Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 41
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Fólk Viðtal 33 að fara í Versló en segist stundum hafa upplifað harðan heim innan veggja skólans. „Fólk talar oft um menntaskólaárin sem sín allra bestu ár, en það var alls ekki þannig hjá mér. Ég var kominn í svolítið ann­ an pakka. Ég var kominn í hljóm­ sveit og byrjaður að vinna fyrir mér. Var lagður af stað inn í bransann. Ég gaf mér því kannski ekki nógan tíma til að njóta lífsins með skólafélög­ um mínum. Tíminn í Hagaskóla var meira minn tími. Ég var kannski bara svona bráðþroska,“ segir hann. Felix tók engu að síður þátt í Nemenda­ mótssýningum Versló, líkt og hug­ ur stóð til. Og fékk töluverða þjálfun þar, bæði í leik og söng. Sveitaböllin hentuðu ekki Hann var í fimmta bekk í Versló þegar hann gekk til til liðs við hljóm­ sveitina Greifana og var farinn að syngja á böllum út um land allt 19 ára gamall. Felix var fenginn inn í hljómsveitina í gegnum frænda eins hljómsveitarmeðlims sem var í Versló, sem vissi hve hæfileikaríkur hann var. „Mánuði eftir að ég gekk til liðs við hljómsveitina unnum við Músíktilraunir og urðum í kjölfarið heitasta bandið á Íslandi.“ Lagið Útihátíð með Greifunum sló öll met í vinsældum sumarið eft­ ir og Felix stimplaði sig rækilega inn í íslenskt tónlistarlíf sem söngvari. En hugur hans stefndi annað og sagði hann því skilið við hljómsveitina eft­ ir aðeins eitt og hálft ár. „Ég ætlaði alltaf í leiklistarnám og fann fljót­ lega að sveitaballabransinn átti ekki við mig. Mig langaði meira inn í leik­ listina og ákvað því að hætta. Þetta voru mjög skýr skil en allt í góðu. Og þeir héldu bara áfram án mín, sem var hið besta mál.“ Felix ákvað um leið og hann hætti í hljómsveitinni að tíma hans með Greifunum væri lokið. Hann kom þó fram með þeim á 25. afmælisárinu, en hefur látið þar við sitja. Ekki spenntur fyrir Stundinni í fyrstu Felix fór til Skotlands í leiklistar­ nám og bætti síðar við sig diplóma­ gráðu sem hann tók í London. Þegar hann kom heim úr náminu kom það sér vel að vera þekktur út sveitaball­ abransanum. Felix viðurkennir að það hafi hjálpað honum við að koma sér á framfæri. Hann fékk strax verk­ efni hjá Leikfélagi Akureyrar og hef­ ur í raun geta valið úr verkefnum síð­ an. „Ég fann strax að það átti best við mig að vera sjálfstætt starfandi og ég hef haldið því þannig, fyrir utan eitt ár sem ég var fastráðinn hjá Leik­ félagi Reykjavíkur. Ég hef því getað stjórnað mínum ferli sjálfur.“ Felix byrjaði fljótlega eftir út­ skrift að vinna að efni fyrir börn, en það hófst þegar hann tók við Stund­ inni okkar á RÚV ásamt Gunnari Helgasyni. Urðu þeir félagar fljót­ lega þekktir sem tvíeykið Gunni og Felix, sem flest börn tíunda áratugar­ ins kannast eflaust við. „Ég var ekk­ ert voðalega spenntur þegar ég fékk boð um að taka við Stundinni okkar, en ákvað að ég væri til í að gera þetta með Gunna. Við áttum þá báðir ung börn og höfðum sterkar skoðanir á barnaefni. Þá fór þessi bolti að rúlla og ég datt í kjölfarið inn í barnaleik­ rit.“ 25 ára þegar blaðran sprakk Þó að Felix eigi líffræðilega bara eitt barn, þá segist hann alltaf eiga tvö, enda hefur hann alið upp dóttur eig­ inmanns síns frá því hún var pínu­ lítil og lítur á hana sem sína eigin. Soninn Guðmund eignaðist Felix rétt rúmlega tvítugur með þáverandi eiginkonu sinni, en þau voru gift í tvö ár. Felix vissi vel á þeim tíma að hann væri samkynhneigður, en átti erfitt með að sætta sig við þá stað­ reynd. Hann var í mikilli afneitun og streittist á móti tilfinningum sín­ um. En það kom að því að hann varð sættast við sjálfan sig, viðurkenna samkynhneigðina fyrir sjálfum sér – og fyrir öðrum í kjölfarið. „Ég var 25 ára þegar sú blaðra sprakk. Þá var ég að stíga mín fyrstu skref inn í leiklist­ arbransann þannig að þetta var mik­ ill umrótatími í mínu lífi. Þetta hafði lengi grasserað í mér en ég hafði aldrei rætt það við nokkurn mann.“ Lokaði á tilfinningarnar Felix segir það ferli að koma út úr skápnum vera mjög merkilegt, en jafnframt erfitt fyrir þá sem ganga í gegnum þá lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að þess­ um hluta af manni sjálfum verður ekki breytt. En því fyrr sem það ger­ ist, því betra. Að koma út úr skápnum þýðir að maður þarf að losa sig við gagnkynhneigða sjálfsmynd. Losa sig við brynjuna. En maður er algjör kvika á meðan maður er að taka upp nýja sjálfsmynd,“ segir Felix til að reyna að útskýra hve varnarlausir og viðkvæmir einstaklingar sem eru ný­ komnir út úr skápnum geta verið. „Í mínu tilfelli var það þannig að ég hafði vitað þetta frá unglingsaldri, en var ákveðinn í að ég ætlaði aldrei að verða eins og þetta vesalings fólk, eins og talað var um samkynhneigða á þeim tíma. Ég fann það um leið og ástartilfinningar fóru að kvikna, að svona var þetta, en ég var ákveðinn í að loka þær tilfinningar inni og að enginn fengi að vita neitt. En þegar ég og Ásdís, barnsmóðir mín, vorum búin að gifta okkur og eignast Guð­ mund þá fann ég að þetta gat ekki gengið. Þá þurfti ég að horfast í augu við hana hvað það varðaði. Þetta var mjög erfitt og persónulegt ferli,“ segir hann einlægur um uppgjörið við sjálfan sig. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá gekk ferlið mjög vel. Ég fékk strax mikinn stuðning frá vinum og fjöl­ skyldu. Og ég og Ásdís höfum átt mjög gott samband. Við sameinuðu­ mst um að það skipti mestu máli að syni okkar liði vel.“ Áður en Felix steig skrefið til fulls og sagði barnsmóður sinni hvernig í pottinn var búið, hafði hann rætt kynhneigð sína við bróður sinn. „Það var stórt skref en þegar ég var búinn að opna á þetta við hann, þá var ferlið ekki stöðvað. Boltinn fór að rúlla. Hann hafði ver­ ið efst á fjallstindinum og það þurfti bara aðeins að ýta við honum. Þá rúllaði hann fram af.“ Enginn feluleikur Felix segist aldrei hafa upplifað for­ dóma að neinu ráði en honum hafi þó verið gert ljóst af ákveðnum einstaklingum að hann ætti ekki að ræða mikið um kynhneigð sína opin­ berlega. Það myndi eyðileggja fyrir honum í leiklistinni. Hann hefur hins vegar ekki orðið var við það. „Ég er bara þannig gerður að eftir að ég kom út þá hef ég viljað hafa hlutina á hreinu. Við Baldur fundum það strax gagnvart börnunum okkar, þegar við byrjuðum saman, að við vildum ekki neitt vesen. Það var allt uppi á borðum og enginn feluleikur. Það var alltaf á hreinu að á okkar heim­ ili byggju tveir pabbar með börn­ in sín. Það máttu allir vinir koma í heimsókn og það var aldrei neitt vandamál. Þegar viðhorfið er þannig þá verður allt mjög eðlilegt.“ Felix og Baldur voru með börnin til jafns við mæður þeirra, og gættu þess að þau væru alltaf á heimilinu á sama tíma svo þau upplifðu sig sem systkini. Þá bjuggu fjölskyldurnar í sama hverfinu og heimilin voru opin börnunum hvenær sem var. „Ef við vorum heima þá komu þau kannski við og fengu kaffi eftir skóla, þó að þau ættu ekki að vera hjá okkur. Það voru alltaf opnar dyr og það var frá­ bært að hafa það þannig.“ Börnin tóku svo ákvörðun um það sjálf þegar þau voru sextán ára að vilja bara búa á einum stað og úr varð að þau fluttu bæði inn á heimili Felix og Baldurs. Þar var meira pláss og þau voru nær skólanum. Þykir of „straight“ Felix og Baldur hafa verið saman í um tuttugu ár og voru báðir til­ tölulega nýkomnir út úr skápnum þegar þeir kynntust. „Við kynntu­ mst á 22, þeim góða stað. Við byrj­ uðum að tala saman við barinn á 22 og höfum verið að tala saman síðan,“ segir Felix sposkur á svip. „Við áttum sameiginlega reynslu og höfum verið sálufélagar frá því að við kynntumst. Við höfum svipaða lífssýn og okk­ ur gengur vel að láta lífið ganga upp eins og við viljum hafa það.“ Felix er þeirrar skoðunar að for­ dómar geti verið valkvæð upplifun. Og að viðhorfið skipti miklu máli. „Maður getur dvalið í því að mað­ ur sé ekki að fá ákveðna hluti af því einhverjir sjái mann á ákveðinn hátt. Eða maður getur valið að gera það sem mann langar, alveg sama þó að einhverjir hafi einhverja skoðun á manni. Viðhorf einstaklinga sem eru aðeins eldri en ég, og tóku virkan þátt í réttindabaráttu samkynhneigðra, eru gjarnan þannig að allir séu for­ dómafullir. En því virðist vera öfugt farið hjá yngra fólki. Ég komst að því þegar ég kynntist Félagi hinseg­ in stúdenta í háskólanum. Þau gengu bara út frá því að enginn væri for­ dómafullur. Það gerir lífið svo miklu auðveldara að hafa það viðhorf. Ég hef alltaf fengið að gera það sem mig hefur langað til að gera. Kannski af því að ég hef bara tekið mitt pláss og er ekkert að biðjast afsökunar, enda alveg ástæðulaust að gera það.“ Felix segir börnin sín heldur ekki hafa upplifað fordóma eða teljandi erfið­ leika yfir því að eiga tvo feður. Og er hann mjög þakklátur fyrir það. „Fólk hefur auðvitað skoðanir á mér og því er frjálst að hafa þær skoðanir. En ef ég hef einhvers stað­ ar verið dæmdur hart þá er það í samfélagi samkynhneigðra. Það fer í taugarnar á sumum að ég tali svona eða hinsegin. Ég hef til dæm­ is fengið á mig þá gagnrýni að vera of „straight,“ segir Felix og skellir upp úr. Og blaðamaður gerir slíkt hið sama, enda hljómar þessi gagn­ rýni ansi kostulega. „Ég hef fengið að heyra að ég gangi of mikið inn í hinn gagnkynhneigða lífsstíl og að ég sé ekki nógu uppreisnargjarn,“ bætir hann við. Skrýtið að segja sögu Sjonna Líkt og áður sagði hefur Felix ekki skort verkefni í gegnum tíðina og hefur hann verið þeirrar gæfu að­ njótandi að geta valið það sem hon­ um líst best á. Árið 2011 bauðst hon­ um að vera fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision­hópsins, þegar Vinir Sjonna kepptu fyrir Íslands hönd. En Felix og Sigurjón Brink, betur þekkt­ ur sem Sjonni, voru vinir. „Það var ákveðið að fara með hóp af stað til að klára verkefnið sem hann byrjaði á. Hóp vina. Það var ótrúlega skrýtið og sérstakt. Og í rauninni magnað,“ segir Felix einlægur. En ein af hans uppáhalds minningum í tengslum við keppnina hingað til, er þegar Vinir Sjonna komust upp úr undan­ úrslitunum. „Það var rosalega stórt móment. Ég var auðvitað búinn að vera að selja þessa sögu þarna úti og það var mjög sérkennilegt. Þetta snýst alltaf um að segja einhverja sögu. Og við vorum að segja söguna af dauða Sjonna og hvers vegna við vorum þarna,“ útskýrir Felix. „Ég hafði fram að þessu aldrei sýnt keppninni sérstakan áhuga. Það kom reyndar einhvern tíma til greina að ég syngi lag í keppninni, en það gekk ekki upp.“ En eftir að hafa far­ ið út sem fjölmiðlafulltrúi varð ekki aftur snúið. Felix gjörsamlega sogað­ ist inn í þennan ótrúlega heim sem hefur orðið til í kringum Eurovision­ keppnina. Árið 2013 fór hann í fyrsta skipti út sem kynnir og hefur verið í því hlutverki síðastliðin þrjú ár. „Ég er búinn að kynnast ansi mörgum og virkilega nýt þess að hitta fólk héðan og þaðan úr heiminum. Eurovision er stórmerkilegt fyrirbæri á svo margan hátt. Þetta er auðvitað sjón­ varpsþáttur og keppni í tónlist, sem er mjög hlægilegt, en á sama tíma er þetta stórmerkilegt friðarverk­ efni, sem var sett af stað tíum árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta hefur heilmikið að gera með Evrópusamrunann og samvinnuna og endurspeglar oftar en ekki þá pólitík sem er í gangi í álfunni. Það sem kemur held ég flestum á óvart sem komast í kynni við keppnina, er hvað það er margt hæfileikaríkt lista­ fólk sem tekur þátt.“ Alltaf fengið sterk viðbrögð Felix hefur tekið hlutverk sitt sem kynnir mjög alvarlega og leggur sig allan fram við að skila því af sér af fagmennsku. Hann leggur mikið upp úr góðu handriti sem hann vinnur í fram á síðustu stundu. Allt svo Ís­ lendingar heima í stofu fái allar nauðsynlegar upplýsingar um kepp­ endurna, en jafnframt áhugaverða og skemmtilega fróðleiksmola. En Felix hefur vissulega líka sætt gagn­ rýni sem kynnir, enda Eurovision Íslendingum mikið hitamál, þó að fæstir vilji viðurkenna áhugann á keppninni. Það má ekkert klikka. En miðað við umræður á samfélags­ miðlum í ár virðist fólk hafa verið sammála um að Felix hafi staðið sig vel. Hann gerði það besta úr stöð­ unni þó að við kæmumst ekki upp úr undankeppninni. Hélt gleðinni gangandi, sem smitaðist yfir í Eurovision­partíin. „Ég hef alltaf fengið mjög góð og sterk viðbrögð. Sérstaklega í ár. En það er kannski af því að við vorum ekki með Íslendinga í úrslitum og ég var eini Íslendingurinn í úrslitunum. Fólk var því líklega meira að fylgjast með því sem ég var að gera, en venju­ lega. Fólk virðist hafa haft gaman af húmornum og bröndurunum, og auðvitað upplýsingunum líka,“ segir Felix þakklátur. En hann tók meðvit­ aða ákvörðun um að snúa vonbrigð­ unum yfir því að komast ekki áfram yfir í jákvæðni, að hætti Pollýönnu. „Ég fékk einmitt mjög fallegar kveðj­ ur frá fólki þar sem börn á heimilinu voru gjörsamlega eyðilögð yfir því að María komst ekki áfram. Mér tókst að snúa viðhorfi þeirra, þeim leið miklu betur og þau gátu notið þess að eiga laugardagskvöldið með fjöl­ skyldunni.“ Stundum sjálfsgagnrýninn Þó Felix virðist alltaf vera glaður og brosandi vill hann meina að hann sé óttalegur tuðari sem eigi sínar nei­ kvæðu stundir. Hvort sem fólk trúir því eða ekki. Hann viðurkennir þó fúslega að alltaf sé stutt í brosið. „Ég get verið mjög sjálfsgagnrýninn og á það til að rífa mig niður. Ég er samt alltaf að vinna í því. En mín persóna út á við er jákvæð og ég reyni að vera jákvæður. Ég er lífsglaður og finnst gaman að vera til. Það er alltaf eitt­ hvað spennandi handan við horn­ ið og þannig hefur það verið hjá mér alla tíð,“ segir Felix að lokum og brosir einlægt. n „Ég er lífsglaður og finnst gaman að vera til. „Það var alltaf á hreinu að á okkar heimili byggju tveir pabbar með börnin sín Brosmildur Brosið og lífsgleðin einkennir Felix. Hann segist þó geta verið óttalegur tuðari sem eigi sínar neikvæðu stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.