Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Síða 51
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
Opið virka daga 10 - 18,
laugard. 11 - 16,
sunnud. 14 - 16
Rauðarárstígur 12 - 14
sími 551-0400
www.myndlist.is
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta
listmunauppboð sem fer fram í mars
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist.
Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur,
Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og
Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna,
Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 551-0400
vefuppboð
nr. 105
myndlist
lýkur 11. mars
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist.
Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval,
Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B.
Þorláksson, Svav r Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs
Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal
og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 551-0400
Erum að t ka á móti verkum
á næsta listmunauppboð
VEFUPPBOÐ
Þrívíð verk og textílar
Vefuppboð nr. 167 á þrívíðum verkum
og textílverkum stendur til 3. júní
Finnbogi Pétursson
Alfreð Flóki Guðmundur Einarsson
Guðjón Ketilsson
Menning 43
tónlistinni er sprottinn af sömu rót;
þrá eftir fegurð. Því meira sem mað
ur skoðar lífið, því fallegra finnst
manni það. Ekkert er fallegra en líf
ið. Og þegar heimurinn sem birt
ist manni í smásjá er skoðaður, þá
áttar maður sig enn betur á mikil
fengleikanum,“ segir Kristinn sem
er augljóslega maður sem leitar að
fegurðinni í lífinu, ef ekki í gegnum
tónlistina, þá í gegnum lífveruna,
manneskjuna og tilfinninguna sem
henni fylgir.
„Það mætti segja að ég sé
dekadent fagurkeri,“ bætir Kristinn
við og hlær. Hann segir að söngur
inn hafi þó fljótt yfirtekið líf hans.
„Ég var í söngnámi hjá öðlingnum
Guðmundi Jónssyni samhliða námi
og vinnu,“ segir hann. „Ég ætlaði
að starfa sem söngvari á Íslandi, en
konan mín sagði mér að það myndi
enginn taka mig alvarlega nema
ég færi til útlanda í nám.“ Krist
inn hlýddi því. Í fyrstu fór hann til
Austur ríkis og síðar Bandaríkjanna.
„Og síðan hef ég verið í harkinu,“
segir Kristinn sposkur á svip.
Vill helst ekki hætta
Kristinn hefur sungið í helstu óperu
húsum heims og má þar nefna
Metropolitanóperuna í New York,
Staatsoper í Vínarborg, La Scala í
Mílanó, Covent Garden í London,
Opéra National í París, Deutsche
Oper og Staatsoper í Berlín, Royal
Albert Hall í London og Concert
gebouw í Amsterdam.
„Ég hef verið heppinn,“ segir
hann um feril sinn í tónlistinni. „Ég
er sennilega með þeim elstu sem
ganga á fjölum óperuhúsanna.“
Hann er þakklátur fyrir að geta enn
starfað við það sem hann hefur unun
af og áréttar að hann líti ekki á sig
sem gamlan. Hann segir þó lífsbar
áttuna í óperuhúsunum erfiða fyr
ir roskna menn, enda sé samkeppn
in hörð. „Það er til bíómynd sem
heitir No country for old men. Um
óperu heiminn má segja: This is no
profess ion for old men,“ segir Krist
inn og hlær. Hann segir þó að bass
ar endist lengur en aðrir söngvar
ar vegna þess hve bassaröddin sé
nálægt talröddinni. Auk þess túlka
bassar oft eldri og ráðsettari menn.
En hvað með heilsuna?
„Hún er góð,“ svarar Kristinn
sem telur sig eiga nóg inni. „Ég vil
helst ekki hætta að syngja á meðan
heilsan leyfir.“
Vill syngja nútímatónlist
„Það er svo margt sem ég á eftir,“
segir Kristinn. Aðspurður hvað hon
um finnist hann eiga eftir, er Kristinn
fljótur að svara: „Meiri nútímatón
list, til dæmis.“
Hann nefnir einnig stærri óperu
verk sem hann eigi eftir að kynnast.
Það er þó erfitt að ímynda sér að þau
séu mörg hlutverkin sem Kristinn
eigi eftir að syngja, en hann hefur
starfað sem óperusöngvari í rúmlega
30 ár. Og hann hefur verið gífurlega
afkastamikill, aðdáendum hans til
mikillar gleði. „Síðast þegar ég taldi
þetta saman þá reiknaðist mér til að
ég væri búin að syngja um 80 óperu
hlutverk.“
Rótleysið mínus
Kristinn syngur að mestu leyti úti í
löndum og hefur gert síðustu ára
tugina. Líf hans hefur því verið mik
ið í ferðatöskunni þó að hann sé bú
settur hér á landi.
„Á tímabili var ég um þrjá mánuði
á ári hér á landi,“ segir hann en árétt
ar að stundunum hér heima fari
fjölgandi. Þetta er lýjandi lífsstíll að
sögn Kristins. „En ekki misskilja mig,
ég er ekki að kvarta,“ segir hann og
heldur áfram: „Þetta venst þó aldrei
alveg. Bara það að geta ekki sofið í
eigin rúmi er þreytandi. Þetta rót
leysi er eini mínusinn.“
Kristinn segist enn búa yfir sterkri
þörf til þess að syngja ný verk. Það
drífi hann áfram. „Þetta er drauma
starf. Ég get ekki sagt annað en að ég
sé ofdekraður,“ segir hann.
Endurnærir sig í veiðinni
Hvað tekur þá við?
„Sumarfrí,“ segir Kristinn. Svo
man hann skyndilega eftir því að
áður en hann kemst í langþráð frí
ætlar hann að syngja á heiðurstón
leikum Jóns Hlöðvers Áskelssonar á
Akureyri. Þar ætlar hann að syngja
tólf ljóð eftir Böðvar Guðmundsson,
eitt ljóð fyrir hvern mánuð.
„Svo fer ég í sumarfrí,“ segir Krist
inn. Spurður hvort hann hyggist
veiða, en Kristinn er forfallinn
stangveiðimaður, svarar hann ját
andi.
„Mér finnst afskaplega róandi
að vera úti í náttúrunni með stöng.
Þannig næ ég að endurnæra mig,“
segir söngvarinn sem finnur frið í líf
inu. Í vetur taka erlendu óperuhús
in við. Þá mun hann meðal annars
syngja hlutverk yfirdómara rann
sóknarréttarins í Don Carlo eftir
Giuseppe Verdi í óperunni í Ham
borg.
Forsetakosningar eru nærri en
nafn Kristins hefur verið nefnt í því
samhengi oftar en einu sinni. Blaða
maður stenst ekki mátið og spyr
hann hvort það sé eitthvað sem
hann hafi áhuga á að gera. Kristinn
hlær og segir að lokum: „Ég verð að
gefa sama svar og síðast þegar ég var
spurður, ég hef ekki tíma til þess.“
Tónleikarnir, sem bera yfirskrift
ina „Og þökk sé margri morgunbjartri
svipstund“ verða haldnir sunnu
daginn 31. maí næstkomandi. n
„ Í raun er lífið það
fallegasta sem til
er. Og þegar heimurinn
sem birtist manni í smá-
sjá er skoðaður, þá átt-
ar maður sig enn betur á
mikilfengleikanum.
Kristinn Sigmundsson
Kristinn segist hafa verið
heppinn sem tónlistar-
maður. Fyrir það sé hann
þakklátur. mynd SigtRygguR aRi