Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 10.–12. nóvember 201520 Menning Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af L ilja Guðmundsdóttir sópran mun syngja á fyrstu sólótón- leikunum í hádegistónleikara- röð Íslensku óperunnar í dag, þriðjudaginn 10. nóvember. Tón- leikaröðin sem nefnist Kúnstpása er haldin í Norðurljósasal Hörpu í vetur og eru hverjir tónleikar um hálftími að lengd og kostar 1.500 krónur inn. Lilja er nýútskrifuð með hæstu einkunn úr meistaranámi í söng við Konservatorium Wien í Vínarborg. Á meðan hún var í náminu söng hún einnig með Íslensku óperunni, bæði í Carmen og Peter Grimes. Tónleikarnir eru hins vegar fyrstu sólótónleikar Lilju hjá óperunni frá því að hún lauk náminu. Hún mun syngja sönglög og aríur til heiðurs konum í tilefni af einnar aldar afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Píanóleikarinn Antonia Hevesi mun sjá um undirleik. „Ég valdi mér þemað „móðir, kona, meyja“ í tilefni af þessu mikla kvennaári. Ég er að fara að takast á við hin ólíku kvenhlutverk tón- bókmenntanna. Þarna eru mæður, tengdamæður, gyðjur og femínistar. Ég er að syngja þetta þema en er líka að velja margt af því sem ég hef verið að takast á við í náminu og hef ekki sungið hérna heima áður,“ segir Lilja. „Ég hef verið heppin að fá tæki- færi bæði hjá óperunni hérna heima og úti. En fram undan er bara að fara í fjöldann allan af prufum og reyna að koma stóru tánni inn í bransann.“ n Lilja syngur í Kúnstpásu Mæður, konur og meyjar Mæður, konur, meyjar Lilja Guðmundsdóttir sópran og Antonia Hevesi píanóleikari leika saman í Norðurljósasal Hörpu. Mynd Sigtryggur Ari Furðulegt og frábært n Airwaves fór fram um helgina n Battles, SOPHIE, Sleaford Mods, Úlfur Úlfur, The Pop Group og fleiri I celand Airwaves 2015 lauk með tónleikum Hot Chip og FM Belfast í Vodafone-höllinni á sunnu- dagskvöld. Hátíðin var gríðarlega vel heppnuð. Þrátt fyrir rigningu var veðrið betra en oft áður og með fleiri tónleikasölum í stærri kantinum – NASA sneri aftur og Gamla Bíó var notað í annað sinn – og góðri skipulagningu tókst hátíðarhöldurum að koma í veg fyrir martraðarkenndar sögur um endalausar biðraðir. Tíma- setningar stóðust betur en stundum áður og jafnvel þegar smávægilegar tafir urðu – eins og á lokakvöldinu – var upplýsingaflæðið gott í gegnum Airwaves-smáforritið. Óþægilegar mínútur Hátíðin hófst með kraftmiklu mið- vikudagskvöldi þar sem GKR, Kött Grá Pjé og Misþyrming voru í sér- stöku uppáhaldi hjá blaðamanni DV. Á fimmtudeginum voru helstu hápunktarnir á ljóða- og tónlistar- kvöldinu Airwords í Kaldalóni. Sveim- andi organísk og handknúin raftón- list Arnljóts, með dreymandi orgeli og þverflautuleik, hélt manni í heljar- greipum. Flutningur ljóðskáldsins Ástu Fanneyjar og tveggja aðstoðar- manna var líklega óþægilegustu mín- útur helgarinnar, og tókst henni að hræra frekar duglega upp í vænting- um um hvað má á tónleikahátíðum. Furðulegt og frábært. Seinna um kvöldið hrökklaðist blaðamaður líkt og fjölmargir tón- leikagestir út af tónleikum indífólk- kóngsins Father John Misty í Silfur- bergi þar sem hljóðið var til mikilla vandræða. Hljóðfæraleikurinn rann saman í eina leðju og óbærilegt há- tíðnihljóð eyðilagði upplifunina af fyrstu lögunum. Kannski lagaðist hljóðið þegar leið á tónleikana. En það gerði þó ekki mikið til því að í næsta sal var The Pop Group, fimmtugar breskar verkamannatýpur að spila sturlað danspönk, með póli- tískum hrópum og vídeólist í bak- grunni. Það var fámennt á tónleikum þessarar goðsagnakenndu síðpönk- sveitar en allir sem voru inni virtu- st dýrka bandið og sungu með: „We are all prostitutes,“ og svo framvegis. Einar Örn dansaði fremstur meðal jafningja í áhorfendaskaranum, Dr. Gunni kinkaði letilega kolli í takt við músíkina og David Fricke, tónlistar- blaðamaður Rolling Stone, brosti sínu breiðasta. raftónlist fyrir gítarnörda Á föstudag var Úlfur Úlfur frábær í Hafnarhúsinu. Þeir eru orðnir óum- deildir konungar íslensks hiphops, sem er hætt að elta bara megin- straum banda- rísks rapps og farið að mótast út frá hreyfigetu íslenskrar tungu og hugmynda- heimi. Agent Fresco-strák- arnir sáu um hljóðfæraleik og voru þéttir eins og við var að búast og gestirnir Emmsjé Gauti og Kött Grá Pje keyrðu upp stemminguna. Salur- inn söng með fullum hálsi. Furðu- veran Ariel Pink og hljómsveit hans Haunted Graffiti héldu þá eftirminni- lega tónleika í Silfurbergi. Á laugardagskvöld spilaði banda- ríska raddlausa rokkbandið Battles sína sérstöku blöndu súrkálrokks og raftónlistar fyrir gítarnörda. Tveir gítar leikarar með lúpp-pedala og hljómborð, og trommuleikarinn á milli þeirra fremst á sviðinu. Dansvænt en á sama tíma gott til að horfa á og strjúka skeggrótina spekúlerandi. danspopp framtíðarinnar Breski raftónlistarmaðurinn SOPHIE spilaði magnað sett á NASA. Hann lék síðast á Íslandi í febrúar á sónar- danstónlistarhátíðinni í Hörpu. Þá virtist fólk ekki vera búið að kveikja almennilega á honum, en núna var NASA stappfullur og þurftu einhverjir frá að hverfa. SOPHIE var ofursvalur í framtíðarlegum pleðurjakka og með rauðan topp slútandi yfir andlitið. Sú sérstaka blanda helíumraddaðs fram- tíðarpopps, tölvuleikjatónlistar og súrrar tilraunakenndrar danstónlistar sem er oft kennd við vini SOPHIE í út- gáfufyrirtækinu PC Music er smám saman að smitast inn í meginstraum- inn, en SOPHIE pródúseraði lag með Madonnu fyrr á árinu. Þó að melódíurnar séu sykursætar og gríp- andi var ekki gerð nein tilraun til að halda taktinum gangandi eða gera áhorfendum auðvelt fyrir að dansa. Fólk lét stöðug uppbrot og hraða- breytingar þó ekki hafa áhrif á sig og dansaði til að gleyma. Sleaford Mods var í mestu upp- áhaldi hjá blaðamanni á þunnum sunnudegi í Vodafone-höllinni. Það gerist ekki mikið einfaldara. Tveir breskir dúddar, annar ýtir á „play“ á tölvunni og drekkur bjór á meðan hinn rappar mikinn reiðilestur um stöðuna í heiminum með aust-mið- enskum hreim og óhefluðu verka- mannablóti. Endurtekinn einfaldur trommutaktur og sami bassastrengur- inn yfirleitt sleginn allt lagið. Svo ein- falt, svo gott. n Kristján guðjónsson kristjan@dv.is „Einar Örn dansaði fremstur meðal jafningja í áhorfenda­ skaranum, Dr. Gunni kink­ aði letilega kolli í takt við músíkina og David Fricke, tónlistarblaðamaður Rolling Stone, brosti sínu breiðasta. Kvennakraftur Rapp- gengið Reykjavíkurdætur lék nokkrum sinnum á hátíðinni og vakti að venju mikið umtal. Myndir ÞorMAr Vignir gunnArSSon raftónlist fyrir gítarnörda Bandaríska tilraunarokk- bandið Battles lék á als oddi í Silfubergi á laugardagskvöld. geimglamúr Steinunn Harðardóttir, DJ Flugvél og Geimskip, lék bæði á fimmtu- dag og sunnudagskvöld. Sykur Agnes Björt Andradóttir og félagar spiluðu dansvænt rafpopp sitt í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.