Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 10. nóvember–12. nóvember 2015 Kynningarblað - Betri borgarar 5 Spot: Viðarkolagrillaðir ham- borgarar gefa einstakt bragð Á Spot eru alltaf góð hamborgaratilboð þegar leikir eru í gangi V insælustu borgararnir okkar eru piparosta- borgarinn og bearnaise- borgarinn en ostborgar- inn klassíski stendur alltaf fyrir sínu. Allir okkar hamborgarar eru með frönskum og kokkteilsósu. Við erum með 140 gramma nauta- hamborgara úr ekta ungnautahakki frá Kjöthúsinu. Við breyttum upp- skriftinni nú nýlega í samráði við þá og jukum fituprósentuna í kjötinu. Þetta mælist mjög vel fyrir,“ segir Einar Þór Sigurgeirsson á Spot. Hamborgararnir á Spot eru kolagrillaðir og segir Einar mikilvægt að hafa fituprósentuna hærri í þeim vegna þeirrar eldunaraðferðar: „Við kolagrillum alla okkar ham- borgara með alvöru viðarkolum. Þá er mikilvægt að hafa örlítið meiri fituprósentu en talan er auðvitað hernaðarleyndarmál. Það er gríðar- legur munur á pönnusteiktum og kolagrilluðum hamborgara, það er himinn og haf á milli, bragðið er allt annað og betra þegar borgararnir eru grillaðir á viðarkolum, þau gefa ótrúlega gott bragð.“ Hamborgarasalan tengist mikið fótboltanum þar sem Spot er öðr- um þræði sportbar: „Við erum alltaf með góð ham- borgaratilboð þegar leikir eru í gangi. Síðan koma hingað hópar, bæði stórir og smáir. Við erum til dæmis bæði með Liverpool- og Man. United-klúbbinn hérna og þeir sækja mikið hingað til að horfa á fótbolta og fá sér borgara. Annars eru þetta hópar af öllum stærðum, frá fjórum upp í fimmtíu. Við fáum mikið af fyrirspurnum frá til dæm- is tíu manna hópum í óvissuferð- um og fólk spyr um tilboð og þau eru allltaf í boði fyrir hópa. Hóp- arnir sem koma þannig fá síðan frítt á ballið hérna um kvöldið og þetta vilja margir nýta sér í svona hópa- og hvataferðum.“ Spot er til húsa að Bæjarlind 6 í Kópavogi og er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Þar er auk þess sportbar og heitur matur frá klukkan fimm síðdegis, meðal annars rómaðir hamborgarar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.