Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 10.–12. nóvember 201528 Fólk Ástir og Álög í Hollywood n Fæst hjónaböndin þola álagið n Enn eru þó nokkur sem virðast hamingjurík F yrir þá sem elska stjörnurnar í Hollywood geta fréttir um skilnað þeirra virkað eins og fast högg í andlitið. Mörg- um brá til að mynda í brún þegar fréttir af skilnaði popp- rokkhjónanna Gwen Stefani og Gavin Rossdale birtust fyrr á ár- inu sem og þegar skilnaður Blake Shelton og Miröndu Lambert skók sveitatónlistarheiminn á svipuðum tíma. Á dögunum kom svo í ljós að Shelton og Stefani eru nýjasta tón- listarparið en þau eru einmitt bæði dómarar í söngþættinum The Voice. Notfærði sér ástandið Stefani og Ross- dale voru eitt svalasta par Hollywood í 13 ár en samkvæmt netmiðlinum Hollywood Life tekur Rossdale, sem er forsprakki hljómsveitarinn- ar Bush, fréttun- um um samband hans fyrrverandi við sveitasöngvar- ann með stóískri ró. „Hann veit að Blake er góður maður og það er það mikilvægasta í hans huga. Hann á náttúrlega þrjú börn með Gwen. Hins vegar telur hann að Blake hafi notfært sér hversu viðkvæm Gwen var eftir skilnaðinn,“ hafði netmiðill- inn eftir kunningja rokkarans. Grátandi Lambert Samkvæmt slúðurblöðunum á Lambert hins vegar ekki sjö dag- ana sæla. Hver fréttin af fætur annarri hefur birst þar sem söng- konan er sögð hafa verið með grát- stafina í kverkunum á Country Music Awards-hátíðinni sem haldin var nokkrum klukkutímum eftir að Shelton og Stefani opin- beruðu samband sitt. Dæmi um aðra stjörnuskilnaði sem komu eins og þruma úr heið- skíru lofti hlýtur að vera skilnaður leikaranna Bens Affleck og Jennifer Garn- er, raunveruleikastjarn- anna Bruce Jenner og Kris Jenner, tónlistarfólksins Jennifer Lopez og Marcs Anthony og ofurfyrirsætunnar Heidi Klum og söngvarans Seal. Farsælu hjónaböndin Þrátt fyrir langan lista skilnaða eru þó enn til hjónabönd í Hollywood sem virð- ast ætla að halda út þrátt fyrir álögin sem virðast liggja á ástum í Hollywood. Efst á lista eru leikarahjónin Calista Flockhart og Harri- son Ford, leikar- inn Hugh Jack- man og eiginkona hans Deborra-Lee Furness, leikara- hjónin Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze Jr., Kyra Sedgwick og Kevin Bacon, Goldie Hawn og Kurt Russel, sveitatónlistarhjónin Faith Hill og Tim McGraw og leikarahjón- in Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick. n Flott hjón Bacon og Sedg­ wick hafa verið gift frá árinu 1988. Kántrístjörnur Blake Sheldon og Miranda Lambert eru þekktar sveitasöngvastjörnur. Búið bless Skilnaður Heidi Klum og Seal kom mörgum á óvart.Jennifer Lopez og Mark Antony Erfiður skiln aður. Enn sterk saman Leikarahjónin Calista Flockhart og Harrison Ford virðast enn hamingjusöm. Þegar allt lék í lyndi Gwen Stefani og Gavin Rossdale höfðu verið saman í 13 ár. Blússandi hamingja Leikarahjónin Matthew Broderick og Sarah Jessica Parker hafa verið gift frá 1997 og saman mun lengur. Á myndinni eru þau ásamt þremur börnum sínum. Hugh Jack- man og frú Hjónin hafa verið gift frá árinu 1996. Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.