í miðborginni um helgina
M
eðal fjölda viðburða í
Hönnunarmars eru tísku-
sýningar og ýmiss konar
upplifun í miðborginni og
ber Reykjavík Fashion Festival þar
hæst. Tugir erlendra blaðamanna
koma til landsins til að fylgjast með
og setja sig inn í hlutina, og margir
koma til að sjá hvað er á efst á baugi,
versla og njóta.
Á fimmtudaginn verða opn-
unarhátíðir í Hörpu og á Skybar. Á
föstudag og laugardag verða tísku-
sýningar Reykjavík Fashion Festi-
val í Hörpu og Hönnunarmars í
boði um alla borg, „með sínum fjöl-
þættu litbrigðum og áherslum,“
segir Jakob Frímann Magnússon,
framkvæmdastjóri Miðborgarinn-
ar okkar, sem situr í stjórn Reykjavík
Fashion Festival.
„Í ár verður eins og í fyrra og í hitti-
fyrra efnt til tískuviku í miðborginni,
verslanir verða opnar til klukkan 22
með margþættum áherslum, létt-
ar veitingar, létt tónlist, sértilboð og
uppákomur verða af ýmsum toga,“
segir Jakob Frímann. Bæði hönnuð-
ir sem hafa verið áður og nýrri
hönnuðir munu sýna hönnun sína,
til að mynda Ása í Sút, sem er með
nýja línu sem verður á lokasýningu
laugardagsins.
Uppákomurnar verða margs kon-
ar enda yfir 300 verslanir og veitinga-
hús í miðborginni og hvert og eitt
þeirra slær sinn eigin tón að sögn
Jakobs.
Sérstaklega skreyttur tískuvagn
mun flytja fólk frá einum stað til
annars, en vagninn var til staðar á
Hönnunarmars 2014 og gafst mjög
vel.
„Þetta er okkar íslenska útgáfa
af því sem í New York og París heit-
ir Fashion night out, þar sem að al-
menningi gefst kostur á að gerast
þátttakendur í tískuviðburðunum
og upplifuninni og tengja sig þessari
hlið mannlífsins sem hönnun og
tíska er,“ segir Jakob og segir þetta
komið til að vera.
Hönnunarmars hefur vaxið og
dafnað afskaplega á undanförnum
árum og glæsileg íslensk tískufyrir-
tæki hafa komið ár sinni vel fyrir borð
í fjölda landa. „Það eru spennandi
tímar í íslenskri hönnun, ekki síður
en í íslenskri tónlist og kvikmynda-
gerð,“ segir Jakob og segir frændur
okkar Finna, Dani og Svía hafa náð
að gera þetta einstaklega vel. n
Skartsmiðjan var stofnuð 2011 af hjónunum Gunnari og Katrínu
Fjör í vagninum Ánægðir gestir. Tískuvagninn Fyrir utan Hörpu 2014.
Gott framtak Vagninn góði í Bankastræti. Jakob Frímann Miðborgarstjórinn sáttur.