Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 4
Helgarblað 7.–10. ágúst 20154 Fréttir
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
VOLVO V70 D5
03/2004, ekinn 169 Þ.KM,
DIESEL, sjálfskiptur.
Verð 2.390.000. Raðnr.251428
HYUNDAI IX35 GLS
04/2011, ekinn 76 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 2.990.000.
Raðnr.285460
FORD MUSTANG COUPE
Árg. 2007, ekinn 77 Þ.km,
6cyl, sjálfskiptur, leður.
Verð 2.390.000. Raðnr.253791
VW GOLF PLUS
07/2005, ekinn 134 Þ.km,
sjálfskiptur. Verð 880.000.
Raðnr.253867
BMW 545i
10/2004, ekinn 180 Þ.km,
sjálfskiptur. Verð 2.690.000.
Raðnr.285338
Borgararnir stóðust prófið
n Stikkprufur reyndust allar vera rétt mældar n Aðeins einn söluaðili merkti með kílóverði
E
ster Eir Magnúsdóttir tók eft-
ir því í vikunni að 120 g ham-
borgari sem hún hafði keypt
í Krónunni var aðeins 90 g
þegar heim var komið. Hún
vakti athygli á þessu á samfélags-
miðlum og í kjölfarið fór Krónan
yfir alla hamborgara sem seldir eru
undir þeirra merkjum til að kanna
hvort fleiri hamborgarar væru vit-
laust merktir. Blaðamenn DV ákváðu
að gera sína eigin rannsókn og taka
nokkrar stikkprufur í nokkrum versl-
unum borgarinnar. Alls voru skoð-
aðar sjö tegundir af hamborgurum
og fór blaðamaður eftir þeim í fimm
verslanir.
Heimsóttar voru þrjár stórversl-
anir, Hagkaup, Bónus og Krón-
an, og svo tvær sérverslanir, Kjöt-
höllin við Skipholt og Kjötbúðin
Grensásvegi. Borgararnir voru aug-
lýstir misþungir, eða á bilinu 120–
200 grömm. Hamborgarar sem
keyptir voru í stórmörkuðum voru
almennt tveir í pakka, en í sérversl-
unum var keyptur einn. Það var
einnig gert í Kjötborði Hagkaups.
Hjá Kjöthöllinni fylgdi hamborgar-
anum hamborgarabrauð og í pakkn-
ingu frá Hamborgarafabrikkunni
fylgdu tvö brauð, fabrikkusósa, salt
og pipar. Fyrir vikið miðast öll verð
við einn hamborgara, nema í tilfelli
Hamborgarafabrikkunnar og Kjöt-
hallarinnar.
Hamborgararnir voru svo vigtað-
ir á ritstjórnarskrifstofu DV og born-
ar voru saman auglýstar þyngdir og
svo vigtun blaðamanna. Borgararn-
ir voru vigtaðir án umbúða og að-
eins með bökunarpappír sem fylgdi
þeim.
Niðurstaðan var sú að allir
borgararnir stóðust prófið. Þeir
mældust allir innan marka og voru
jafnvel nákvæmlega jafn þungir og
þeir voru auglýstir. Nokkrir voru
nokkrum grömmum þyngri (2–4
g). Það vakti athygli blaðamanna
að aðeins einn framleiðandi merkti
umbúðir eða kvittun með kílóverði,
eða Kjötbúðin.
Hafa ber í huga að þeir voru ekki
steiktir eða grillaðir og ekki er horft
til rýrnunar eftir eldun. Aðeins er
verið að skoða hamborgarana óeld-
aða, beint úr búðinni – jafnvel beint
af nautinu.
Bera við mannlegum mistökum
„Okkur þykir yfirleitt mjög neikvætt
þegar svona mál koma upp,“ seg-
ir Hrannar Már Gunnarsson, starfs-
maður Neytendasamtakanna.
„Yfirleitt eru mál sem þessi var-
in með því að verslunin segi að um
mannleg mistök sé að ræða. Auðvit-
að geta mistök komið upp en þetta er
óþarflega algengt.“
Hann segir að Neytendasam-
tökunum berist oft fyrirspurnir og
ábendingar varðandi mál þar sem
verslanir og aðrir verðmerki vör-
ur ranglega eða þyngd sé vitlaust
skráð, helst á lausavöru sem er pökk-
uð í verslunum eða hjá framleiðanda
þar sem farið er með vöruna beint í
verslunina, eins og á oft við um ham-
borgara og annað kjöt. „Þetta er mjög
algengt yfir sumartímann en auðvit-
að gerist þetta allt árið um kring.“
„Þegar okkur berast fyrirspurnir
eða ábendingar höfum við samband
við viðkomandi verslun og eru mis-
tökin yfirleitt lagfærð. Þá fáum við
yfirleitt þær skýringar að um mann-
leg mistök sé að ræða. Þetta mál er
klassískt dæmi um það.“ n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Birna Guðmundsdóttir
astasigrun@dv.is / birna@dv.is
Kjötbúðin
Merkt þyngd: 148 g
Þyngd samkvæmt DV: 136 g
Verð: 325 kr.
Kílóverð: 2.198 kr.
Borgarinn var vafinn inn í pappír þegar
hann kom frá kaupmanninum. Hann var
einnig vigtaður í pappírnum þegar hann var
afgreiddur. Þegar blaðamenn vigtuðu hann
reyndist hamborgarinn vera um 12 g léttari
en þegar hann var vigtaður í umbúðunum.
Hamborgarinn var keyptur stakur. Kjöthöllin
var eina verslunin sem merkti umbúðir með
kílóaverði.
Krónan (Norðlenska)
Merkt þyngd: 120 g
Þyngd samkvæmt DV: 122 g
Verð: 149,5 kr.
Kílóverð: 2.496 kr.
Tveir hamborgarar voru í pakkanum, en hamborgurunum hafði verið
pakkað í Krónunni. Framleiðandi er Norðlenska.
Heildarverðið var 599 kr.
Goði Stór-
borgari
Merkt þyngd: 200 g
Þyngd samkvæmt DV: 200 g
Verð: 599 kr.
Kílóverð: 2.995 kr.
Hamborgararnir voru tveir í pakka
og var heildarverðið 1.198 kr.
Kjöthöllin
Merkt þyngd: 140 g
Þyngd samkvæmt DV: 146 g
Verð: 383 kr.
Kílóverð: 2.736 kr.
Hamborgarinn var keyptur stakur og honum
fylgdi eitt brauð sem er innifalið í verði.
Hamborgarafabrikkan
Merkt þyngd:
120 g Þyngd
samkvæmt
DV: 120 g
Verð: 1.349 kr.
Hamborgararnir
voru keyptir í
Hagkaup. Þeir
eru fram
leiddir fyrir
Hamborgara
fabrikkuna.
Með þeim fylgdi
bæði sósa, tvö
hamborgara
brauð, salt og
pipar. Verðið
endurspeglar
því heildarverð,
ekki á stökum
hamborgara.
Kjötborð
Hagkaups
Merkt þyngd: 120 g
Þyngd samkvæmt DV: 120 g
Verð: 279 kr.
Kílóverð: 2.325 kr.
Hamborgarinn var keyptur stakur í kjöt
borði Hagkaups.
Íslandsnaut
Merkt þyngd:
140 g
Þyngd sam-
kvæmt DV:
144 g / 142 g
Verð: 269 kr.
Kílóverð:
1.925 kr.
Hamborgararnir
voru keyptir í
Bónus. Tveir eru
í pakkningunni
og var heildar
verð 539 kr.
Myndir SiGtryGGur Ari