Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 10. nóvember–12. nóvember 20152 Betri borgarar - Kynningarblað V itabar er í senn rótgróinn hverfisstaður og þekktur viðkomustaður í miðbæn- um. Hann er staðsettur á horni Vitastígs og Berg- þórugötu og hefur verið rekinn í lítið breyttri mynd í 25 ár. Vitabar er fastur punktur í tilverunni hjá mörg- um sem vita að hverju þeir ganga: frábærum mat, góðu verði og þægi- legri stemningu. Veitingastaðir með hverfisstemningu eru sjaldgæfir á Ís- landi en Vitabar er einn fárra. Eitt af táknum staðarins er Gleymérei-borgarinn sígildi sem hefur alltaf jafnmikið aðdráttarafl, en hann er með gráðaosti og kryddsósu. Aðrir hamborgarar eru líka afar vin- sælir, til dæmis beikonborgarar og hinn klassíski ostborgari. Vitabar er einnig þekktur fyrir góðar steikur. Alltaf er í gangi tilboð á nautasteik með frönskum og köldum á krana: 2.900 krónur. Vitabar er vinsæll hádegisverðar- staður og iðnaðarmenn, skólafólk og íbúar í hverfinu fá sér þar gjarnan hádegismat. En það er líka vinsælt að fá sér staðgóðan kvöldverð á Vitabar, sem og að fá sér kaffisopa eða bjór og slaka á í góðum félagsskap eftir dags- ins önn. Staðurinn er opinn alla daga frá kl. 11.30 til 23.30. n Nautasteik og Gleymérei-borgari Hverfisstemningin á Vitabar hefur alltaf sama aðdráttaraflið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.