Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 31
Vikublað 10.–12. nóvember 2015 Menning 23 Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Bætiefni www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland BENSÍN BÆTIEFNI Fyrir allar bensínvélar með eða án hvarfakúts · Hreinsar bensíndælu, leiðslur og innspýtingarkerfi. · Kemur í veg fyrir botnfall í soggrein, túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun · Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnisskynjara. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í elds- neytiskerfi og sprengirými. · Kemur í veg fyrir stíflaða ventla. · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið. DÍSEL BÆTIEFNI Fyrir allar díselvélar þ.m.t. common rail og öðrum olíuverkum · Hreinsar eldsneytiskerfi og brennslukerfi. · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið. · Kemur í veg fyrir botnfall í túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytisgeymi. · Minnkar bank í mótor. Inniheldur yfirborðsvirk efni, tæringar- og ryðvörn. Inniheldur yfirborðsvirk efni, tæringar- og ryðvörn. SÓTAGNASÍUHREINSIR Hreinsiefni til að hreinsa kolefni og sótagnir úr sótagnasíum. · Losar um og fjarlægir kolefn- isagnir úr sótagnasíu. · Ekki þarf að taka kút úr við hreinsun. · Sparar peninga þar sem ekki þarf að skipta um sótagnasíu. (þetta fer eftir ástandi á sótagnasíu) · Efnið er ekki eldfimt. · Málm- og öskulaus formúla · Gufar upp án þess að skilja eftir sig óhreinindi fyrir allar vélar Klárlega besti skotleikur ársins Flottur Call of Duty: Black Ops III er besti skotleikur ársins. mismunandi ofurkrafta sem hægt er að nota í netspiluninni. Fleiri nýj- ungar eru í netspiluninni; nú er hægt að hlaupa upp veggi og stökkva með auðveldum hætti upp á hús. Zombies er svo á sínum stað og ætti ekki að svíkja neinn sem hefur áhuga á að stúta dauðyflum. Þegar allt kemur til alls er Black Ops III frábær skemmt- un sem ætti ekki að svíkja neinn. Það olli örlitlum vonbrigð- um um helgina að erfitt reyndist að tengjast netþjónum leiksins til að spila á netinu. Mínus í kladdann þar. Þá er gagnrýni vert að það tek- ur talsverðan tíma fyrir leikinn að hlaðast, til dæmis í Zombies-hlut- anum. Þrátt fyrir örlitla byrjunar- erfiðleika er Call of Duty: Black Ops III einn besti Call of Duty-leikurinn sem komið hefur út á undanförnum árum. Call of Duty er enn konungur skotleikjanna og klárlega besti fyrstu persónu skotleikur ársins. n sem er ólík öðrum svæðum? „Í fyrsta lagi er það auðvitað hlut- verk náttúrunnar. Það er augljósara og maður upplifir það sterkara en á nokkrum öðrum stað, hvort sem það er í viðfangsefnum listamanna eða í efnisnotkun. Í öðru lagi er það hið þétta félagslega net. Þetta er auðvit- að mjög þröngt og fámennt samfélag og þess vegna finnst fólki auðveldara að skapa. Það er auðveldara að hefj- ast handa og fólk upplifir það ekki sem jafn stórt skref og annars staðar. Í hinum þýskumælandi heimi kallar til dæmis enginn sig listamann nema hann sé orðinn virtur listamaður. Á Íslandi kalla allir sig listamenn, tónlistarmenn eða rithöfunda – hvort sem þeir starfa sem kennarar eða leigu- bílstjórar. Þetta hefur mikilvæg áhrif. Ég held til dæmis að ein afleiðingin sé að íslenskir listamenn eiga á einhvern hátt auðveldara með að tala um raun- verulega hluti. Þeir búa ekki til ein- hvern front með gervi- eða artífartí dóti. Þeir tala beint út. Mér dettur til dæmis í hug Erna Ómarsdóttir sem fer beint inn að kjarnanum í verkum sínum um orkuflæði og tilfinninga- lega orku, eða Friðgeir Einarsson með Tiny Guy sem ræðir ekki bara um hvað það er sem stjórnar einstak- lingum heldur sýnir það uppi á sviði á tilraunakenndan hátt. Mér finnst þau koma sér beint inn í veruleikann á skýrari hátt, það eru færri millilið- ir þarna. Það mætti kannski segja að þetta sé lágmenning með háleit markmið,“ segir Jurriaan. „Fjórða atriðið er svo hvernig menningin hefur getað sameinað þjóðina aftur efnahagshrunið. Þetta hefur verið mjög greinilegt undan- farin sjö ár, til að mynda með Jóni Gnarr. Ég held að hann og augnablik Besta flokksins hafi veitt mörgum innblástur. Þetta tengist líka punkti númer tvö. Ef þú vilt breyta ein- hverju getur þú séð breytingarnar eiga sér stað beint fyrir framan þig. Ef þú mótmælir virkjun getur þú séð áhrifin augljóslega. Að þessu leyti gæti heimurinn lært af Íslandi. Þar getur þú breytt öllu á einni eða tveimur kynslóðum en í Sviss væri það eflaust ekki hægt á fimm kyn- slóðum – í Sviss er kerfið mjög hægt.“ Lítil fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi Stundum finnst manni Íslendingar vera mjög hrifnir af því að rannsaka sig sjálfa en ekki hafa jafn mikinn áhuga á því að pæla í öðrum þjóð- um og samfélögum og því langar mig að spyrja hvern þú teljir ágóðann af svona hátíð vera fyrir svissneskt þjóð- félag – þar sem áherslan er á menn- ingu lítillar eyju á miðju Atlantshafi? „Með því að velta fyrir sér spurn- ingum um rótfestu og hvað það er að tilheyra, hvort sem það er í gegn- um dæmi af Íslandi eða Tókýó, gerir maður það sýnilegt sem samein- ar hóp en þá fer maður líka að efast um forsendur þess. Þessi spurning vaknar þá í landinu sem hátíðin fer fram í. Ég myndi auðvitað vilja hrista upp í þessu hér í Sviss þar sem sam- félagið er að mörgu leyti mjög lokað og samskipti fólks oft stirð. Ég myndi vilja að samfélagið hér yrði opnara og hugrakkara, til að mynda í að tak- ast á við þær öldur flóttamanna sem ríða yfir núna og munu gera í fram- tíðinni,“ segir Jurriaan. „En ég er svolítið hugsi yfir því að ekki hafi verið fjallað meira um há- tíðina í íslenskum fjölmiðlum. Hvað liggur þar að baki? Ég er auðvitað ekki að gera þetta fyrir íslenska fjölmiðla en mér finnst samt mikilvægt að eitthvað flæði til baka. Flestir listamenn koma til baka nokkuð sáttir með við sem þeir gátu gert hérna. En eina umfjöllunin sem ég veit af er í Morgunblaðinu. Er það af því að mennta- og menningar- málaráðherra er í vandræð- um þessa dagana, eða er það af því að listamennirnir vilja ekki sýna að styrkir flæði úr landinu, skammast þeir sín fyrir það og vilja ekki segja frá þessu?“ spyr Jurriaan og fátt er um svör hjá blaðamanni. Kannski erum við orðin svo vön því að vera í sviðsljósi útlendinganna að við kippum okkur einu sinni ekki upp við svona metnaðarfulla dagskrá tileinkaða Íslandi, kannski höfum við bara áhuga á því sem á sér stað hér á landi en ekki því sem gerist utan landsteinanna. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort það megi kannski bara útskýra þetta með lítilli menningar- blaðamennsku á Íslandi. Dagblöðin eru ekkert sérstaklega dugleg að fjalla um menningu – og þó að Morgun- blaðið sé ákveðin undantekning þá má líka nefna að menningarritstjóri blaðsins er sjálfur þátttakandi í Cult- urescapes – og hér eru nánast engin sértímarit um listgreinar. En finnst þér vera minni umfjöllun en áður? „Ekkert endilega, en Tókýó, sem var í brennidepli í fyrra, er auð- vitað svo langt í burtu. Þar voru samt nokkrar stórar greinar í sér- tímaritum. En Ísland er svo ná- lægt, tengingin er svo skýr. Sá hópur listamanna sem hefur komið hing- að er líka svo vel tengdur að ég hélt kannski að áhrifin yrðu meiri á Ís- landi.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.