Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 10.–12. nóvember 201522 Menning Minningar bernskuáranna Fjallkon­ an er ný skáldsaga eftir Ingi­ björgu Hjartar­ dóttur. Fimmtíu árum eftir að hafa lent í snjó­ flóði snýr Ríkey aft­ ur á æskustöðvarnar til að fylgja móður sinni til hinstu hvílu. Skemmtilegur Nesbø Jo Nesbø á sér margar hlið­ ar og áður en hann varð harðsoð­ inn glæpa­ sagnahöfund­ ur skrifaði hann bráð­ skemmtilegar barnabækur. Ein þeirra er Doktor Proktor og tímabaðkarið. Klikkuð mamma Klikkuð mamma er umfjöllun­ arefni hins vinsæla barna­ bókahöf­ undar Gunnars Helgason­ ar í nýrri bók sem heitir Mamma klikk! Bók sem mun örugglega njóta vinsælda líkt og fyrri bækur höfundar. Nýjar bækur Klárlega besti skotleikur ársins Dómur um tölvuleikinn Call of Duty: Black Ops III C all of Duty hefur um langt skeið verið ókrýndur konungur skotleikjanna og er óhætt að segja að sá nýjasti í þessari mögnuðu röð valdi engum von­ brigðum. Call of Duty: Black Ops III kom út á dögunum en þetta er tólfti leikurinn í röðinni. Þróun leikjanna hefur ver­ ið á höndum þriggja fyrirtækja á undanförnum árum; Infinity Ward, Treyarch og Sledgehammer Games. Treyarch sér um leikinn að þessu sinni og er óhætt að segja að fyrirtækið slái fáar feilnótur að þessu sinni. Leikurinn er hraður, skemmti­ legur og stútfullur af alls konar góð­ gæti sem ætti að halda mönnum við efnið fram í nóvember á næsta ári. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Call of Duty­leikirnir fyrstu persónu skotleikir og er rauði þráðurinn í þeim stríð og hernaður. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn, eða einspilunin (e. campaign) óbeint framhald af Black Ops II. Leikurinn gerist í distópískum fram­ tíðarheimi, árið 2065, 40 árum eftir Black Ops II. Þar sem leikurinn ger­ ist í framtíðinni eru mörg háþró­ uð vopn í leiknum; vélmenni sjá að miklu leyti um bardaga á vígvellin­ um í bland við sérútbúna ofurher­ menn. Þar sem um framtíðarleik er að ræða gátu framleiðendur gefið sér dálítið lausan tauminn, til dæmis varðandi úrval vopna og fleira. Trey­ arch tekst vel til í þessum efnum; einspilunin er hröð, flott, fjölbreytt og útlit leiksins nánast óaðfinnan­ legt. Þá er einspilunin virkilega bita­ stæð og það tekur meira en eina kvöldstund að ljúka henni. Eins og áður snýst allt um netspilunina þó að Zombies og einspilunin njóti líka vinsælda hjá spilurum. Tólf borð (e. maps) eru í boði í netspiluninni og virðast þau, miðað við fyrstu klukkutímana í spil­ un, venjast ágætlega. Þau eru mis­ stór en búa öll yfir ágætri fjölbreytni og ættu að henta öllum, hvort sem þú vilt nota haglabyssu eða vélbyssu. Í Black Ops III er komin nýjung sem heitir Specialists. Þessi nýjung felur í sér að spilarar geta valið á milli ellefu Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikir Call of Duty: Black Ops III Metacritic 84 Call of Duty: Black Ops III Spilast á: PC, PlayStation 3, Playstation 4, Xbox 360 og Xbox One. F jölmargir íslenskir listamenn úr öllum listgreinum taka þátt í menningarhátíðinni Culturescapes sem stend­ ur nú yfir víðs vegar í Sviss. Hátíðin er ekki nein kynningarhá­ tíð heldur metnaðarfull tilraun til að rannsaka og kortleggja menn­ ingarlandslag einnar þjóðar, borgar eða menningarsvæðis á átta vikum – það hvernig sjálfsmynd hópsins kristallast í listrænni tjáningu á tím­ um sögulegra breytinga. Ísland er fyrsta vesturevrópska þjóðríkið sem verður fyrir valinu hjá stofnanda og listrænum stjórnanda hátíðarinnar, Hollendingsins Jurriaans Cooiman. DV ræddi við Jurriaan um Culture­ scapes­hátíðina og hið íslenska menningarlandslag. Rótfesta í hnattvæddum heimi Frá árinu 2002 hefur Jurriaan Cooiman staðið að Culturscapes, fyrst aðeins í Basel en smám saman um allt landið. Hátíðin er víðfeðm menningarhátíð sem ætlað er að veita svipmynd af menningarlands­ lagi einnar þjóðar, borgar eða svæð­ is. Undanfarin 13 ár hefur áhersla verið lögð á Balkanskagann, Tókýó, Moskvu, Ísrael, Kína, Aserbaídsjan, Tyrkland, Rúmeníu, Eistland, Armeníu, Úkraínu og Georgíu. Milli tuttugu og tuttugu og fimm þúsund manns mæta á hátíðina sem fer fram í samstarfi við ýmsar stofnanir í Sviss, allt frá djassklúbbum til há­ skóladeilda, frá listamannareknum galleríum til stórra safna á borð við náttúrugripasafn landsins „Á þessu tveggja mánaða tímabili bjóðum við hingað og kynnum lista­ menn úr öllum listgreinum, allri menningarframleiðslu samtímans á tilteknu svæði. Yfirleitt eru svona há­ tíðir bundnar við eina gerð listsköp­ unar – alþjóðleg danshátíð eða eitt­ hvað slíkt – en hér er það uppruninn sem skiptir máli. Við erum að skoða hvort og þá hvað er að glatast í því flæði og straumi hnattvæðingar sem er smám saman að gera heiminn einsleitari. Þegar maður rýnir í þetta er hins vegar ennþá hægt að greina rosalega mikinn mun á milli svæða,“ segir Jurriaan. Allan október og nóvember fara fram tónleikar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, leiksýningar, út­ gáfuhóf, háskólafyrirlestrar auk þess sem sérstök bók hefur verið gefin út í tengslum við hátíðina. Jurriaan segir markmiðið með Culturescapes vera að rannsaka rótfestu fólks á svæði eða hvernig einstaklingar upplifi að þeir heyri til ákveðnum hópi eða svæði á tímum hnattvæðingar. „Ég tel að það sé einkum þrennt sem er sérstaklega mikilvægt varð­ andi þá upplifun að tilheyra. Í fyrsta lagi tengist það samskiptamáta þess fólks sem kallar sig í sameiningu „við.“ Þetta er auðvitað tungumálið eða tungumálin – líka tungumál fagurfræðinnar. Í öðru lagi er það tímaskynjun: sagan, söguskilningur og pólitík sögunnar – við sjáum það þegar nýir stjórnmálaflokkar komast til valda, til dæmis í Mið­Evrópu um þessar mundir, að þeir endurtúlka og endurskrifa söguna í skólabók­ um. Þeir segja: „við“ erum þetta en ekki hitt. „Við“ erum ekki lengur fyrst og fremst Balkanskaga búar, held­ ur Kósóvó­Albanir. Í þriðja lagi er það áfallið, „trámað,“ sem sameinar fólk. Í kjölfar áfalls ganga samstöðu­ bylgjur um allt samfélagið. Maður sér þetta þegar stórslys á borð við Fukushima­kjarnorkuslysið í Japan eiga sér stað eða djúpar efnahags­ legar kreppur skella á. Þetta hef ég alltaf bak við eyrað þegar ég fer og rannsaka, þeir þræðir sem ganga í gegnum mig þegar ég skipulegg há­ tíðina ár hvert,“ segir Jurriaan. „Svæðin sem við höfum lagt áherslu á eru svæði í einhverju ferli breytinga. Mér finnst áhugavert að skoða stórar sögulegar breytingar, við skoðuðum til að mynda Úkra­ ínu, Georgíu og Armeníu eftir fall járntjaldsins. Svo skoðuðum við þær breytingar sem hafa átt sér stað í Rúmeníu þegar tengslin við Evrópu hafi aukist. Það er áhugavert að í þess­ um ólíku breytingaferlum sér maður ákveðin mynstur endurtaka sig.“ Rannsakar sögulegar breytingar á samfélögum En af hverju ákvaðst þú að einbeita þér að Íslandi í ár? „Eftir að hafa skoðað stærstu borg í heimi, Tókýó, í fyrra langaði mig að þrengja brennipunktinn. Mér datt í hug að kannski væri hægt að kort­ leggja menningarlandslagið á Ís­ landi betur en annars staðar. Við þekkjum til dæmis sögu manna­ byggðar á landinu frá upphafi, það eru mjög skýr mörk tungumálsins því landið er eyja, og svo höfum við „trámatíska“ reynslu sem er efna­ hagshrunið.“ Eru einhverjir ákveðnir þræði, tilhneigingar eða þemu sem þú hef- ur tekið eftir í listrænni tjáningu og fagurfræðilegu tungumáli á Íslandi Náttúra, tunga, áfall n Culturescapes beinir sjónum að Íslandi n Svipmynd af menningarlandslagi þjóðar, segir Jurriaan Cooiman, stofnandi hátíðarinnar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Rannsakar menningarlandslagið Hollendingurinn Jurriaan Cooiman er stofnandi og skipuleggjandi Culturescapes- hátíðarinnar í Sviss. Einn margra Myndlistar- maðurinn og skáldið Ragnar Helgi Ólafsson er einn þeirra fjölmörgu íslensku listamanna sem tekið hafa þátt í Culturescapes í Sviss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.