Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 10.–12. nóvember 201512 Fréttir Ótti og upplausn ef Ásta verður sakfelld n Hjúkrunarfræðingar íhuga hvort þeir treysti sér í starfið í ljósi ákæru Þ að er ákveðinn skaði skeður með ákærunni, en ef því verður fylgt eftir með sak­ fellingu þá býð ég ekki í það ástand. Þá á ég ekki bara við varðandi hjúkrunarfræðinga heldur öryggismenningu spítalans og mönnun heilbrigðisstétta yfir höfuð,“ segir Guðríður Kr. Þórðardóttir, for­ maður hjúkrunarráðs Landspítalans, sem er líkt og ótal heilbrigðisstarfs­ menn á Íslandi í dag uggandi yfir þeim möguleika að hjúkrunar­ fræðingurinn Ásta Kristín Andrés­ dóttir verði hugsanlega sakfelld fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Ástu er gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr belg barkaraufar­ rennu þegar hún tók Guðmund Má Bjarnason úr öndunarvél og setti hann á svokallaðan talventil 3. október 2012 með þeim afleiðing­ um að hann kafnaði. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunar­ fræðingnum og Landspítalanum lauk í síðustu viku og voru henni gerð ítar­ leg skil í helgarblaði DV. Íhuga uppsagnir Varað hefur verið afleiðingum og því hættulega fordæmi sem ákæran, svo ekki sé talað um hugsanleg sakfellingu í málinu, gæti haft á heilbrigðiskerfið. Ljóst er að fjölmargir hjúkrunar­ fræðingar og heilbrigðisstarfsmenn eru hugsi yfir stöðu sinni og hefur DV heimildir fyrir því að einhverjir íhugi uppsagnir ef til sakfellingar kemur. Guð ríður segir að hún hafi ekki persónulega heyrt hjúkrunarfræðinga segja að þeir ætli að segja upp unn­ vörpum. „En það sem að ég hef séð, og við erum búin að vera að tala um undan­ farin ár, er að hjúkrunarfræðingar eru að flýja spítalann einmitt vegna þess að þeim finnst þeir ekki geta veitt eins góða hjúkrun og þeir vildu og hafa metnað til vegna álags, manneklu og undirmönnunar.“ Hvað er að veði? Guðríður segir að á sumum deildum Landspítalans sé sífellt verið að hringja og bjóða aukavaktir og það sé verulega íþyngjandi og þessu fylgi sí­ fellt ónæði á frítíma. „Auðvitað er maður hræddur um að ef það er þetta sem er að veði, frels­ issvipting og fjölskyldur okkar. Það firrir sig enginn ábyrgð, en reyndir hjúkrunarfræðingar eru að flýja spít­ alann vegna þess að þeir treysta sér ekki til að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður.“ Undir þetta tekur Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég veit að margir eru að hugsa um hvort þeir treysti sér til að vinna við hjúkrun eftir þetta [mál Ástu, innsk. blm.]. Þeim eru skapað­ ar þannig aðstæður að þeir geta ekki sinnt starfinu eins og þeir vilja og spyrja sig hvort þeir séu reiðubúnir að leggja líf sitt að veði.“ Guðríður segir að þessi staða sé nokkuð sem hjúkrunarfræðingar hafi bent á í mörg ár og það sem kjarabar­ átta þeirra hafi að miklu leyti snúist um í sumar. „Þessi reiði hjúkrunar­ fræðinga vegna sinnuleysis stjórn­ valda til að mæta kröfum hjúkrunar­ fræðinga til að auka nýliðun í starfinu og þar fram eftir götunum. Fólk var kannski ekkert að átta sig á því að þetta var eitt af því sem hvíldi hvað þyngst á fólki.“ Mun leiða til þöggunar En hvaða stöðu myndi það setja hjúkr­ unarfræðinga í ef Ásta Kristín yrði sakfelld? Guðríður kveðst sannfærð um að það myndi setja ákveðið for­ dæmi og hafa áhrif á öryggismenningu spítalans. „Að því leyti að það verð­ ur þöggun. Maður er hræddur um að alvarlegum atvikum yrði frekar sópað undir teppið. Að þetta fari ekki í þessar atvikaskráningar, rótargreiningar, fólk fari frekar að hugsa um; gæti ég lent í því að verða bara ákærð? Gæti þetta orðið að lögreglumáli? Og það á ekki bara við um hjúkrunarfræðinga heldur lækna að sjálfsögðu líka. Þarna er bara verið að taka einn heilbrigðisstarfs­ mann sem vinnur undir miklu álagi og ber ábyrgð á lífi fólks og það firrir sig enginn þeirri ábyrgð en eins og hef­ ur margoft komið fram í þessu máli þá er þetta röð atvika sem orsakast af of miklu álagi. Kerfisvillu í rauninni.“ Ótti og óöryggi Þó að ekki liggi staðfest fyrir hvort til hópuppsagna komi vegna málsins þá segir Guðríður ljóst að því fylgi „rosa­ legt óöryggi“ sem hafi raunar verið við lýði lengi en aukist í við þetta. „Eins og að skvetta olíu og eld og maður er hræddur um hvers lag for­ dæmi er verið að setja í heilbrigðis­ kerfinu ef hún verður sakfelld.“ Ólafur Guðbjörn segir að að­ stæður hjúkrunarfræðinga fylgi ekki þeirri miklu ábyrgð sem starfinu fylgi. „Rannsóknir hafa sýnt að með því að manna vel með hjúkrunarfræðingum þá deyr fólk síður, fylgikvillum fækkar og sjúklingar útskrifast fyrr. Sjúkling­ um farnast í raun bara betur. Ef þú ert að vinna þarna, með allt of fáum hjúkrunarfræðingum, með allt of veikum sjúklingum og í allt of lélegu húsnæði þá er þér ekki gert kleift að sinna hjúkruninni sem þú vilt sinna. Hjúkrunarfræðingar vilja ekki lenda í þeim aðstæðum að gera óvart mistök út af umhverfinu og einhver deyr.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Safnað fyrir Ástu Kristínu „Þetta hefði getað verið ég,“ hugsa flestir heilbrigðisstarfsmenn Hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfs- menn hafa fylkt liði og standa sameinaðir að baki Ástu Kristínu og vörn hennar í málinu. Á föstudag stofnaði hjúkrunar- fræðingurinn Helga Rósa Másdóttir Face- book-stuðningshópinn „Samhugur í verki“ sem á fimmta þúsund manns hafa þegar gengið í. Þar hefur rignt inn stuðningsyfirlýs- ingum og samhugurinn augljóslega mikill. Helga Rósa stofnaði þar að auki styrktar- reikning fyrir Ástu en fram kom við aðalmeðferð málsins að það hafi reynst henni afar þungbært. „Ætla má að flestir sem unnið hafa í heilbrigðiskerfinu síðustu misseri geti sett sig í spor ákærðu,“ skrifar Helga. Þá hefur stuðningsyfirlýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki birst undir umræðumerkingunni #ÞettaHefðiGetaðVeriðÉg sem er einmitt það sem ótal- margir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna starfi sínu undir gríðarlegu álagi hugsa þegar þeir kynna sér mál og ákæruna á hendur Ástu Kristínu. Þeir sem vilja taka þátt í að styrkja Ástu geta lagt inn upphæð eftir getu og vilja á eftirfarandi reikning sem verður opinn til 15. desember næstkomandi. Þá verður henni færð upphæðin sem safnast hefur. Fram kemur að um einstaklingsframtak sé að ræða sem gert sé með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ástu: Samhugur Reikningsnúmer: 0546-14-404044 - Kennitala: 060779-4659 Lífið að veði? Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir aðstæður þannig að hjúkr- unarfræðingar geti ekki sinnt starfi sínu sem skyldi og spyrja þeir sig því hvort þeir séu reiðubúnir að leggja líf sitt að veði. Nýtur mikils stuðnings Ásta Kristín Andrésdóttir sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Málið skekur nú þegar laskað heilbrigð- iskerfi en samhugur og stuðningur í garð Ástu meðal samstarfsfólks og kollega er óumdeilt. MyNd Sigtryggur Ari„Ef því verður fylgt eftir með sakfell- ingu þá býð ég ekki í það ástand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.