Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 2
Helgarblað 7.–10. ágúst 20152 Fréttir
Sársauki minnkar strax
• Kaldur gelsvampur & gel
• Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C
• Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af
• Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir
• Sterílar umbúðir
Virkar á sviða og sársauka af:
sólbruna - skordýrabiti
brenninettlum - húðflúrum
laser og núningsbruna
Fæst í apótekum.
Celsus ehf. www.celsus.is
AbsorBurn®
Kælir brunasár, hratt og lengi
Frjáls eins og fuglinn
í 3.000 metra hæð
Rafvirkinn Ágústa Ýr Sveinsdóttir hefur náð góðum árangri í svifvængjaflugi upp á síðkastið
Þ
etta er svipuð tilfinning og
maður hafði þegar maður
var að róla sem barn, alveg
frjáls og æðislega gaman að
vera hátt uppi,“ segir Ágústa
Ýr Sveinsdóttir, sem hefur náð góð-
um árangri í svifvængjaflugi upp á
síðkastið á mótum erlendis.
Hún segir að mikil friðsæld og
rólegheit einkenni svifvængjaflug.
„Þetta er eins og að vera í rólu í tvö
til þrjú þúsund metra hæð. Þetta er
aftenging á öllu sem er að gerast í
kringum mann og maður er frjáls
eins og fuglinn.“
Slasaðist og kastaði út
varafallhlíf
Ágústa Ýr lenti í þriðja sæti í byrj-
endaflokki og fimmta sæti í
kvennaflokki á móti sem var haldið
í Makedóníu um síðustu helgi.
„Þetta kom mér mjög mikið á
óvart. Þetta voru frekar erfiðar að-
stæður og flugmannahópurinn
var sterkur,“ segir hún. Á Norður-
landamóti sem var haldið á Ítal-
íu skömmu áður náði hún einnig
góðum árangri, eða öðru sætinu í
kvennaflokki. Þar lenti reyndar for-
ystusauður íslenska liðsins, Hans
Kristján Guðmundsson, í hremm-
ingum og slasaði sig lítillega eftir að
hafa þurft að kasta út varafallhlíf.
Ekkert brjálæðislega hættulegt
Ágústa er 26 ára rafvirki úr Reyk-
hólahreppi á Vestfjörðum. Hún
byrjaði í sportinu fyrir um þremur
árum eftir að hafa fengið forsmekk-
inn af því í Nepal og ákvað að taka
það föstum tökum í fyrra.
Hún segir flugið vissulega vera
hættulegt, eins og margt annað
sport, en hópurinn sem stundar
það hér á landi er ávallt vel útbúinn.
„Ef allt fer til fjandans getur mað-
ur kastað út varafallhlífinni. Þetta
er ekkert brjálæðislega hættulegt.
Þetta er líklega hættulegast þegar
maður er að taka af stað eða lenda
því þá getur maður misstigið sig.“
Vík í Mýrdal heitasti staðurinn
Um eitt hundrað manns eru með
réttindi til að stunda svifvængjaflug
hér á landi og um helmingur þeirra
stundar sportið reglulega. Konur
eru um 40 prósent flugmanna, sem
er óvenjuhátt hlutfall miðað við
mörg önnur lönd.
Erfitt getur verið að finna réttu
staðina til að taka á loft vegna hins
rysjótta íslenska veðurfars. „En
hópurinn er stór og fólk er duglegt
að hoppa upp í bíl og keyra af stað,“
segir hún. Á höfuðborgarsvæð-
inu er oft flogið í Hafrafelli, Her-
dísarvík, Kömbunum og á Úlfars-
felli. Heitasti flugstaðurinn í dag er
aftur á móti Vík í Mýrdal. „Þar eru
mjög skemmtilegar aðstæður og
fallegt að fljúga.“
Vinna bug á lofthræðslu
Aðspurð segir hún marga loft-
hrædda einstaklinga stunda svif-
vængjaflug og sumir prófa það til
að vinna bug á lofthræðslunni, oft-
ast með góðum árangri. „Ég þekki
nokkra sem segjast vera mjög loft-
hræddir en það skiptir engu máli
þegar þeir eru að fljúga,“ útskýrir
Ágústa Ýr en bætir við að það sé dá-
lítil kúnst að verða góður í sportinu.
„Það geta allir lært að fljúga og njóta
þess að vera í loftinu en það eru
kannski ekki allir sem verða keppn-
isflugmenn. Það fallega við þetta
sport er að þú getur verið sáttur við
að fljúga í smá stund og njóta þín
á meðan aðrir vilja fljúga lengra og
stefna að öðrum markmiðum,“ segir
hún og nefnir að til dæmis hafi hún
hitt 75 ára gamalt fólk sem njóti eft-
irlaunanna með því að fljúga um
heiminn, frjálst eins og fuglar. n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
„Ég þekki nokkra
sem segjast vera
mjög lofthræddir en það
skiptir engu máli þegar
þeir eru að fljúga.
Í háloftunum Ágústa Ýr upplifir mikla friðsæld í háloftunum.
Árétting
Í vikublaði DV var að finna
ítarlega umfjöllun um
Reykjavíkurmaraþonið og
hlaupara sem ætla sér að hlaupa
fyrir gott málefni. Fyrir mistök
víxluðust myndatextar bæði á
forsíðu blaðsins og í greininni og
fyrir vikið misritaðist nafn Ólafar
Jónu Ævarsdóttur, sem hleypur
fyrir MND-samtökin. Hún er
beðin velvirðingar á þessu, sem
og Ósk Jóhannesdóttir, sem
hleypur fyrir Hringinn en nafn
hennar birtist við mynd af Ólöfu
á forsíðunni.
Ólöf Jóna hyggst hlaupa 10
kílómetra og gerir það til að vekja
athygli á MND-sjúkdómnum, en
faðir hennar greindist nýverið
með hann. Ólöf er ófrísk og þegar
hún mun hlaupa maraþonið
verður hún komin 20 vikur á leið.
„Ég er bara spennt fyrir hlaup-
inu. Það má alveg segja að ég
sé byrjuð að æfa en ég hef verið
að hlaupa smá síðustu mánuði.
Maður er ekkert að fara að spretta
þetta heldur gerir þetta bara ró-
lega,“ sagði hún í viðtali við DV.
Mynd StinatErrazaS
Gripnir við ut-
anvegaakstur
Tveir vél hjóla menn, sem voru
á leið í burtu frá landinu með
Norrænu á fimmtudag, voru
sektaðir fyrir utanvegaakstur
rétt áður en þeir fóru um borð.
Mennirnir voru gripnir við
ut an vega akst ur í Vatna jök-
ulsþjóðgarði af landvörðum.
„Maður er búinn að
gefast upp á þessu“
Lánið hækkaði úr 18 milljónum í 29
S
taðan er alveg eins og hún var í
fyrra,“ segir Agla Þyri Kristjáns-
dóttir en í fyrrasumar birti
Agla mynd af greiðsluseðli á
Facebook-síðu sinni vegna íbúða-
láns frá árinu 2006.
Agla hafði tekið lán upp á 18 millj-
ónir króna það árið en 1. september
2014 barst henni greiðsluseðill þar
sem skuldin hafði uppreiknast í 29
milljónir króna og voru eftirstöðvar
greiðslunnar rúmar 26 milljónir. Var
Agla ósátt við að ekkert hefði bólað
á aðgerðum ríkisstjórnarinnar varð-
andi leiðréttingu skulda húsnæðis-
lána.
Samkvæmt greiðsluseðli frá 1.
ágúst 2015 hefur upprunalega láns-
upphæðin hækkað í 29,5 milljónir
en Agla skuldar nú rúmum tveim-
ur milljónum minna en áður vegna
skuldaniðufellingaraðgerða ríkis-
stjórnarinnar, eða rúmar 24 milljón-
ir.
„Það eina sem hefur gerst á síð-
astliðnum ellefu mánuðum er að ég
fékk skuldaniðurfellingu upp á rúm-
ar tvær milljónir króna og eftirstöðv-
ar lánsins eru vissulega lægri. Það
breytir hins vegar engu um skuldina
þótt ég hafi greitt af láninu ellefu
sinnum síðan í ágúst í fyrra, það
lækkar ekki neitt,“ segir Agla.
„Maður er bara búinn að gefast
upp á þessu. Þetta lán bara vex og
vex og maður borgar bara og þeg-
ir. Þegar ég verð orðin sextug og þarf
að greiða lokagreiðsluna verður hún
ábyggilega orðin þó nokkrir tugir
milljóna,“ segir hún að lokum. n
birna@dv.is
agla Þyrí Segist vera búin að gefast upp
þrátt fyrir skuldaleiðréttinguna.
Mynd FacEBook.