Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Síða 54
46 Menning Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email:xprent@xprent.is
Harmleikur
á torgi
Vorlík er glæpasaga eftir Svíann
Mons Kallentoft. Sprenging verður
á torgi í Linköping með tilheyrandi
harmleik. Lögreglukonan Malin
Fors rannsakar málið. Bækur
Kallentoft um Malin hafa selst í
rúmlega einni milljón eintaka og
verið þýddar á 24 tungumál.
Fjöll við byggð
Þorsteinn Jakobsson er höfundur
útivistarbókarinnar Íslensk bæjar-
fjöll. Eins og titill bókarinnar gef-
ur til kynna er í henni fjallað um
fjöll á Íslandi við byggð. Sagt er frá
hverju fjalli fyrir sig, gönguleiðum
og helstu einkennum. Nokkur
hundruð ljósmyndir eru í bók-
inni. Höfundarlaun Þorsteins fyrir
bókina renna til Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
Lömbin fagna
n Kvikmyndin Hrútar var frumsýnd í vikunni
L
íklega hefur fárra íslenskra
bíómynda verið beðið með
jafn mikilli eftirvæntingu og
þessarar síðan í árdaga kvik-
myndavorsins. Meira að
segja fúli hollenski gagnrýnandinn
á Stockfish-hátíðinni átti ekki til orð
af hrifningu eftir að hafa séð brot úr
myndinni, og síðan hefur hún feng-
ið það sem samsvarar páfablessun á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
En það er meira hér sem minnir
á sauðburðinn sem hófst með Landi
og sonum árið 1979. Siggi Sigurjóns
er kominn aftur í sveitina, en í stað
þess að skjóta hross er hann hér að
skjóta kindur með tárin í augun-
um. Þar var sagt frá bændum sem
neyddust til að flykkjast á mölina
í kreppunni, en hér segir frá þeim
fáu eftirlegukindum sem enn hanga
í sveitinni. Í millitíðinni hefur allt
breyst, og ekkert.
Íslensk kvikmyndagerð fór ágæt-
lega af stað á 9. áratugnum, en eftir
því sem tæknileg þekking jókst á
þeim 10. var eins og hún lenti á
villigötum. Þær bestu voru sveita-
myndir (Börn náttúrunnar) eða al-
íslenskar grínmyndir (Sódóma, Ís-
lenski draumurinn) en þær verstu
(Blossi, Nei er ekkert svar) reyndu
að leika eftir Hollywood eins og
hljómsveitin Change að leika Bay
City Rollers. Nói albínói kom með
nauðsynlega leiðréttingu, en samt
var eins og menn væru oftast að
stæla erlendar myndir eða gera
póstkortamyndir (djamm í Reykja-
vík í bland við náttúrulýsingar) sem
svo augljóslega voru ætlaðar til út-
flutnings að það gat ekki tekist.
Og Björk, bara …
Það er kannski fyrst á þessum ára-
tug að tækni og saga eru farin að
vinna saman. Hross í oss og Hrútar
hefðu hvorki getað gerst eða verið
gerðar annars staðar, og það sama
gildir reyndar um stórborgarsöguna
Fúsa. Og kannski eins og íslensk
popptónlist hefði fyrst þurft að
stæla aðra áður en hún fann sinn
eigin hljóm sem gat sigrað heiminn
með Björk og öllum hinum, þá er nú
röðin kominn að íslenskum kvik-
myndum.
Hrútar varast hinar hefðbundnu
gryfjur íslenskrar kvikmyndagerðar
sem felast í að ofkeyra dramatíkina
eða ofútskýra hlutina. Með því að
spila á dýpri strengi verða til kostu-
leg atriði á borð við lögfræðinginn
sem fær ekkert kaffi án þess að vera
boðið eða biðja um, en áhorfendur
hlæja samt. Hrútar talar annars
sínu máli sjálf og óþarfi er að þylja
upp hinar mörgu góðu senur, þó
að sérstaklega megi nefna jóla-
veislu bóndans. Og líklega verður
nógu lofi hlaðið annars staðar á lág-
stemmdan en um leið tjáningarfull-
an leik Sigurðar eða þá leikstjórn
Gríms, og eru þeir vel að því komnir.
Við skulum því frekar eyða plássinu
í sögulegan samanburð á tímamót-
um sem þessum.
Já, og Laxness og Njála líka
Og fyrst við erum að þessu er alveg
eins gott að draga Laxness fram, því
enn er samband manns og sauð-
kindar það sem best táknar lífsbar-
áttuna í þessu harðbýla landi okk-
ar, og hvernig í fjandanum myndi
Bjartur bregðast við riðu í fénu? Lík-
lega einhvern veginn svona. Ekki er
hér verið að lýsa Íslandi í dag heldur
Íslandi alltaf, góðæri og hrun koma
sveitinni lítið við, baráttan hér er
eilífari en það.
Og hvers vegna ekki bara að
slengja Njálu inn í þetta líka? Hrútur
deilir við bróður sinn um móðurarf-
inn og ber er hver að baki nema sér
bróður eigi, eins og segir þar af öðru
tilefni. Tveir bræður deila hér líka,
við fáum ekki að vita ástæðuna enda
liggur það í hlutarins eðli að hún er í
engu samræmi við heiftina, en arfur
kemur eitthvað við sögu.
Ástarsaga úr fjöllunum
Ást milli karls og konu er „so '90s.“
Disney-myndin Frozen, ein vin-
sælasta mynd síðasta árs, fjallaði
ekki um prins og prinsessu held-
ur tvær systur, og jafnvel í Mad Max
verður enginn ástfanginn. Það sama
á við um íslenskar kvikmyndir þessa
dagana, í Fúsa segir frá sambandi
sem verður að vináttu, í Hross í oss
frá sambandi manna og hrossa, og
voru þau ekki bara vinir í Vonar-
stræti líka?
Í Hrútum segir vissulega frá
nokkurs konar ástarþríhyrning,
annars vegar er um að ræða ástar-
og haturssamband bræðranna
tveggja og hins vegar samband
hvors um sig við sauðféð sem öllu
máli skiptir. Líkamlegur losti er að-
eins til í réttunum. Og þó verður
samband þeirra líkamlegt á sinn
hátt áður en yfir lýkur, gott ef þeir
skríða ekki aftur inn í móðurkviðinn
og liggja naktir hlið við hlið eins og
ófæddir tvíburar. Endar myndin því
ekki á jarðarför eins og til stóð held-
ur öfugri fæðingu.
Það sem Hrútar kennir okkur þó
fyrst og fremst er nauðsyn þess að
byrja með góða hugmynd, einstaka
hugmynd sem fæst ekki með því að
herma eftir heldur með því að hugsa
það í gegn sem verið er að gera. Að
öðrum ólöstuðum er það því fyrst og
fremst handritshöfundurinn Grím-
ur Hákonarson sem á hrós skilið,
því án góðs handrits fer öll sú mikla
vinna sem annars er lögð í að gera
kvikmyndir fyrir lítið. n
„Hrútar varast hin-
ar hefðbundnu
gryfjur íslenskrar kvik-
myndagerðar sem felast
í að ofkeyra dramatíkina
eða ofútskýra hlutina.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Hrútar
IMDb 8,4 Metacritic 83
Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson
Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson og
Theodór Júlíusson
93 mínútur
Sigurður Sigurjónsson
Siggi Sigurjóns leikur
eitt af aðalhlutverkum
myndarinnar.
L
jósmyndarinn Spessi Hall-
björnsson opnar á morgun,
laugardag, ljósmyndasýningu
í Gallerí Listamenn Skúlagötu
32 í Reykjavík. Sýningin samastend-
ur af portrettmyndum Spessa en í
tilkynningu segir að á sýningunni
sé engu líkara en viðfangsefnið,
umhverfið og væntingar ljós-
myndarans renni saman í eina
órofa heild. Myndirnar eru tekn-
ar á Fogo Island við Nýfundnaland
á austur strönd Kanada. Á eyjunni
eru ellefu fiskimannasamfélög inn-
flytjenda frá Bretlandseyjum sem
settust þarna að til að veiða fisk þar
til þorskstofninn hrundi fyrir um
þremur áratugum. Punktar voru
málaðir á hurðir fiskiskúranna til
að hjálpa sjómönnum að rata rétta
leið í morgunmuggunni, ólæsi var
algengt og sjómennirnir lögðu öll
mið og leiðarlýsingar á minnið.
Nú hrærist fólkið í minningum um
horfna tíma. Spessi lagði stund á
ljósmyndun við AKI – Akademie
voor Beeldende Kunst – í Hollandi
og útskrifaðist þaðan 1994. Verk
hans hafa verið sýnd á fjölmörgum
einka- og samsýningum hér á landi
og erlendis. n
valur@dv.is
Myndar íbúa eyjunnar Fogo
Myndirnar eru teknar á Fogo Island við Nýfundnaland
Frá Fogo Hér má sjá eina mynd sem Spessi
tók af íbúum eyjunnar Fogo. MyND SpeSSI