Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Qupperneq 46
38 Lífsstíll Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Föst sölulaun
Sölulaun eigna
yfir 60 milljónum
aðeins 1% með vsk
upp að 60 milljónum
299.900.- með vsk
VantaR – VantaR
Vegna mikillar sölu vantar
allar stærðir eigna á skrá.
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
A
lma Ágústsdóttir er 20 ára
gömul. Hún var að leggja
lokahönd á stúdentspróf
frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð en gerði sér
lítið fyrir og tók samtímis þátt í al-
þjóðlegri ræðukeppni í London.
Ræðukeppnin var frumraun Ölmu
á þessu sviði en stúdínan frá litlu
eyjunni lét það ekki stoppa sig
heldur sigraði hún í keppninni
með stæl.
ESU (English Speaking Union)
eru samtök með aðsetur víða um
heim. Þau lönd sem eru með ESU-
stöðvar geta tekið þátt í alþjóð-
legri ræðukeppninni á vegum
samtakanna sem nefnist IPSC
(International Public Speaking
Competition).
Í janúar kynnti enskukennari
Ölmu í MH keppnina fyrir nem-
endum sínum en þann 21. febrúar
var fyrirhuguð keppni hér á landi.
Sigurvegari hérlendis hlaut í verð-
laun ferð og þátttöku í alþjóðlegu
keppninni í London. Það var þó
ekki fyrir tilstilli Ölmu að hún tók
þátt heldur var það vinkona henn-
ar sem sá þar leik á borði og benti
kennaranum á Ölmu sem mögu-
legan keppanda.
„Vinkona mín talaði við kennar-
ann og sagði að hún héldi að ég yrði
góð í þessu. Kennarinn kom svo til
mín eftir tímann og spurði hvort
ég vildi taka þátt. Mér fannst verð-
launin eftirsóknarverð og ákvað
því að slá til. Ég var mjög stressuð
þegar ég flutti lokaræðuna hérna
heima og man eiginlega ekki eftir
að hafa flutt hana. Þar af leiðandi
fannst mér eins og hún hafi ekki
gengið vel. Allt kom þó fyrir ekki
og ég vann keppnina, mér til mik-
illar ánægju.“
Umkringd frábæru fólki
Keppnin úti í London fór svo
fram um svipað leyti og Alma
skilaði lokaverkefnum sínum til
stúdents prófs þ.e. 11.–15. maí. 50
keppendur frá 48 löndum tóku
þátt í keppninni og lýsir Alma ver-
unni úti sem eintómri skemmtun.
„Þetta er það skemmtilegasta
sem ég hef gert hingað til. Ég var
umkringd frábæru fólki sem ég
kynntist afar vel enda vorum við
öll að upplifa svipaða hluti. Mér
fannst ótrúlega gaman að koma til
London fyrir utan hvað þetta form
þ.e. að flytja ræður á ensku hentaði
mér vel.“
Móðir Ölmu er leikkona og
faðir hennar er enskukennari.
Alma hefur því fengið uppeldi sem
hún segir að hafi svo sannarlega
nýst henni á þessu sviði.
„Ég hef aldrei tekið þátt í Morfís
eða innanskólaræðukeppninni
í MH en ég er vön að koma fram,
bara ekki undir þessum kringum-
stæðum. Ég hef sem sagt aldrei
keppt í ræðukeppni fyrr. Aftur á
móti er ég þjálfuð í klassískum
söng og hélt lengi vel að mig lang-
aði til þess að verða leikkona.
Ég hef þess vegna tekið þátt í
nokkrum leikhúsuppsetningum
og er umkringd leikurum. Mamma
mín er leikkona og hefur í gegn-
um tíðina þjálfað mig í framkomu
við ýmsar aðstæður. Svo er pabbi
minn enskukennari og við byrjuð-
um snemma að lesa saman bækur
á ensku,“ segir Alma aðspurð um
reynslu sína af ræðuhöldum sem
blaðamaður hélt að væri nauðsyn-
legur grunnur fyrir sigurvegara
í ræðukeppni á borð við þá sem
Alma vann fyrr í mánuðinum.
Alma bætir við að henni hafi oft
verið hugsað til upplestrarkeppn-
innar sem hún vann í 7. bekk og
segir þá reynslu hafa hjálpað sér
enda keppnirnar ekki alls ósvip-
aðar. Munurinn var þó helst sá að í
7. bekk las hún upp texta eftir aðra
en í ræðukeppninni las hún upp
ræður sem hún skrifaði sjálf.
Stressið erfiðast
„Skemmtilegast þykir mér að finna
nálgun á umræðuefnið sem mér
finnst sjálfri áhugavert. Ég get
ekki ætlast til þess að öðrum þyki
ræðan mín góð ef mér finnst það
ekki sjálfri. Þess vegna eyddi ég
löngum stundum í þennan þátt
þegar ég var að skrifa textana mína
og fannst það rosalega gaman.“
Og þó að Alma beri það ekki
með sér þá getur hún stressast
upp eins og flestir aðrir myndu
gera í tengslum við ræður og
rök í alþjóðlegu umhverfi. „Mér
finnst erfiðast að halda ró og leyfa
stressinu ekki að koma. Annað-
hvort verð ég rosalega stressuð
eða alls ekki neitt. Ef ég er dugleg
að anda þá neyði ég líkamann til
þess að slaka á en þetta er eigin-
lega svona annaðhvort eða. Þegar
ég flutti lokaræðuna mína úti í
London náði ég að bægja frá mér
stressinu og þess vegna veit ég að
hún gekk rosalega vel.“
Og það er ekki annað hægt en
að taka undir með nýstúdentinum
því hún kom, sá og sigraði í
London. En hvað tekur nú við
og hvert stefnir Alma á komandi
misserum? „Þetta er svo stórt og
ég átti ekki von á þessu. Keppnin
hefur haft víðtæk áhrif á mig og
nú langar mig ekki að verða leik-
kona heldur er ég að vona að þessi
keppni geti hjálpað mér að fá
skólastyrki því mig langar að læra
meiri ensku í skóla í Bretlandi.
London er efst á listanum eftir
þessa reynslu.“
Það verður án efa forvitnilegt
að fylgjast með þessari duglegu
stelpu takast á við komandi verk-
efni, óháð því á hvaða leiksviði þau
verða. n
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
„Skemmtilegast
þykir mér að finna
nálgun á umræðuefnið
sem mér finnst sjálfri
áhugavert.
„Það skemmti-
legasta sem ég
hef gert“
n Alma sigraði í alþjóðlegri ræðukeppni í London
n Aldrei áður tekið þátt í slíkri keppni
Með verðlaunagripinn
Alma gerði sér lítið fyrir og
sigraði í keppninni, þrátt
fyrir að hafa nóg að gera í
stúdentsprófunum.