Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 10.–12. nóvember 201514 Fréttir Erlent Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! AUDI A4 2,0 TDI nýskr. 06/2011, ekinn 127 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 3.350.000. Raðnr.254336 FORD MONDEO GHIA 2.0 diesel nýskr. 11/2007, ekinn 154 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 1.880.000. Raðnr.254262 BMW M3 E46 nýskr. 04/2003, ekinn 178 Þ.km, sjálfskiptur. Súpereintak, skoðar ýmis skipti! Verð 3.990.000. Raðnr.252703 M.BENZ C 220 CDI AVANTGARDE nýskr. 08/2011, ekinn 173 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, facelift, led ljós, 7 gíra skipting. Verð 4.970.000. Raðnr.286548 AUDI Q7 3.0 TDI QUATTRO S-LINE nýskr. 09/2011, ekinn 83 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einn eigandi. Verð 8.990.000. Raðnr.286545 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Hamingjusömustu þjóðir í heimi n Norðurlöndin áberandi á topplista OECD n Lífsgæðin mest í Noregi n Ísland upp um níu sæti  Noregur Mannfjöldi: 5,1 milljón Ferðamenn á ári: 2,5 milljónir Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 46,9% n Lífsgæði í heiminum eru mest í Noregi. Norðmenn eru yfir með- allagi OECD-ríkjanna á öllum póstum. Þeir eru með ánægðustu þjóðum í heimi með hlutskipti sitt, næstum allir hafa vinnu og hlutfall launa sem fer í húsnæði er með því lægsta sem gerist. Þá hafa Norðmenn meiri frítíma en flestar aðrir þjóðir innan OECD.  Ísland Mannfjöldi: 330 þúsund Ferðamenn á ári: 1 milljón Hlutfall endurnýjan- legra orkugjafa: 84,7% n Ísland stekkur upp um níu sæti frá árinu 2013. Það helgast af því að dregið hefur úr atvinnuleysi og mengun. Ís- lendingar búa við hreinasta drykkjar- vatn í heimi en vinna of mikið, samkvæmt úttektinni. Frítíminn er af skornum skammti. Þá er menntunarstig undir meðaltali OECD-ríkjanna. Íslendingar eru hvað ánægðastir OECD-ríkj- anna með lífið.  Sviss Mannfjöldi: 7,9 milljónir Ferðamenn á ári: 8,6 milljónir Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 20,5% n Í Sviss er flest í lukkunnar velstandi. Svisslendingar eru yfir meðallagi þegar kemur að velferð, atvinnu og tekjum þegnanna. Innviðir samfélagsins eru sterkir og Svisslendingar eru við góða heilsu. Svisslendingar eru langt undir meðaltali þegar kemur að gegnsæi stjórnsýsl- unnar og þátttöku almennings í samfélaginu.  Bandaríkin Mannfjöldi: 311,6 milljónir Ferðamenn á ári: 171,6 milljónir Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 6,3% n Bandaríkjamenn eru með mestu tekjur allra OECD-þjóða, mælt í dollurum. Búseta (e. housing) er á meðal þess sem best gerist, það er rúmt um Bandaríkjamenn í húsnæði sínu og næstum allir hafa aðgengi viðunandi hrein- lætisaðstöðu. Bandaríkjamenn eru þó enn aftarlega á merinni hvað varðar vinnuálag.  Kanada Mannfjöldi: 34,9 milljónir Ferðamenn á ári: 25,3 milljónir Hlutfall endur- nýjanlegra orkugjafa: 17,9% n Kanadamenn búa vel. Þar eru að jafnaði 2,5 herbergi á hvern íbúa, sem er það mesta á meðal OECD-ríkjanna. Þeir búa við lága glæpatíðni og eru mjög heilsuhraustir. Þeir vinna frekar mikið og borgaraleg þátttaka (e. civic engagement) mætti vera betri en Kanadabúar eru að öðru leyti framarlega á öllum helstu mælikvörðum.  Svíþjóð Mannfjöldi: 9,5 milljónir Ferðamenn á ári: 16 milljónir Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 35,6% n Svíar eru virkir þegnar í sínu samfélagi. Til marks um það var kosningaþátttaka í síðustu þingkosningum 86%. Þeir vinna stuttan vinnudag og eru heilsuhraustir – enda búa þeir við góð loftgæði og hreint drykkjarvatn. Glæpatíðni er þó nokkuð há, miðað við OECD-ríkin.  Holland Mannfjöldi: 16,8 milljónir Ferðamenn á ári: 11,2 milljónir Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 4,3% n Hollendingar búa að einu hæsta hlutfalli læsis sem þekkist. Þeir eru þó frekar aftarlega, miðað við OECD-ríkin, þegar kemur að loftgæðum. Hollendingar eru mjög hamingjusamir enda eru það aðeins Danir og Spánverjar sem hafa meiri frítíma. Glæpa- tíðni er frekar há og borgaraleg þátttaka (e. civic engagement) frekar lítil. 1 2 3  Ástralía Mannfjöldi: 23,1 milljón Ferðamenn á ári: 6,1 milljón Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa: 4,6% n Ástralir hafa stundum verið efstir á listanum en eru nú í fjórða sæti. Ástralir eru félagslega þenkjandi en 92 prósent landsmanna telja sig eiga ástvini sem þeir geta reitt sig á í neyð. Menntunarstig er hátt og virkni einstaklingsins í þjóðfélaginu er með því besta. En eins og Íslendingar vinna Ástralir of mikið, á kostnað frítímans. 4 5 6 7 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.