Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 10.–12. nóvember 20158 Fréttir Láttu þér líða vel Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 meccaspa.is Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Gildir f yrir alla r tegund ir af nu ddi við afhend ingu þe ssa miða. 20% afsláttu r Gefa þrettán milljónir Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita 13 milljónum króna til að svara kalli Alþjóða­ sambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að fjár­ magna aðkallandi hjálparað­ gerðir vegna neyðarástands á Grikklandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Á þessu ári hafa rúmlega 600 þúsund flóttamenn lagt leið sína til Grikklands og hefur straumur fólks aukist sérstaklega mikið undanfarna þrjá mánuði. Þar af hafa yfir 300 þúsund manns kom­ ið til eyjarinnar Lesbos sem er einungis um tveir ferkíló metrar að stærð. „Sjálfboðaliðar og starfs­ fólk gríska Rauði krossinn hefur starfað dag og nótt undanfarna mánuði við að koma hjálpar­ gögnum til þeirra sem á þurfa að halda. Fjárhagslegt bolmagn gríska Rauða krossins er hins vegar takmarkað vegna gífurlegs álags á árinu og þarfnast aðstoð­ ar annarra landsfélaga. Þar ætlar Rauði krossinn á Íslandi ekki að láta sitt eftir liggja. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér mataraðstoð, heilbrigðis­ aðstoð, dreifingu hreinlætis­ pakka og aðstoð við flóttafólk til að komast í samband við viðskila ættingja og ástvini,“ segir Rauði krossinn. Burlington þriðji stærsti kröfuhafi LBI Vogunarsjóðurinn í hópi stærstu hluthafa hins nýja félags eftir nauðsamning B urlington Loan Manage­ ment, írskt skúffufélag á veg­ um bandaríska vogunar­ sjóðsins Davidson Kempner, verður einn stærsti hluthafi eignaumsýslufélags gamla Lands­ bankans (LBI) eftir staðfestingu nauðasamnings. Samtals nema sam­ þykktar almennar kröfur Burlington á hendur LBI ríflega 98 milljörðum króna að nafnvirði sem gerir sjóðinn að þriðja stærsta samningskröfu­ hafa slitabúsins með um 6,1% hlut. Umsvif Davidson Kempner á Íslandi einskorðuðust lengst af einkum við kaup á kröfum á slitabú Glitnis og Kaupþings en á árinu 2014 hóf Burlington einnig að kaupa kröfur af miklum móð á LBI. DV hefur undir höndum lista yfir alla þá kröfuhafa – samtals 1.520 talsins – sem verða hluti af fyrirhug­ uðum nauðasamningi LBI og var sendur til kröfuhafa þann 6. nóvem­ ber síðastliðinn. Kröfuhafar munu greiða atkvæði um nauðsamnings­ frumvarp LBI á kröfuhafafundi 23. nóvember næstkomandi. Áætlað­ ar heimtur almennra kröfuhafa eru 14,38% sem þýðir að Burlington get­ ur vænst þess að fá um 14 milljarða króna í sinn hlut eftir að búið verð­ ur að umbreyta óseldum eignum í reiðufé og greiða út til kröfuhafa. Langstærstu samningskröfu­ hafar LBI eru hins vegar ACMO S.a.r.l., skúffufélag í Lúxemborg, og Deutsche Bank Trust Company Americas en samtals eiga þessi fé­ lög um 34% allra krafna á hendur LBI. Fullyrða má að félögin séu ekki raunverulegir eigendur krafnanna heldur aðeins vörsluaðilar fyrir ýmsa erlenda fjárfestingasjóði. Það sama gildir um Deutsche Bank í London sem er fimmti stærsti almenni kröfu­ hafi LBI. Eignasafn Seðlabanka Ís­ lands (ESÍ) verður fjórði stærsti hluthafi eignaumsýslufélags LBI en samþykktar kröfur bankans á hendur slitabúinu nema yfir 97 milljörðum. Það þýðir að sá erlendi gjaldeyrir sem mun að endingu falla í skaut ESÍ verður um 14 milljarðar. Landsbankinn kaupir Landsvirkjunarbréf Á síðustu mánuðum hefur reiðu­ fé slitabús LBI í erlendum gjaldeyri aukist um meira en 90 milljarða. Það skýrist af 47 milljarða fyrirfram­ greiðslu Landsbankans inn á skuld sína við LBI, 28 milljarða upp­ greiðslu ríkissjóðs á Avens­skulda­ bréfinu og sölu á skuldabréfi á hend­ ur Landsvirkjun. Gengið var nýlega frá samkomulagi um kaup Lands­ bankans á skuldabréfinu fyrir 8,3 milljarða en bréfið er í Bandaríkja­ dölum og á gjalddaga árið 2018. Slitabúið hefur núna yfir að ráða nægjanlegu reiðufé í erlendri mynt svo hægt sé að gera upp við for­ gangskröfuhafa að fullu með greiðslu að fjárhæð 211 milljarða áður en árið er liðið. Fram til þessa hefur slitabú­ ið innt af hendi fimm hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa upp á samtals 1.118 milljarða, eða sem nemur 85% af höfuðstól krafna þeirra. Uppgjör forgangskrafna LBI stafar sem kunn­ ugt er frá innstæðum sem Lands­ banki Íslands safnaði í útibúum sín­ um í Amsterdam og London undir vörumerkinu Icesave í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þrír stjórnarmenn Í frumvarpi að nauðasamningi ásamt ýmsum fylgiskjölum og gögn­ um sem hafa verið send til kröfu­ hafa, og DV hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að allir al­ mennir kröfuhafar muni fá greidda lágmarksgreiðslu í evrum að jafn­ virði 1,7 milljóna króna. Þá er áætlað að þær eignir sem verða á forræði stjórnar hins nýja félags eftir nauða­ samning – þegar búið er að greiða út til forgangskröfuhafa og inna af hendi stöðugleikaframlag til stjórn­ valda – muni nema ríflega 231 millj­ arði króna. Þar munar mestu um 152 milljarða skuld Landsbankans við LBI í erlendri mynt og lán til erlendra fyrirtækja að fjárhæð 46 milljarða. Við staðfestingu nauðasamnings mun LBI gefa út skuldabréf í evrum, og nýja hluti í félaginu, sem verður afhent samningskröfuhöfum í hlut­ falli við fjárhæð krafna þeirra. Sam­ kvæmt frumvarpi að nauðasamn­ ingi verður um að ræða vaxtalaus skuldabréf að jafnvirði 288 milljarða íslenskra króna með lokagjalddaga á árinu 2035. Afborganir af bréfinu ráðast af því hvernig til tekst að um­ breyta óseldum eignum í laust fé. Gert er ráð fyrir því að hið nýja félag LBI verði með lögfesti á Ís­ landi og að stjórnin verði skipuð þremur einstaklingum. Ekki liggja fyrir tilnefningar að stjórnarmönn­ um á þessari stundu en á síðasta kröfufundi LBI óskaði slitastjórnin eftir því að kröfuhafar myndu koma með tillögur að einstaklingum til að taka sæti í stjórninni. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Fjárfestingar Davidson Kempner í kröfum á hendur íslensku slitabúunum hófust árið 2009 og jukust umsvif sjóðsins hröðum skrefum næstu árin. Er vogunarsjóðurinn meðal annars stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis en á árinu 2013 seldi sjóðurinn hins vegar megnið af kröfum sínum á hendur Kaupþingi. Sá sem hefur haft umsjón með fjárfestingum Davidson Kempner á Íslandi, í gegnum skúffufélagið Burlington Loan Management, er sem kunnugt er Bretinn Jeremy Lowe, stundum þekktur sem „Herra Ísland.“ Árið 2014 hóf Burlington að kaupa umtalsvert af almennum kröfum á slitabú LBI. Þá er talið að Deutsche Bank í London, sem keypti mikið magn forgangskrafna á LBI á síðasta ári, meðal annars Icesave-kröfu hollenska seðla- bankans, hafi aðeins verið milliliður fyrir hönd vogunarsjóða á borð við Burlington. Fyrir utan kröfur á föllnu bankana þá á Burlington Loan Management einnig mikilla hagsmuna að gæta – bæði sem hluthafi og kröfuhafi – í Lýsingu, Bakkavör Group og eignaumsýslufélaginu ALMC, áður Straumi-Burðarási fjárfestinga- banka. Stærsti kröfuhafi Íslands Kröfuhafi Kröfufjárhæð að nafnvirði (í milljörðum) Hlutdeild ACMO S.a.r.l. 400 25% Deutsche Bank Trust Company Americas 304 19% Burlington Loan Management 98 6,1% Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) 97 6,1% Deutsche Bank AG, London 86 5,4% Goldman Sachs Lending Partners 51 3,2% Wingspan Master Fund 43 2,7% CF IC Investors II 36 2,3% CVF LUX Master S.a.r.l. 34 2,1% SL Investments S.a.r.l. 26 1,6% Trinity Investment 24 1,5% Bayerische Landesbank 22 1,3% AIO III S.a.r.l. 21 1,3% AIO IV S.a.r.l. 21 1,3% CVF Lux Securities Trading 18 1,2% LLSM L.P. 14 0,9% Stonehill Master Fund 14 0,8% Ríkisábyrgðarsjóður 12 0,8% Credit Suisse International 11 0,7% AIO III Finance (Ireland) Limited 10 0,7% 20 stærstu kröfuhafar gamla Landsbankans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.