Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 10. nóvember–12. nóvember 20154 Betri borgarar - Kynningarblað Pörusteikarborgari, góð tónlist og Lebowski-þemað svíkja engan „Hef enn engan hitt sem hatar þetta þema“ A rnar Þór Gíslason á Le- bowski-bar segir að aðdrag- andinn að stofnun staðar- ins hafi verið afar langur, en þema staðarins er hins vinsæla og sígilda kvikmynd Cohen- bræðra, The Big Lebowski: „Staðurinn var í raun átta ár í vinnslu. Búið að spá mikið í þetta enda algjörlega nýtt hér á landi að tileinka einn veitingastað til- tekinni kvikmynd. Tónlistin hérna er þannig að engum líkar illa við hana, þetta eru bara lög frá tímabilinu 1960 til 1980. Það er enginn annar staður sem fókuserar bara á þessa tónlist. Aldurshópurinn hérna er líka breiður eða allt frá 20 upp í 70 ára. Stundum er þetta eini staðurinn í bænum með dansgólf á mánudags- og þriðjudags- kvöldum en þá erum við stundum með um 100 manns á dansgólfinu og fullsetinn stað.“ Arnar segir að vegna Lebowski- þema staðarins dragi hann að mjög marga útlendinga: „Hérna eru daglega um 300–500 manns fyrir utan að taka myndir af staðnum og margir koma til að fá sér borgara eða sjeik. Þetta er staður með ákveðið þema og enn hef ég engan hitt sem líkar ekki við þetta þema.“ Arnar segir að gestir komi á mjög mismunandi tímum. Kvöldin eru vin- sæl, ekki síst vegna fótboltaleikja en fótboltinn er sýndur á sex risaskjám. „Við erum með dj á hverju kvöldi og náum alltaf að keyra upp stemn- ingu. Síðan erum við með „pub quiz“ með kvikmyndaspurningum. En há- degin eru líka mjög sterk hjá okkur. Þá koma hingað ferðamenn, fólk sem vinnur í miðbænum og svo skólafólk.“ Nautalundarborgari og pörusteikarborgari „Hakkið okkar er sérblandað og brauðin sérbökuð. Það er alvöru 100% nautakjöt í þessu og fitumagn- ið er sérblandað fyrir okkur. Ham- borgararnir okkar falla virkilega í kramið og fólk er jafnvel að taka með borgara, birgja sig upp af hamborgur- um fyrir útileguna og þess háttar.“ Arnar segir að af öðrum ólöstuð- um sé nautalundarborgarinn vin- sælastur: „Hann er stærri og með aukafitu- innihaldi sem gerir hann sérstaklega safaríkan. Hann er stærri og veglegri en hinir og er bara kóngurinn. Að mínu mati sá besti á Íslandi. Síðan eru beikonborgarinn og ostborgarinn hefðbundni líka vinsælir, auk þess erum við með Honey-Boo kjúklinga- borgarann.“ Arnar segir að Lebowski-barinn reyni að selja sína hamborgara eins ódýrt og mögulegt er og treysti frem- ur á að selja mikið magn. „Auk þess erum við með ham- borgara mánaðarins sem er breyti- legur. Núna er framundan jólaborgar- inn, sem er pörusteikarborgari. Hann verður á boðstólum um miðjan nóv- ember. Þetta er alvöru pörusteik með skorpu og sultaður rauðlaukur og fleira tilheyrandi. Þetta vill kúnn- inn að við séum með helst allt árið, sem er vel skiljanlegt, en það eru ekki alltaf jólin.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.