Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 14
14 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015 Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum Augnhvilan Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn. Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun. Ber ábyrgð á yfirlýs- ingum um moskuna Átök vegna yfirlýsinga í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar F ormaður Kynningarmið­ stöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), Eiríkur Þorláksson, segist taka ábyrgð á yfirlýs­ ingum sem voru sendar frá kynningarmiðstöðinni en voru ekki bornar undir stjórn áður. Hanna Styrmisdóttir sagði í viðtali við DV í vikunni að hún hefði sagt af sér sem varaformaður KÍM vegna þess að yfir­ lýsingar voru ekki bornar undir hana. Ekki borið undir stjórn „Afsögn mín kemur til af því að ég get ekki sem stjórnarmaður tekið ábyrgð á yfirlýsingum sem varða hagsmuni miðstöðvarinnar en hafa ekki verið bornar undir stjórn,“ útskýrði hún en yfirlýsingarnar sem um ræðir vörðuðu Moskulistaverk á Feneyjatví­ æringnum sem var lokað af yfirvöld­ um þar í landi. Formaður KÍM sendi yfirlýsingu á DV eftir að greint var frá afsögn Hönnu og þar segir Eiríkur orðrétt: „Eins og fram kemur í fréttinni voru þessar yfirlýsingar ekki í öllum tilvikum bornar undir alla stjórnar­ menn áður en þær voru birtar opin­ berlega, og tek ég fulla ábyrgð á þeim mistökum. Hanna Styrmisdóttir kaus að segja af sér sem varaformaður stjórnar Kynningarmiðstöðvarinnar vegna þessa. Ég virði ákvörðun hennar og þakka henni fyrir innlegg hennar í starfi stjórnarinnar þann tíma sem hún hefur setið í stjórninni.“ Fullt og óskorað traust Meðal þess sem Hanna var ósátt við var tilkynning sem Björg Stefáns­ dóttir, framkvæmdastjóri KÍM skrif­ aði. Um þetta segir Eiríkur: „Ég ber fullt og óskorað traust til Bjargar Stefánsdóttur, fram­ kvæmdastjóra Kynningarmiðstöðv­ arinnar, sem að mínu áliti hefur sinnt starfi sínu og einkum vinnu í kringum íslenska sýningarskálann í Feneyjum af mikilli fagmennsku og óbilandi dugnaði við erfiðar aðstæður undan­ farnar vikur og mánuði. Framundan er áframhaldandi mikilvæg vinna við verkefnið, sem ég treysti Björgu fyllilega til að leiða fyrir hönd Kynningarmiðstöðvarinnar.“ n Yfirlýsingin í heild „Sem formaður stjórnar Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar hef ég samþykkt og tek fulla ábyrgð á þeim fréttatilkynningum, sem sendar hafa verið af út af hálfu Kynningarmið- stöðvarinnar vegna málefna íslenska sýningarskálans í Feneyjum nú í ár. Eins og fram kemur í fréttinni voru þessar yfirlýsingar ekki í öllum tilvikum bornar undir alla stjórnarmenn áður en þær voru birtar opinberlega, og tek ég fulla ábyrgð á þeim mistökum. Hanna Styrmisdóttir kaus að segja af sér sem varaformaður stjórnar Kynningarmiðstöðv- arinnar vegna þessa. Ég virði ákvörðun hennar og þakka henni fyrir innlegg hennar í starfi stjórnarinnar þann tíma sem hún hefur setið í stjórninni. Ég ber fullt og óskorðað traust til Bjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmið- stöðvarinnar, sem að mínu áliti hefur sinnt starfi sínu og einkum vinnu í kringum íslenska sýningarskálann í Feneyjum af mikilli fagmennsku og óbilandi dugnaði við erfiðar aðstæður undanfarnar vikur og mánuði. - Framundan er áframhaldandi mikilvæg vinna við verkefnið, sem ég treysti Björgu fyllilega til að leiða fyrir hönd Kynningarmiðstöðvarinnar. Vinsamlegast, Eiríkur Þorláksson, formaður stjórnar Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.“ Valur Grettisson valur@dv.is Moskunni var lokað Moska var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, einnar þekktustu myndlistar­ hátíðar heims. Moskan var staðsett í hinni sögufrægu kaþólsku kirkju Santa Maria della Misericordia í Cannaregio­hverfinu í Feneyjum. Hún var hugsuð sem samkomustaður samfélags múslima í Feneyjum og í henni var boðið upp á ýmsa kennslu og menningarviðburði fyrir almenning. Innsetningin var hugarsmíð svissneska listamannsins Cristophs Büchel. Verkið nefnist „MOSKAN: Fyrsta moskan í gömlu miðborg Feneyja“ og var unnið í samstarfi við félög múslima á Íslandi og í Fenyjum, en sýningarstjóri var Nína Magnúsdóttir. Moskunni var lokað með lögregluvaldi þann 22. maí síðastliðinn en borgaryfirvöld í Feneyjum og forsvarsmenn Feneyjatvíæringsins höfðu mótmælt verkinu harðlega. Axlar ábyrgð Eiríkur Þorláksson er listfræðingur. Moskan í Feneyjum Moskunni var lokað þann 22. maí síðastliðinn. Leiddur út í járnum Sérsveit í umfangsmiklum aðgerðum í Keflavík S érsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum stóðu í umfangsmiklum að­ gerðum við Hrannargötu í Keflavík rétt fyrir klukkan tvö í gær. Lögreglunni barst tilkynning um andlega veikan mann sem lét ófrið­ lega í sameign í fjölbýlishúsi. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að­ stoðar. Ekki kom til neinna átaka og var maðurinn færður á lögreglustöð til viðræðna. Mál mannsins er nú komið á borð fagfólks í heilbrigðiskerfinu og er verið að aðstoða hann. Varðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, Sigvaldi Arnar Lárus­ son, neitaði því að eitthvað væri að gerast þegar DV hafði samband í gær þrátt fyrir að sjónarvottar hafi séð umræddar aðgerðir lögreglu. Samkvæmt þeim voru sérsveitar­ menn gráir fyrir járnum í Röstinni í Keflavík en þar býr fjöldi einstaklinga í leiguíbúðum. DV hefur fengið það staðfest að lögreglan hafi óskað eftir sjúkrabif­ reið frá Brunavörnum Suðurnesja, sem kom á staðinn ásamt hinu fjöl­ menna lögregluliði. n Handjárnaður Lögreglan leiðir manninn út í handjárnum í Keflavík. Vildi gefa líffærin sín „Ingibjörg Melkorka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokk­ ur huggun á erfiðum stundum að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar,“ segir í tilkynningu frá foreldrum og fjölskyldu Ingi­ bjargar Melkorku Ásgeirsdóttur sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E­pillu aðfara­ nótt síðastliðins sunnudags. Hún var sautján ára gömul og lætur eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nem­ andi í Menntaskóla Borgarfjarð­ ar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hval­ fjarðarsveit. Bænastund verður í Akraneskirkju í dag, föstudaginn 5. júní, klukkan 17.30. Foreldrum og fjölskyldu henn­ ar er umhugað um að því sé kom­ ið á framfæri að Ingibjörg Mel­ korka hafði aldrei áður neytt fíkniefna, líkt og E­pillu. Hún tók inn eina og hálfa E­töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aft­ ur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin að­ faranótt þriðjudagsins 2. júní. „Von okkar er að þessum skila­ boðum verði komið út í samfé­ lagið sem víðast, öðrum til aðvör­ unar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segja þau og minna á að eitt skipti get­ ur verið nóg. Fjölskyldan þakkar samhug og vinarþel sem þeim hefur verið sýnt á erfiðum stundum undan­ farna daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.