Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 33
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Menning 33 Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 6.590 kr. m.vsk. HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER? Kreppan í Grikk-landi hefur nán- ast lamað listmarkað- inn í landinu, að því er fram kemur í leiðara listavefsíðunnar Artsy.net. Þar kemur fram að fjölmörg gallerí í einkaeigu í Aþenu hafi ýmist lok- að eða séu að leggjast í dvala enda nútímalist lúxusvara sem fáir hafa efni á eða vilja nota peninga sína í þegar ástandið er jafn óstöðugt og núna. Listáhugi er þó ekki á undanhaldi enda hefur aðsókn á söfn og listviðburði í landinu auk- ist um 30 til 35 prósent á undan- förnum þremur árum. Robert Downey Jr. er tekju- hæsti leikari heims með 10,7 milljarða króna í árs- laun samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes – en mestar tekjur fær hann fyrir leik sinn sem ofurhetjan Tony Stark í nokkrum kvikmyndum. Næst- ir koma Jackie Chan (sem sló í gegn í Kína með mynd sinni Dragon Blade), Vin Diesel (sem lék í Fast and the Furious 7), Bradley Cooper (sem lék í Amer- ican Sniper), grínleikarinn Adam Sandler og indversku Bollywood- leikararnir Amitabh Bachchan, Salman Khan og Akshay Kumar. Í lok síðasta mánað-ar var til- kynnt hvaða 13 höfund- ar komast á langa tilnefn- ingalista (e. long- list) Man Booker-bókmenntaverð- launanna árið 2015. Til ársins 2013 gátu aðeins rithöfundar frá breska samveldinu hlotið verðlaunin en nú geta allir sem skrifa bækur sín- ar á ensku og gefa þær út í Bret- landi hlotið verðlaunin. Meðal tilnefndra eru kanónur á borð við Anne Enright, Anne Tyler, Andrew O’Hagan og Marilynne Robinson en einnig eru þrír höfundar til- nefndir fyrir sína fyrstu bók. Úr listheiminum Þ að væri hægt að tala um list mína fyrir og eftir Jap- an,“ segir myndlistarkon- an Mireya Samper, sem sýnir verk unnin á jap- anskan washi-pappír á sýningunni Endurvarp í Lisasafninu á Akur- eyri. „Dyrnar sem ég var að leita að höfðu opnast,“ segir Mireya og baðar út höndunum þar sem hún situr með grænt te, umkringd hundum og listaverkum á vinnu- stofunni við höfnina í Kópavogi. „Eins og ég væri komin heim“ Mireya fór fyrst til Japan í kring- um aldamótin og segir þá upplif- un hafa verið yfirþyrmandi en hún hafi laðast að landinu og snúið aft- ur nokkrum sinnum síðan þá. Hún hafi fundið djúpstæða tengingu við menningu og list Edo-tímans, sem leið undir lok á seinni hluta 19. aldar. Í fyrra varði hún um sjö mánuð- um í Japan, sökkti sér í menn- inguna og þróaði þá með sér list- rænar aðferðir til að vinna með efnivið landsins, sérstaklega hinn einstaka washi-pappír. „Ég hef alltaf verið ofsalega hrifin af pappír og leitað að mismunandi tegundum úti um allan heim. Ég hef til dæmis unnið með indversk- an, kínverskan og kóreskan papp- ír,“ segir Mireya. Japanski pappírinn, sem er unninn úr berki kozo-jurtarinn- ar, er næfurþunnur og ljóshleyp- inn en gríðarlega sterkur. „Þegar ég uppgötv aði pappírinn var eins og ég hefði fundið eitthvað sem ég var að leita að – án þess að ég vissi að ég væri að leita. Eins og ég væri komin heim.“ Á andlegu ferðalagi Efniviður verkanna virðist líka tengj- ast andlegu lífi Austurlanda: verkin endurspegla óendanleika og eilífa hringrás. „Já, þessi sýning er annars vegar endurkast frá tímanum mín- um í Japan í fyrra og hins vegar því andlega sem ég hef verið að garfa í og spá og spekúlera í mörg ár – mér finnst svo hávísindalegt að nota orðið rannsaka, en þetta er listræn rannsókn,“ segir Mireya. Í verkunum er óendanleikinn tjáður með endurtekningunni og náttúruöflin eru sterkt þema: tugir örlítilla plastpoka fullir af lituðu vatni hanga úr loftinu og mynda skugga- myndir á vegginn, dropaformið og gárur á vatni eru síendurteknar, mál- aðar í einni hreyfingu eins og í jap- anskri skrautskrift. „Í sumum mynd- unum og innsetningunum er ég að vinna með allt upp í sjö tegund- ir af pappírum sem ég hef málað á í lögum, pappír ofan á pappír ofan á pappír. Þá myndast ákveðin þrí- vídd og endurtekning.“ Sérstök áferð pappírsins og aðferðir Mireyu gera það að verkum að erfitt er að skynja verkin án þess að upplifa þau í ná- vígi. Það hljómar nánast eins og papp- írinn og efnin séu einfaldlega hliðar- afurðir af þessu andlega ferðalagi? „Já, nákvæmlega. Listin er sam- tal og tjáningarform, þannig að ég kem þessu andlega ferðalagi frá mér á þennan hátt og er náttúrlega að reyna að tengja við fólk,“ segir Mireya og bendir til að mynda á innsetn- inguna Uppspretta – úrkoma, einn hugur, þar sem skapað er afmarkað íhugunarrými með hangandi papp- ír og níu mínútna tónverki. „Ég er að reyna að fá fólk til að koma með mér.“ Mireya Samper verður með listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 15. ágúst klukkan 15.00 en sýningunni lýkur 22. ágúst. n Andlegt ferðalag á japönskum pappír Mireya Samper sýnir verk unnin á washi-pappír í Listasafninu á Akureyri Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Komdu með „Ég er að reyna að fá fólk til að koma með mér,“ segir Mireya Samper um það andlega ferðalag sem hún tjáir í verkum sínum. Mynd SiGtryGGur Ari „Ég kem þessu andlega ferðalagi frá mér á þennan hátt og er náttúrlega að reyna að tengja við fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.