Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 10.–12. nóvember 2015 Frúin í Hamborg með 500 milljarða n Stöðugleikaframlag slitabúanna í samhengi n Dygði til að gera stærstu sveitarfélögin skuldlaus S litabú Kaupþings, Glitnis og Landsbankans (LBI hf.) hafa fallist á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og munu greiða alls 491 milljarð króna til ríkissjóðs í formi stöðugleikafram­ lags, skattgreiðslna auk endur­ heimtu Eignasafns Seðlabanka Ís­ lands (ESÍ) frá búunum þremur. Frá þessu var greint í lok síðasta mánað­ ar. En hversu há upphæð er tæpir 500 milljarðar í raun? Hefðbundnu launafólki er fyrirgefið þó að það missi alla jarðtengingu þegar svim­ andi háar upphæðir sem þessar eru til umræðu. DV ákvað því, lesendum til glöggvunar, að setja þær fjárhæð­ ir sem hér er um að tefla í samhengi við aðrar en hugsanlega skiljan­ legri stærðir í íslensku efnahagslífi og raunveruleika. Bæði til gagns og gamans. Eins konar Frúin í Ham­ borg með 500 milljarða. Líklega mun meira Stöðugleikaframlagið umtalaða skiptist í þrennt. Um er að ræða 379 milljarða í framsali ýmissa eigna frá slitabúunum, til dæmis reiðufé, hlutafé í innlendum fyrirtækjum og kröfur á fyrirtæki og sveitarfélög. 30 milljarðar eru í formi bankaskatts og 81 milljarður í gjaldeyrisendur­ heimtur ESÍ úr búunum sem mun fara til ríkisins. Þá ber einnig að hafa í huga að bókfært virði þessara innlendu eigna og krafna sem slitabúin framselja til stjórnvalda er mun lægra en nafn­ verð þeirra. Það eru talsverðar líkur taldar á því að verðmæti þeirra muni reynast umtalsvert meira en bókfærða virðið segir núna til um. Þannig er gert ráð fyrir því í sviðs­ mynd Seðlabankans að ef endur­ heimtur þessara eigna verði 15 pró­ sent meiri en sem nemur bókfærðu virði, þá muni stöðugleikaframlagið verða 599 milljarðar króna. Mætti reka Landspítala í áratug En ef við höldum okkur við upp­ hæðina 500 milljarða þá er ljóst að umtalsvert mætti afreka fyrir slíka fjárhæð, þó að ljóst verði að þeir peningar sem fást í gegnum stöð­ ugleikaframlagið muni renna til að grynnka á skuldum ríkissjóðs yfir til­ tekið tímabil og hér sé ekki um ein­ greiðslu í reiðufé sem hægt verði að nota allt í einu. Það mætti til dæmis reka Landspítalann í áratug, miðað við að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 fær hann rétt tæplega 50 milljarða króna á næsta ári. Raunar mætti reka heilbrigðiskerfið í heild í rúm þrjú ár fyrir þessa upphæð þar sem gert er ráð fyrir að tæpir 160 milljarðar renni til heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpinu. Bora mætti 40 Vaðlaheiðargöng sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta tæpa 12,5 milljarða króna og þá mætti greiða upp skuldir 11 stærstu sveitar­ félaganna á Íslandi sem námu í fyrra rúmum 452 milljörðum króna. Eins og aukafjárlög Og fyrst við erum að tala um skuldir og kröfur þá myndi upphæðin ekki duga til að dekka tvær af umtöl­ uðustu skuldum síðari ára; skuldir ríkissjóðs og upprunalegu Icesave­ kröfuna. Í september 2015 námu skuldir ríkissjóð 1.399 milljörðum króna en grynnka mætti hraustlega á þeim skuldum, niður í um 900 milljarða fyrir stöðugleikaframlagið og allt sem því tilheyrir. Þá nam upprunalega Icesave­krafan, sælla minninga, rúmum 1.300 milljörðum króna. Það kannski segir mikið um hversu há sú krafa var á sínum tíma, að stöðugleikaframlagið myndi samt sem áður skilja eftir 800 millj­ arða gat þar. Þá mætti einnig líta svo á að með stöðugleikaframlaginu sé íslenska ríkið að fá nærri heil aukafjárlög því samkvæmt áðurnefndu fjárlaga­ frumvarpi fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að gjöld ríkissjóðs á næsta ári verið 681 milljarður. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona líta 500 milljarðar út St öð ug le ik af ra m la gi ð: 500 milljarðar Gj öl d rík is sj óð s: * 681 milljarður 159,9 milljarðar 49,9 milljarðar 146,9 milljarðar 74,4 milljarðar Sk ul di r 1 1 s tæ rs tu sv ei ta rf él ag a: He ild ar sk ul di r r ík is sj óð s: 1.399 milljarðar 1.300 milljarðar Va ðl ah ei ða rg ön g: 12,5 milljarðar ** H ar pa : 17,5 milljarðar ** 8 milljarðar ** 32 milljarðar * Skv. fjárlagafrumvarpi 2016 ** Áætlað Mætti gera æði margt Svona líta 500 milljarðar út í samanburði við ýmis útgjöld og skuldir. Mynd Sigtryggur Ari Up pr un al eg a I ce sa ve -k ra fa n: 452 milljarðar Va xt ag jö ld rí ki ss jó ðs :* Al m an na tr yg gi ng ar o g ve lf er ða rm ál :* Re ks tu r L an ds pí ta la ns :* He ilb rig ði sm ál :* Ný ja r h öf uð st öð va r L an ds ba nk an s: Ný A irb us A 33 0- 30 0 br ei ðþ ot a: gríðarháar fjárhæðir Bora mætti 40 Vaðlaheiðargöng sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta tæpa 12,5 milljarða króna. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.