Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 22
Helgarblað 7.–10. ágúst 201522 Fólk Viðtal er ekki með fólk í vinnu að staðaldri. Hún fær þó stundum aðstoð frá ætt- ingjum og vinum á álagstímum. „Fólk kemur til dæmis í sauðburð og smölun af því það vill taka þátt og hefur tengingu við svæðið. Ég þarf bara að eiga til nóg af vinnufatnaði og stígvélum.“ Hún hefur ekki verið að taka börn í sveit á sumrin eins og foreldr- ar hennar gerðu þegar hún var lítil. „Þá vorum við með baggaheyskap og það þurfti svo mikinn mannskap í það. Baggarnir voru handtíndir á vagna. En nú er maður á traktorn- um dag og nótt og það er bara starf fyrir einn. Þegar maður er með börn í sveit þá þarf líka að sinna þeim. Svo mega börn ekki vinna, þetta er orðið svo rosalega strangt.“ En Heiða var sjálf farin að keyra traktor 12 ára gömul, sem þótti reyndar ekkert sér- staklega ungt á þeim tíma. En vegna þess að hún var yngst af systrum sín- um þá kom síðast að henni. „Ég er alin upp á bremsulausum Ferguson og nota aldrei handbremsur á bílum í dag,“ segir hún hlæjandi. Vill ekki eiga börn Heiða hefur sjálf aldrei stefnt að því að eiga börn og gerir ekki ráð fyr- ir því að það breytist úr þessu. Hún er þó bara nýbyrjuð að þora að segja það upphátt, enda hefur alltaf verið ákveðinn þrýstingur á hana að stofna fjölskyldu. „Ég þurfti alveg að herða mig upp í að segja fólki að mig lang- aði ekki að eiga börn. Það kom alltaf gusa um að ég myndi sjá eftir því og að ég gæti ekki orðið gömul ein. Það eiga allir í samfélaginu að vera eins og mér finnst það kjánalegt. Ég má ekki brosa til barns þá er fólk farið að segja að ég þurfi að æfa mig. Og þegar ég var yngri og búin að vera í erfiðustu verkefnunum hérna á bænum í mörg ár, moka skítinn og setja upp girðingar, þá biðu samt all- ir spenntir eftir því að ég næði mér í mann svo ég gæti farið að búa. Það var lengi viðhorfið. Alltaf verið að fylgjast með því hvað ég var að gera.“ Hún telur þó að fólk sé hætt að bíða í dag. Enda flestir líklega búnir að gefa upp vonina um að hún muni ein- hvern tíma koma sér upp vísitölu- fjölskyldu. Ræður hvað hún verður skrýtin Heiða sér ekkert endilega fyrir sér að hún verði ellidauð á Ljótarstöð- um, eins og hún orðar það sjálf, en hún útilokar ekki neitt. „Það gæti al- veg farið svo, en það er ekkert víst. Ég verð hérna eitthvað áfram en væri alveg til í að gera eitthvað ann- að einhvern tíma, ef einhver annar er tilbúinn að taka við og halda sömu stefnu. Ég myndi aldrei stökkva frá búinu og láta það leggjast í eyði,“ segir hún ákveðin. Henni þykir vænt um jörðina sína og er stolt af því sem hún er búin að gera fyrir hana á síðustu árum. Og aðspurð segist hún alls ekki upplifa sig einangraða í sveitinni. „Maður getur alls staðar einangrast ef maður vill það – líka í stórborgum. Ég er ekkert einangraðri hér en annars staðar. Maður ræð- ur því eiginlega sjálfur hvað maður verður skrýtinn. Og ef maður ætl- ar sér það ekki þá er hægt að spyrna gegn því allavega.“ Heiða bendir á að heimurinn sé orðinn svo lítill, með netinu og öllum samfélagsmiðlun- um sem þar má finna. Þótt hún stundi ekki mikið fé- lagslíf í sveitinni núorðið hefur hún þörf fyrir að komast reglu- lega aðeins í burtu – í annað umhverfi. „Það er eitt við að vera á svona stað. Heimur- inn minnkar og minnkar ef maður fer aldrei neitt. Þegar ég fer eitthvað í burtu þá er ég allt önnur manneskja þegar ég kem heim. Ég er mjög ævintýragjörn og með mikla útþrá. Ég verð því stundum eirðarlaus. Mig langar alveg að prófa eitt- hvað annað,“ segir Heiða hreinskilin. Hún viðurkenn- ir að það fari ekkert endi- lega vel saman að vera með útþrá og vera bóndi. En út- þráin og ævintýragirnin varð til þess að hún fór bæði út í rúning og fósturtaln- ingar. Báðar greinarnar gera henni kleift að ferðast á milli bæja og hitta fólk. Verkefnin eru árstíðabund- in svo hún getur sinnt þeim með bú- störfunum, með smá aðstoð. „Það svalar ævintýraþránni að einhverju leyti að ferðast um landið og sjá eitt- hvað nýtt.“ Brautryðjandi í fósturtalningum Heiða og Elín, vinkona hennar, eru í raun brautryðjendur í fósturtalning- um á Íslandi, ásamt hjónum í Öxar- firði, en áður hafði Norðmaður einn nokkrum sinnum komið til landsins og framkvæmt fósturtalningar á fá- einum bæjum. Þær fengu að fylgj- ast með honum í tvo daga og hann hjálpaði þeim að kaupa réttu tæk- in. Heiða segir það geta skipt miklu máli fyrir bændur að vita hve mörg lömb eru væntanleg hjá hverri á. Bæði upp á fóðrunina að gera og sauðburðinn sjálfan. En þrátt fyrir að Heiðu þyki gott að komast í burtu af og til þá er ekki alltaf auðvelt fyrir hana að stökkva frá búinu. „Það er auðveldara á sumrin. Þá er í raun lítið sem þarf nauðsyn- lega að sinna á ákveðnum tímum. Mér hefnist bara fyrir þegar ég kem heim aftur. Það gerist svo sem ekk- ert á meðan ég er í burtu. Grasið bara sprettur og heyskapurinn bíður. En á veturna þegar fénaðurinn er í húsi þarf auðvitað að gefa og þegar ég fer í fósturtalningarnar þá þarf ég að ráða manneskju í afleysingar.“ Tók þátt í rúningskeppni Heiða er dugleg að grípa spennandi tækifæri sem henni bjóðast og til að svala ævintýraþrá sinni enn frekar skellti hún sér í rúningskeppni í Bret- landi fyrr í sumar. Hún tók rúnings- námskeið sem var hluti af náminu á Hvanneyri og fór strax í kjölfarið að klippa sínar eigin kindur. Fljót- lega fór hún svo líka að klippa fyrir aðra í atvinnuskyni. „Hér á landi fer maður bara á tveggja daga námskeið og byrjar að klippa. Það er viðtekin venja. Allt snýst um að tæta ullina af og vera sem fljótastur, en minna um að gera það vel. Sumir leggja það auðvitað á sig að vanda sig en aðrir ekki, og ég var alveg í seinni hópn- um. Ég þeytti þessu bara af eins hratt og ég gat. Og gerði það mjög illa. Í dag skammast ég mín fyrir það,“ seg- ir hún og hlær. „En ég hef tekið þátt í keppnum sem haldnar hafa verið á Kex Hostel, sem eru reyndar meira í anda sýninga. Ég vil halda því á lofti að konur geti líka klippt.“ Nú í sumar bauðst henni svo að fara til Bretlands með fríðum flokki klippara sem hefur keppt á heimsmeistaramóti í greininni. „Við byrjuðum á að fara á nám- skeið hjá yfirmanni breska ullarsam- bandsins. Engin smá kanóna,“ seg- ir Heiða kímin. „Svo horfðum við á eina rúningskeppni og fórum í kjöl- farið á The Great Yorkshire Show, sem er stærsta landbúnaðarsýning í Bretlandi. Rúningskeppnin var ein greinin sem keppt var í. Það voru al- veg þrjú hundruð manns að keppa og það var ofboðslega gaman að taka þátt. Og það var ekki síður gam- an að fylgjast með besta flokknum. Það var rosaleg stemning. Hraðinn var svo mikill og þulurinn á háa C- inu.“ Heiða sýnir blaðamanni og ljósmyndara bæði myndir og mynd- bönd frá keppninni og það fer ekki á milli mála að stemningin er mikil. Eiginlega eins og á stórum íþrótta- viðburði. „Þetta eru bara íþróttahetjur og maður getur flett myndböndum af þeim upp á Youtube. Ég er einmitt búin að vera að skoða myndbönd af rúningi frá því ég kom heim,“ segir hún hlæjandi. „En það hefur verið í umræðunni að taka þetta inn sem ólympíugrein. Þetta er fín íþrótt. Þetta snýst um hraða, snerpu og vinnulag. Og kindin þarf að ganga óskemmd frá rúningnum.“ Vill bæta kennsluna Heiða segist lítið hafa spáð í það í hvaða sæti hún lenti. Hún veit þó að hún lenti í níunda sæti af fjórt- án í kvennaflokki og var frekar neðarlega í almenn- um flokki. „En þetta er bara byrjunin. Ég lærði svo mik- ið. Og reynslan af því að taka þátt er alveg ómetanleg.“ Hún vonast til að kom- ast aftur út í slíka keppni en segist aðspurð þó ekki stefna á frama í greininni. Hún sé orðin alltof gömul til þess. „Helsti tilgangur- inn með því að fara út er að koma með reynsluna heim og auka kennsluna hérna heima. Og leggja meiri áherslu á að rýja vel. Kennslan á Hvanneyri er góðra gjalda verð en það er nauðsynlegt að auka hana. Ég væri sjálf mjög til í að ná þeirri færni að geta kennt öðrum, og halda jafnvel rúningsnámskeið fyrir konur. Þær eru svolítið til baka í þessari grein. Hika við að fara út í þetta.“ Ólst ekki upp við neitt kjaftæði Bóndinn á Ljótarstöðum gerir sér grein fyrir því að hún fellur ekki al- veg undir þá staðalímynd sem flest- ir hafi af bændum. „Fólk hugsar um bóndann sem karl. Skítugan karl í samfestingi með húfu. En bænd- ur eru aðeins fjölbreyttari heldur en ímyndin gefur til kynna. Það eru engin geimvísindi að vera bóndi. Ég er reyndar mjög lélegur viðgerðar- maður, en það er ekki kynbundið – pabbi minn var ekkert skárri. Mér finnst vélavinna frekar skemmtileg og get unnið með hvaða tæki sem er. Það er bara hræðsla að þora ekki í vélar. Þetta er ekki flókið. En svo eru karlar sem geta ekki kveikt á þvotta- vél, eiga þeir erindi upp í trakt- or? Þessar staðalímyndir eru frekar óþolandi,“ segir Heiða sem upplifði það aldrei þegar hún var lítil að hún gæti ekki, eða ætti ekki að gera eitt- hvað, af því hún væri stelpa. „Við vorum bara stelpur á bæn- um og gengum í öll störf og svo var mikið af stelpum hérna í sveit. Pabbi var alltaf með stelpnastóðið á eftir sér. Mamma gekk líka í öll störf úti en sá samt alveg um heimilið. Pabbi var að því leytinu svolítil karl- remba. En ef hún var ekki heima þá eldaði hann alveg með pomp og prakt. Þannig að ég ólst ekki upp við neitt kjaftæði og stelpur og strákar voru bara í eins fötum,“ segir Heiða sem vill að lokum koma þeim skila- boðum á framfæri að stelpur og konur geti gert nákvæmlega það sem þær vilja. Þær þurfi bara að vera óhræddar við að takast á við áskoranir. n „Ég er reyndar mjög lélegur viðgerðar- maður en það er ekki kynbundið – pabbi minn var ekkert skárri. Handlagin Heiða hefur unun af því að vinna með höndunum og sér um allt viðhald á bænum sjálf. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRsson Rúningskeppni Heiða fór til Bretlands í sumar þar sem hún keppti í rúningi. Hún sótti líka námskeið og vill auka fagmennsku í greininni hér heima. Mynd úR einkasafni Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.