Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 6
Helgarblað 29. maí–1. júní 20156 Fréttir
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
Ígræðslan
rannsökuð
Birgir Jakobsson landlæknir var
forstjóri Karolínska-sjúkrahússins
í Stokkhólmi þegar barkaígræðsla
var framkvæmd þar. Lögreglan í
Svíþjóð er að rannsaka umrædda
barkaígræðslu, en helmingur
þeirra sem fóru í slíka ígræðslu er
nú látinn.
Fjallað var um málið í þættin-
um Uppdrag granskning sem
sýndur er í sænska ríkissjón-
varpinu.
Birgir var forstjóri
sjúkrahússins þegar ígræðsla var
framkvæmd árið 2011 en hann var
forstjóri sjúkrahússins frá 2007 til
2014, eða þar til hann var skipað-
ur landlæknir í nóvember í fyrra.
Fyrstur til að fá umrædda
barkaígræðslu var Andemariam
Teklesenbet Beyene en hann
var í námi við Háskóla Íslands
þegar hann greindist með
alvarlegt krabbamein í barka.
Hann hlaut læknismeðferð hér á
landi og síðar í Svíþjóð þar sem
græddur var í hann plastbarki og
var þar með brotið blað í sögu
læknavísindanna.
Það var læknirinn Paolo
Macchiarini sem þróaði aðferðina.
Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini
hafði aldrei sótt um leyfi hjá
siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar
þess var hann kærður.
Uppdrag granskning segir að
grein sem skrifuð var um barka-
ígræðsluna sé einhver mesta lygi
læknasögunnar en þeir Tómas
Guðbjartsson og Óskar Einarsson,
læknar, eru titlaðir meðhöfund-
ar þeirrar greinar. Þeir segja að
þeir hafi ekki komið að meðferð
annarra en Beyene og að hlut-
verk þeirra hafi verið að lýsa líð-
an sjúklingsins fyrir aðgerðina í
greininni.
Kröfu um íbúakosningu
vegna kísilvers hafnað
U
mhverfis- og skipulags-
ráð Reykjanesbæjar sam-
þykkti síðasta miðvikudag
breytingu á deiliskipulagi
iðnaðarsvæðisins í Helguvík
sem heimilar sameiningu lóða svo
Thorsil ehf. geti byggt þar kísilmálm-
verksmiðju. Daginn eftir hafnaði
bæjar ráð kröfu um bindandi íbúa-
kosningu en 287 athugasemdir bárust
frá einstaklingum sem í langflestum
tilvikum lýstu áhyggjum vegna loft-
mengunar sem mun fylgja starfsemi
kísilversins. Árni Þór Sigfús son, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
bæ og fyrrverandi bæjarstjóri, og
Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi flokks-
ins, segja óeðlilegt og óþarft að halda
íbúakosningu um málið auk þess
sem afturköllun samninga við Thorsil
muni án efa leiða til skaðabótaskyldu
fyrir bæjarsjóð.
Eysteinn Eyjólfsson, formaður
umhverfis- og skipulagsráðsins, lagði
fram bókun á fundi þess þar sem
hann sagði það skoðun sína að um-
deild meiriháttar skipulagsmál ætti
að setja í íbúakosningu.
„Þetta er mín bókun og skoðun en
það er bæjarstjórnar að taka ákvörðun
um hvort farið verði í íbúakosningu.
Breytingin á deiliskipulaginu fer fyr-
ir bæjarstjórn næsta þriðjudag og þá
samþykkir hún hana eða ekki,“ segir
Eysteinn.
Hótuðu að skerast í leikinn
Á fundi bæjarráðsins kom fram að
sveitarfélagið ætli sér að standa við
gerða samninga við Thorsil. Hins
vegar sé samkvæmt lögum ekki
hægt að hafna ósk íbúa um undir-
skriftasöfnun. Niðurstaða hennar
geti þó ekki stöðvað „það ferli sem
þegar er hafið“ og Reykjanesbær
muni því fyrir sitt leyti standa við
gerða samninga.
Bæjarfulltrúar sjálfstæðis-
manna höfðu áður gagnrýnt frestun
umhverfis- og skipulagsráðsins á af-
greiðslu breytingatillögunnar og
sögðu hana hafa tafist „óeðlilega“
í meðförum ráðsins. Þá var einnig
tekið fram að þeir íhuguðu að leggja
fram sjálfstæða tillögu um
málið í bæjarstjórn og
freista þess að nýr
meirihluti myndi
styðja hana.
Árni og Böðvar
lögðu síðan fram
bókun á fundi bæj-
arráðs í gær þar sem
varað er við mögu-
legri skaðabóta-
skyldu sveitar-
félagsins
ef
fallið verði frá samningum sem bæj-
arstjórn hafi þegar samþykkt.
„Það er búið að fjalla ítrekað um
þetta mál og það var samþykkt að fara
í þessa uppbyggingu með Thorsil og
þar með breyta deiliskipulagi. Nú er
skipulagsráð samhljóða um
að afgreiða það og því hljót-
um við að spyrja til hvers
eru slíkar íbúakosningar
þegar málið er komið
svona langt,“ segir Árni
í samtali við DV.
28 milljarða verkefni
Fjölmennur íbúafundur
var haldinn í Reykjanes-
bæ vegna stóriðjuupp-
byggingarinnar
í Helgu-
vík
og kröfuganga og hópreið farin
þriðjudaginn 12. maí síðastliðinn.
Tilgangur göngunnar var að skora á
bæjarstjórnina að efna til bindandi
íbúakosningar um kísilmálmverk-
smiðju Thorsil. Á fundinum var farið
yfir deiliskipulagstillöguna, vöktun á
mengandi iðnaði í Helguvík og fyrir-
spurnum svarað. Tillagan var auglýst
frá 19. mars til 8. maí og bárust eins og
áður segir 287 athugasemdir.
Forsvarsmenn Thorsil sömdu í
febrúar síðastliðnum um sölu á kísil-
málmi fyrir 75 milljarða króna næstu
tíu árin. Þeir stefna að því að hefja
framkvæmdir við verksmiðjuna nú í
sumar en hún á að rísa við hlið kísil-
vers Sameinaðs sílikons hf. (e. United
Silicon). Fyrirtækið undirritaði fjár-
festingarsamning við íslenska ríkið í
maí í fyrra, þar sem samið var um af-
slætti af ýmsum opinberum gjöldum
og sköttum. Heildarfjárfesting verk-
smiðjunnar nemur um 28 milljörðum
króna en hún á að framleiða allt að 54
þúsund tonn af kísilmálmi, dufti og
gjalli á ári. n
Skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti umdeilda breytingu á lóðum Thorsil í Helguvík
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Mótmælt Hátt í þrjú hundruð íbúar tóku þátt
í kröfugöngu í Reykjanesbæ þar sem þess var
krafist að íbúakosning um frekari stóriðjuupp-
byggingu í Helguvík yrði haldin. Mynd Gunnar Már
Óttast skaðabótaskyldu
Árni Sigfússon segir ótækt að
ganga á bak samninga sem
bæjarstjórn hafi áður gert.
iRobot Verslun - Helluhrauni 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.
iRobot Verslun - Helluhrauni 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.
iRobot Verslun - Helluhrauni 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.
Veldu þessa sem hentar þér best
iRobot Verslun - Helluhrauni 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.
iRobot Verslun - Helluhrauni 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.
iRobot Verslun - Helluhrau i 22
220 Hafnarfjörður - S:555-2585
Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu
verð- og gæðasamanburð.
Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.
Láttu mig um að ryksuga
og notaðu tímann í annað.