Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 14
14 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu
millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu
(Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris,
augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum
Augnhvilan
Augnhvílan er auðveld í notkun og
vermir í 10 mínútur í hvert sinn.
Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur
í örbylgjuofni og lögð yfir augun.
Ber ábyrgð á yfirlýs-
ingum um moskuna
Átök vegna yfirlýsinga í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar
F
ormaður Kynningarmið
stöðvar íslenskrar myndlistar
(KÍM), Eiríkur Þorláksson,
segist taka ábyrgð á yfirlýs
ingum sem voru sendar frá
kynningarmiðstöðinni en voru ekki
bornar undir stjórn áður. Hanna
Styrmisdóttir sagði í viðtali við DV í
vikunni að hún hefði sagt af sér sem
varaformaður KÍM vegna þess að yfir
lýsingar voru ekki bornar undir hana.
Ekki borið undir stjórn
„Afsögn mín kemur til af því að ég get
ekki sem stjórnarmaður tekið ábyrgð
á yfirlýsingum sem varða hagsmuni
miðstöðvarinnar en hafa ekki verið
bornar undir stjórn,“ útskýrði hún
en yfirlýsingarnar sem um ræðir
vörðuðu Moskulistaverk á Feneyjatví
æringnum sem var lokað af yfirvöld
um þar í landi.
Formaður KÍM sendi yfirlýsingu
á DV eftir að greint var frá afsögn
Hönnu og þar segir Eiríkur orðrétt:
„Eins og fram kemur í fréttinni
voru þessar yfirlýsingar ekki í öllum
tilvikum bornar undir alla stjórnar
menn áður en þær voru birtar opin
berlega, og tek ég fulla ábyrgð á þeim
mistökum.
Hanna Styrmisdóttir kaus að segja
af sér sem varaformaður stjórnar
Kynningarmiðstöðvarinnar vegna
þessa. Ég virði ákvörðun hennar og
þakka henni fyrir innlegg hennar í
starfi stjórnarinnar þann tíma sem
hún hefur setið í stjórninni.“
Fullt og óskorað traust
Meðal þess sem Hanna var ósátt við
var tilkynning sem Björg Stefáns
dóttir, framkvæmdastjóri KÍM skrif
aði. Um þetta segir Eiríkur:
„Ég ber fullt og óskorað traust
til Bjargar Stefánsdóttur, fram
kvæmdastjóra Kynningarmiðstöðv
arinnar, sem að mínu áliti hefur sinnt
starfi sínu og einkum vinnu í kringum
íslenska sýningarskálann í Feneyjum
af mikilli fagmennsku og óbilandi
dugnaði við erfiðar aðstæður undan
farnar vikur og mánuði.
Framundan er áframhaldandi
mikilvæg vinna við verkefnið, sem ég
treysti Björgu fyllilega til að leiða fyrir
hönd Kynningarmiðstöðvarinnar.“ n
Yfirlýsingin í heild
„Sem formaður stjórnar Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar hef ég samþykkt og tek
fulla ábyrgð á þeim fréttatilkynningum, sem sendar hafa verið af út af hálfu Kynningarmið-
stöðvarinnar vegna málefna íslenska sýningarskálans í Feneyjum nú í ár.
Eins og fram kemur í fréttinni voru þessar yfirlýsingar ekki í öllum tilvikum bornar undir alla
stjórnarmenn áður en þær voru birtar opinberlega, og tek ég fulla ábyrgð á þeim mistökum.
Hanna Styrmisdóttir kaus að segja af sér sem varaformaður stjórnar Kynningarmiðstöðv-
arinnar vegna þessa. Ég virði ákvörðun hennar og þakka henni fyrir innlegg hennar í starfi
stjórnarinnar þann tíma sem hún hefur setið í stjórninni.
Ég ber fullt og óskorðað traust til Bjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmið-
stöðvarinnar, sem að mínu áliti hefur sinnt starfi sínu og einkum vinnu í kringum íslenska
sýningarskálann í Feneyjum af mikilli fagmennsku og óbilandi dugnaði við erfiðar aðstæður
undanfarnar vikur og mánuði.
- Framundan er áframhaldandi mikilvæg vinna við verkefnið, sem ég treysti Björgu fyllilega
til að leiða fyrir hönd Kynningarmiðstöðvarinnar.
Vinsamlegast,
Eiríkur Þorláksson, formaður stjórnar
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.“
Valur Grettisson
valur@dv.is
Moskunni var lokað
Moska var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, einnar þekktustu myndlistar
hátíðar heims.
Moskan var staðsett í hinni sögufrægu kaþólsku kirkju Santa Maria della Misericordia
í Cannaregiohverfinu í Feneyjum. Hún var hugsuð sem samkomustaður samfélags
múslima í Feneyjum og í henni var boðið upp á ýmsa kennslu og menningarviðburði
fyrir almenning.
Innsetningin var hugarsmíð svissneska listamannsins Cristophs Büchel. Verkið nefnist
„MOSKAN: Fyrsta moskan í gömlu miðborg Feneyja“ og var unnið í samstarfi við félög
múslima á Íslandi og í Fenyjum, en sýningarstjóri var Nína Magnúsdóttir.
Moskunni var lokað með lögregluvaldi þann 22. maí síðastliðinn en borgaryfirvöld í
Feneyjum og forsvarsmenn Feneyjatvíæringsins höfðu mótmælt verkinu harðlega.
Axlar ábyrgð
Eiríkur Þorláksson
er listfræðingur.
Moskan í Feneyjum
Moskunni var lokað þann
22. maí síðastliðinn.
Leiddur út í járnum
Sérsveit í umfangsmiklum aðgerðum í Keflavík
S
érsveit Ríkislögreglustjóra
og lögreglan á Suðurnesjum
stóðu í umfangsmiklum að
gerðum við Hrannargötu í
Keflavík rétt fyrir klukkan tvö í gær.
Lögreglunni barst tilkynning um
andlega veikan mann sem lét ófrið
lega í sameign í fjölbýlishúsi. Sérsveit
ríkislögreglustjóra var fengin til að
stoðar. Ekki kom til neinna átaka og
var maðurinn færður á lögreglustöð
til viðræðna.
Mál mannsins er nú komið á borð
fagfólks í heilbrigðiskerfinu og er
verið að aðstoða hann.
Varðstjóri lögreglunnar á
Suðurnesjum, Sigvaldi Arnar Lárus
son, neitaði því að eitthvað væri að
gerast þegar DV hafði samband í gær
þrátt fyrir að sjónarvottar hafi séð
umræddar aðgerðir lögreglu.
Samkvæmt þeim voru sérsveitar
menn gráir fyrir járnum í Röstinni í
Keflavík en þar býr fjöldi einstaklinga
í leiguíbúðum.
DV hefur fengið það staðfest að
lögreglan hafi óskað eftir sjúkrabif
reið frá Brunavörnum Suðurnesja,
sem kom á staðinn ásamt hinu fjöl
menna lögregluliði. n
Handjárnaður Lögreglan leiðir manninn
út í handjárnum í Keflavík.
Vildi gefa
líffærin sín
„Ingibjörg Melkorka hafði látið
í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi,
yrði hún líffæragjafi. Við því
var orðið og er það okkur nokk
ur huggun á erfiðum stundum
að líf hennar geti orðið öðrum
til aðstoðar,“ segir í tilkynningu
frá foreldrum og fjölskyldu Ingi
bjargar Melkorku Ásgeirsdóttur
sem lést í kjölfar þess að hafa
neytt eiturefnisins Epillu aðfara
nótt síðastliðins sunnudags. Hún
var sautján ára gömul og lætur
eftir sig foreldra, fjórar systur
og einn bróður. Hún var nem
andi í Menntaskóla Borgarfjarð
ar síðastliðið skólaár en stundaði
áður nám í Brekkubæjarskóla á
Akranesi og í Heiðarskóla í Hval
fjarðarsveit. Bænastund verður í
Akraneskirkju í dag, föstudaginn
5. júní, klukkan 17.30.
Foreldrum og fjölskyldu henn
ar er umhugað um að því sé kom
ið á framfæri að Ingibjörg Mel
korka hafði aldrei áður neytt
fíkniefna, líkt og Epillu. Hún tók
inn eina og hálfa Etöflu. Eftir það
sofnaði hún og vaknaði ekki aft
ur. Hún var flutt á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut þar
sem hún var úrskurðuð látin að
faranótt þriðjudagsins 2. júní.
„Von okkar er að þessum skila
boðum verði komið út í samfé
lagið sem víðast, öðrum til aðvör
unar um þá dauðans alvöru sem
neysla vímuefna getur haft,“ segja
þau og minna á að eitt skipti get
ur verið nóg.
Fjölskyldan þakkar samhug
og vinarþel sem þeim hefur verið
sýnt á erfiðum stundum undan
farna daga.