Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 23
Vikublað 10. nóvember–12. nóvember 2015 Kynningarblað - Betri borgarar 7 Klassískir hamborgarar með ekta Hlöllafíling í bragðinu Með hinni einstöku Hlöllasósu H löllabátar hafa svo sannar- lega unnið hug, hjörtu og maga svangra Íslendinga því fyrirtækið heldur upp á 30 ára afmæli á næsta ári sem verður fagnað með miklum glæsi- brag. Hlöllabátar eru nú á sex stöð- um á landinu: Akureyri, Selfossi, Keflavík, Smáralind, Faxafeni og Ing- ólfstorgi. Hlöllabátar voru stofnaðir árið 1986 og hafa alla tíð síðan notað ís- lenskt úrvalshráefni við framleiðslu á ferskum og bragðgóðum skyndi- bita á góðu verði. Brauðin í réttunum eru bökuð á hverjum degi úr úrvals- hráefni. Hlöllabátar láta ekki sitt eftir liggja í hamborgurum: „Við erum með klassíska góða hamborgara úr 100% ungnautakjöti frá Kjötsmiðjunni, ekkert blandað. Við erum með fjór- ar tegundir af hamborgunum: venju- legan hamborgara, beikonborgara, barbeque-borgara og grísaborgara, sem er svona pulled-pork, þetta er hægeldað svínakjöt sem er baðað í barbeque-sósu og síðan sett í borg- arabrauð,“ segir Helgi Guðmundsson hjá Hlöllabátum. „Okkar sérstaða er klárlega sú að á okkar hamborgurum er Hlöllasósa, ekki þessi venjulega hamborgarasósa. Uppskriftin er ekki gefin upp en það er mikið af leyndar- málum í henni. Hún gefur einstakt bragð og færir fólki þennan Hlölla- fíling líka þegar það fær sér borgara hjá okkur,“ segir Helgi. Viðskiptavinahópur Hlöllabáta er fjölbreyttur. Á Ingólfstorgi er staður- inn opinn frá 10.00 til 2.00 á virkum dögum og til 6.00 um helgar. Mikið af fólki á djamminu fær sér þá í svanginn en á daginn kemur mikið af skólafólki og vinnandi fólki í nágrenninu. „Á hinum stöðunum, til dæmis í Smáralind og Faxafeni, er stemningin önnur, þar er mikil fjölskyldustemn- ing, enda eru þetta miklu stærri stað- ir, um 150 fermetra salir,“ segir Helgi. Helgi vill meina að verð sé mjög hagstætt á Hlöllaborgurum. Þannig má fá hamborgaratilboð með öllu á 1.590 krónur. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.