Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 10.–12. nóvember 2015 Lífsstíll 19 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði! Þ egar fólk heyrir orðið fram- hjáhald hugsa flestir með sér að um sér að ræða kyn- ferðislegt samneyti við ann- an en maka. Það er vissu- lega grófasta gerð framhjáhalds, en það er ýmislegt annað sem get- ur talist til svika við maka eða er að minnsta kosti á gráu svæði þegar kemur að tryggð. Þetta er kannski eitthvað sem sá sem stundar fram- hjáhaldið eða svikin áttar sig ekki á fyrr en honum er bent á það. En annað er augljóst, eins og lygar eða daður við vinnufélaga. Það getur verið gott að grípa í taumana áður en það er um seinan. Hér eru nokk- ur dæmi um hegðun sem telst vera á gráu svæði ef þú vilt vera trú/r maka þínum. Leynileg sambönd Flestir eiga í vinasamböndum við aðra en maka, enda er það í flest- um tilfellum fullkomlega eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt. Stundum er um að ræða vinskap við fyrrver- andi maka, vinnufélaga eða einfald- lega æskuvini sem við deilum okkar dýpstu leyndarmálum með. En um leið og þú ferð að laumast til að eiga í samskiptum við þessa einstaklinga, eða þér finnst einhver þeirra full- nægja tilfinningalegum þörfum þín- um, þá er eitthvað að. Það er gott að spyrja sig hvort maður myndi haga sér alveg eins með viðkomandi ef makinn væri viðstaddur, og ef svarið er nei þá ertu líklega á hættusvæði. Að fela peninga Mörg pör eru með sameiginlega bankareikninga og því getur verið erfitt að fela eyðsluna. En þeir sem ætla sér að leyna makann í hvað peningarnir fara, þeir finna leið- ir til þess. Peningamál valda allt að 70 prósent rifrilda á milli para og það er einfaldlega þannig að ef þú eyðir peningum í eitthvað og lýgur að maka þínum varðandi það, eða einfaldlega leynir meðvitað í hvað þú eyðir, þá er það ákveðin gerð af svikum. Sífellt að kvarta yfir makanum Auðvitað kemur það fyrir að við ræðum lesti maka okkar við annað fólk, sérstaklega vini. Og það er í góðu lagi að ræða slíkt ef það gerist stöku sinnum. En um leið og þú ert ítrekað að setja út á maka þinn við aðra, þá er eitthvað að. Að vera sí- fellt að tala um hvað þér finnst mak- inn latur, óaðlaðandi, leiðinlegur, ósanngjarn eða eitthvað í þeim dúr er ekki bara vanvirðing við hann heldur vakna þá líka upp spurn- ingar af hverju þið eruð í sambandi yfir höfuð. Niðurlægja fyrir framan aðra Ef þú ert stanslaust að gera lítið úr maka þínum eða niðurlægja með kaldhæðnum athugasemdum og lé- legu gríni fyrir framan aðra þá er lík- legt að eitthvað sé að í sambandinu. Þetta er særandi þrátt fyrir að maki þinn reyni að bera sig vel. Með þessari hegðun ertu bókstaflega að segja að þú berir ekki virðingu fyrir sambandi ykkar. Tilfinningalegur óheiðarleiki Slík svik geta verið af ýmsum gerð- um. Allt frá því að segjast vilja vera í sambandi með einhverjum sem þú ert ekki viss um að þú elskir, til þess að segjast vera sáttur við eitthvað sem þú ert ekki sáttur við. Að gera sér upp fullnægingu myndi falla undir slík svik. Ef þú gerir eitthvað eða segir eitthvað í samskiptum við maka þinn sem þú veist innst inni að þú ert ekki sátt/ur við, þá eru það óheiðarlegt. Neita að ræða hlutina Að neita eða nenna ekki að ræða mikilvæga hluti við makann er ekki bara ein gerð af svikum heldur er sambandinu í raun haldið í gíslingu á meðan ástandið er þannig. Að vera sífellt að ræða mál úr fortíðinni sem þið bæði tölduð afgreidd skap- ar svipaða spennu í sambandinu og er aldrei til góðs. n ritstjorn@dv.is Ert þú óheiðar- legur maki? Framhjáhald og svik geta verið með ýmsum hætti Virtu sambandið Ef þú ert sífellt að niðurlægja maka þinn fyrir fram- an aðra og gera lítið úr honum, þá sýnirðu sambandinu vanvirðingu. S amkvæmt nýrri bandarískri rannsókn er ungt fólk öfund- sjúkara en það eldra. Rann- sóknin var framkvæmd af prófessor Christine Harris og út- skriftarnemanum Nicole Henniger í Kaliforníuháskólanum í Dan Diego og birtist í tímaritinu Basic and App- lied Social Psyschology. Öfund er dauðasynd Harris og Henniger segja tilgang rannsóknarinnar að hluta til kom- inn vegna þess að öfund sé oft talin upphaf að fjölda skelfilega atburða. Í rannsókninni kemur fram að ungt fólk öfundar aðallega jafnaldra sína af sama kyni. „Öfund getur verið sterk tilfinning,“ segir Harris og bætir við að kristin trú setji hana til að mynda á meðal dauðasyndanna sjö. Meira en þrír fjórðu hlutar að- spurðra í rannsókninni höfðu upplif- að öfund á síðastliðnu ári eða 79,4% kvenna og 74,1% karla. Upplifunin virtist minnka með aldrinum en 80% yngri en 30 ára höfðu upplifað öfund á síðustu tólf mánuðum en 69% í hópi fólks eldra en fimmtíu ára. Flestir reyndust öfunda einstak- linga af sama kyni. „Það kom okkur á óvart. Konur öfunda helst aðrar konur og karlar aðra karla. Maður hefði get- að ímyndað sér að konur myndu frekar öfunda karla þegar kæmi að fjárhagsstöðu en það var sjaldnast þannig,“ lét Henniger hafa eftir sér. Fegurð og ástarævintýri Samkvæmt rannsókninni öfunda flestir aðra einstaklinga á svipuðu aldursreki en öfund breyttist með aldrinum. Yngra fólk mældist helst öfundsjúkt vegna útlits, ástarævin- týra, námsárangurs og félagslegrar stöðu. Til að mynda sögðust 40% þátttakenda í hópnum yngri en 30 ára hafa öfundað aðra vegna ástarævin- týra en færri en 15% þeirra í hópnum 50 ára og eldri. Það góða við öldrun Öfund vegna peninga og starfstitla mældust algeng á meðal allra hópa en mæld- ist þó meiri hjá eldri einstaklingum. Höfundar rannsóknarinnar segja sjaldnast mikinn mun á kynjunum en þó voru fleiri karlar sem öfunduðu aðra karla vegna atvinnustöðu og fleiri konur en karlar sem öfunduðu aðrar konur vegna útlits. Harris og Henniger geta ekki skil- greint hvort munurinn á aldursflokk- unum sé tilkominn vegna þroska eða mismunandi kynslóða. „Hvor tveggja útskýringin er áhuga- verð en við þurfum nýja stóra rann- sókn til að skera úr um það. Ég hef samt á tilfinningunni að takið sem öf- und hefur á fólki minnki með aldrin- um. Ég held að þetta séu góðu frétt- irnar er kemur að öldrun,“ lét Harris hafa eftir sér. n Ungt fólk öfundsjúkara Öfundsverður? Margir karlar öfunda aðra karla á svipuðum aldri vegna atvinnustöðu þeirra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.