Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 38
Vikublað 10.–12. nóvember 201530 Fólk Listaelítan gerði sér glaðan dag Sýning á verkum Nínu Sæmundsson opnuð í Listasafni Íslands Á föstudag var opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundsson – Listin á Hvörfum – í Listasafni Ís- lands. Nína var fyrsta ís- lenska konan sem gerði höggmynda- list að ævistarfi. Fjölmargir gerðu sér leið í Listasafnið og var það frú Vig- dís Finnabogadóttir sem fékk þann heiður að opna sýninguna, sem stendur yfir fram til 17. janúar. Sýn- ingarstjóri er Hrafnhildur Schram. n Glæsilegar konur Sýningarstjórinn, Hrafnhildur Schram, stillti sér upp með frú Vigdísi Finnabogadóttur sem opnaði sýninguna. Falleg hjón Fríkirkju- presturinn, Hjörtur Magni Jóhannsson, og eigkona hans, Ebba Margrét Magnúsdóttir, kunnu vel að meta sýninguna og brostu út að eyrum. Smart Ármann Reynisson rithöfundur var flottur í tauinu, eins og alltaf. Sýningarstjóri Hrafnhildur Schram sýningarstjóri fékk að sjálfsögðu blómvönd við opnun sýningarinnar. Már kátur Már Guðmundsson seðla- bankastjóri lét sig ekki vanta í Listasafn Íslands. Að sjálfsögðu var eiginkonan Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir með í för. Tveir góðir Það fór vel á með Knúti Bruun hæstaréttarlögmanni og Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra. Sykurmolar á Skúlagötu Einar Örn og Curver með myndlistarsýningu saman M yndlistarsýningin Tveggja turna hjal var opnuð í síð- ustu viku í Listamenn Gall- erí á Skúlagötu. Það eru Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen sem standa að sýningunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar sýna verk saman, þrátt fyrir að hafa unnið saman í Ghostigital í á annan áratug. Báðir eru þeir með glæný verk á Skúlagötunni. Töluverður reytingur var af fólki opn- unardaginn og gamlir félagar skutu upp kollinum. Björk Guðmundsdótti söngkona mætti til að mynda og barði sýninguna augum. n Sykurmolar Sigtryggur Baldursson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á sýningu hjá gömlum Sykurmola. Spekingar spjalla Björk Guðmundsdóttir, söngkona og kollegi Einars úr Sykurmolunum, og Andri Snær Magnason ræddu málin ásamt fleirum á Skúlagötunni. Björk og Andri Snær boðuðu til blaðamannafundar í upphafi Airwaves-hátíðarinnar og tilkynntu að þau ætluðu að nota há- tíðina til að ræða við erlenda blaðamenn um hugsanlegan sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Fjölbreytt verk Turnarnir hjala saman hvor á sínu tungumálinu en eru báðir að segja sögur, hvor á sinn hátt. Verkin eru bæði í lit og svarthvítu. Teiknuð, prentuð, upptekin og hugmynduð. Félagar Andri Snær Magnason rithöfundur kíkti á sýn- inguna og ræddi málin við félaga sinn. Feðgar Einar brá á leik ásamt syni sínum fyrir framan ljósmyndara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.