Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 43
Vikublað 10.–12. mars 2015 Hönnun - Kynningarblað 3
S
yrusson hönnunarhús
hannar, framleiðir og sel-
ur íslensk húsgögn og inn-
réttingar fyrir heimili og
fyrirtæki. Jafnframt býður
Syrusson upp á heildarlausnir fyrir
stór og smá fyrirtæki. Hjá Syrusson
er stöðugt verið að hanna nýja hluti,
bæði fyrir verslunina og fyrir verk-
efni sem unnin eru fyrir einstak-
linga og fyrirtæki hverju sinni.
Syrusson hönnunarhús var
stofnað 2006 af Reyni Syrussyni,
eiganda og hönnuði. Reynir lærði í
Myndlistaskóla Reykjavíkur, Tækni-
skólanum og í Danmörku. Auk hans
starfa Þórdís Ósk Helgadóttir hús-
gagnaarkitekt og Magnús Stephen-
sen, grafískur hönnuður hjá Syrus-
son.
Heildstæðar lausnir og mikil
breidd í húsgögnum
Meðal fyrirtækja sem Syrusson hef-
ur séð um heildstæð verkefni fyr-
ir, nefnir Reynir menningarhús-
ið Hof á Akureyri, Guðríðarkirkju
í Grafarvogi, höfuðstöðvar Mat-
ís, höfuðstöðvar BHM og Hell-
isheiðarvirkjun fyrir Orkuveituna.
Syrusson býður upp á mikla breidd
í húsgögnum fyrir heimili og fyrir-
tæki. „Sem dæmi má nefna að fyrir
heimili hafa stólarnir Gosi, Funi og
Nostri verið vinsælir sem og Guss-
sófinn,“ segir Reynir. „Sófinn Ljúf-
ur er einnig talinn sá þægilegasti
á markaðinum, en hann er með
þrýstijöfnunarkerfi í bakinu.“
Samsýning 10 hönnuða
Í tilefni Hönnunarmars frumsýnir
Syrusson nokkur húsgögn: stóla og
vegghillukerfi svo eitthvað sé nefnt.
Jafnframt er í versluninni samsýn-
ing 10 hönnuða sem bjóða upp á
gjafavöru, ljós og fleira, en vörur
þeirra eru til sölu hjá Syrusson. „Við
erum að yfirfæra eitt málverk lista-
konunnar Ólafar Bjargar Björns-
dóttur yfir á stól, „deluxe“-útgáfu
af Fannar, en hann verður bólstr-
aður í því áklæði,“ segir Reynir, en
nokkrir viðburðir verða í tilefni af
hönnunarmars. Nánari upplýsingar
um samsýninguna má finna á face-
book, en opnunarhóf er næstkom-
andi föstudag frá kl. 18–22 og eru
allir velkomnir.
Aðalsmerki Syrusson er mikið
vöruúrval á góðu verði.
Syrusson hönnunarhús er að
Síðumúla 33 og er opið virka daga
frá kl. 9–18 og laugardaga frá kl. 12–
16. Síminn er 588-4555. n
Syrusson hönnunarhús hannar, framleiðir og selur íslensk húsgögn og innréttingar
Samsýning 10 hönnuða á
Hönnunarmars
Reynir Syrusson Eigandi og hönnuður.
Vegghillukerfi
Norm.
Funkis Borðin.Strengur
Tríó Íslensk
hönnun.
Fannar
Án arma.
Fannar
Íslensk
hönnun.
Guss-sófinn
Er afar vinsæll.
Sófinn Ljúfur Með þrýstijöfnunarkerfi í bakinu.
Smári
Tindur
Nostri