Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 16
Helgarblað 7.–10. ágúst 201516 Umræða
„Grein um glæpi í framtíðinni“
E
ins og menn vita skrifa rit-
höfundar töluvert um vanda
þeirra eða vegsemd sem
fást við ritstörf. Kannski er
þetta ekki svo undarlegt:
fólk úr sveitum skrifar gjarnan um
lífið í sveitum, löggur og spæjar-
ar sem fara að fást við ritstörf skrifa
einmitt gjarnan um löggur og spæj-
ara; menn svona leita í þann heim
og þá tilveru sem þeir þekkja, og því
ekki svo undarlegt að skrifandi fólk
fjalli um sitt fag. En samt hef ég oft
undrað mig á því hvað kollegar mín-
ir úr ritstörfunum hafa farið fljótt út
í það að skrifa um hvernig það sé að
vera rithöfundur: ungir menn, sem
hafa kannski skrifað tvær eða þrjár
bækur, snúa sér næst að því að fjalla
um erfitt líf rithöfundarins: baráttu
hans við einsemd, hugmyndaþurrð,
eirðarleysi. En sumar þannig bækur
eru reyndar hrein snilld, það er ekki
það.
Ég hef semsé ekki farið út í þetta,
á þeim rúma aldarþriðjungi sem ég
hef verið í faginu, en nú hef ég skrif-
að vikulega pistla í þetta ágæta blað,
DV, í meira en hálft ár. En áður en
ég gerðist svona reglulegur greina-
höfundur hafði ég undrast andríki
þeirra manna sem fást við þetta,
vikulega, árum saman jafnvel, hafa
þeir fengið nýja hugmynd, koma
með sína útgáfu á atburðum líðandi
stundar, geta kvittað á allt sem ger-
ist.
Sultur eftir Knut Hamsun
Einhver furðulegasta lýsing á hugar-
ástandi manns sem fæst við að
skrifa dálka í blöð er úr snilldarverk-
inu og tímamótabókinni „Sultur“
eftir Knut Hamsun, sem út kom
árið 1890. „Húngurmeistarinn“,
en svo kallar Halldór Laxness að-
alpersónuna, segir um iðju sína,
þegar svo er komið að hann á „ekki
einu sinni eftir greiðu, hvað þá ann-
að, eða bók til að lesa í, þegar verst
lá á mér. Allt liðlangt sumarið hafði
ég leitað athvarfs í kirkjugörðunum
eða uppi í hallargarði, setið þar og
samið greinar í blöðin, hvern dálk-
inn af öðrum um hin fjarskyldustu
efni, furðulegan samsetning, tiktúr-
ur og tilfyndni eirðarlauss manns. Í
örvæntingu minni hafði ég oft valið
mér hin fjarstæðustu viðfangsefni,
sem ég varði til óratíma og erfiðis-
munum og blöðin vildu aldrei líta
við. Þegar einni grein var lokið, byrj-
aði ég á annarri, og ekki lét ég oft
hugfallast, þó að ritstjórarnir segðu
nei. Ég sagði alltaf við sjálfan mig,
að einhvern tíma myndi þetta tak-
ast. Og viti menn, stundum þegar ég
var lánsamur og bærilega hafði tek-
ist, hrutu til mín fimm krónur fyrir
hálfs dags vinnu.“
Nákvæmlega svona er þetta hjá
okkur pistlahöfundunum! Þótt ekki
séum við allir jafn andríkir og að-
alpersónan í Sulti, sem í einhverj-
um hungursvimanum fær þá bráð-
snjöllu hugmynd að skrifa langa
grein eða úttekt um „Glæpi fram-
tíðarinnar“.
„Saðningarrósemi eins og þeir,
sem hafa grátið lengi“
Honum tekst að skrapa saman fyr-
ir ostbita og hveitibrauði, og fer
með þetta nesti upp í hallargarð og
hám ar það í sig. Það var mikil bless-
un, langt síðan hann hafði fengið
svona vel útilátna máltíð og hann
„fann smám saman til sömu saðn-
ingarrósemi eins og þeir, sem hafa
grátið lengi“. Og hann bætir svo við:
„Mér óx kjarkur óðfluga. Mér var
ekki lengur nóg að semja grein um
svo einfalt og óbrotið efni sem glæpi
í framtíðinni, sem hver og einn gat
auk þess getið sér til, beinlínis les-
ið út úr sögunni. Ég treysti mér út
í erfiðara efni, ég var í þeim ham
að sigrast á örðugleikum, og ákvað
að semja grein í þrem köflum um
heimspekilega þekkingu. Auðvit-
að myndi mér veitast tækifæri til að
salla niður sumar villukenningar
Kants.“
Matarleg auglýsing, og önnur
með grönnu glottandi letri
Þetta er algerlega göldrótt bók,
Sultur Hamsuns, og athyglisvert
væri að taka saman á lista alla þá
rithöfunda sem hafa nefnt hana
sem áhrifavald, eða hreinlega sagt
að eftir að hafa lesið hana hafi þeir
ákveðið að verða rithöfundar – þar
á meðal eru frægir íslenskir sam-
tímahöfundar. Nóbelsskáldið Isaac
Bashevis Singer kallaði hana upp-
haf vestrænna nútímabókmennta.
Fyrstu síðu hennar mætti lesa sem
kennsluefni í því hvernig á strax
í byrjun að búa til stemningu og
seið. Hinn svangi og fátæki maður
vaknar þá í kalda og óvistlega her-
berginu sínu uppi í kvisti og heyrir
klukku fyrir neðan sig slá sex högg.
Úti við dyr er herbergið hans fóðrað
með gömlum dagblöðum og aug-
un hvarfla að matarlegri auglýsingu
„frá Fabian Olsen bakara um nýbak-
að brauð“. Og hann heldur áfram:
„Hjá mér hafði verið allþröngt í búi
að undanförnu, munir mínir hver af
öðrum farið til „frænda“, ég orðinn
taugaveill og óeirinn og hafði leg-
ið í rúminu nokkrum sinnum dag
og dag í svima.“ Og þegar veruleik-
inn rifjast upp fyrir honum hvarfla
augun frá matarlegu auglýsingunni
hans Fabians Olsen bakara að
annarri „auglýsingu með grönnu og
glottandi letri: „Líkklæði hjá jómfrú
Andersen, hægra megin í portinu“.
Isaac Bashevis Singer Sagði Sult vera
upphaf vestrænna nútímabókmennta.
„Þetta er alger-
lega göldrótt
bók, Sultur Hamsuns,
og athyglisvert væri að
taka saman á lista alla
þá rithöfunda sem hafa
nefnt hana sem áhrifa-
vald, eða hreinlega sagt
að eftir að hafa lesið
hana hafi þeir ákveðið að
verða rithöfundar.
Knut Hamsun
„Hann lagði á sig
píslir, einangrun og
fátækt í áratug til
þess að geta æft sig
við skriftir, orðið at-
vinnumaður í faginu
– maður til að semja
bók eins og Sult.“
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
H E I L S U R Ú M
Útsalan hefst
4. ágúst!