Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 26
26 Umræða
Þ
essa pistla sem ég hef birt
vikulega í DV frá síðustu
áramótum hef ég kall
að „Þér að segja“ og það
er orðið tímabært að ég
þakki fyrir mig og láti vita hvaðan
mér kom sá titill. En ein af mín
um uppá haldsævisögum heitir
einmitt þetta, og hefur undirtit
ilinn „Veraldarsaga Péturs Hoff
manns Salómonssonar“, og höf
undurinn er Stefán Jónsson
fréttamaður. Þessi veraldarsaga
er skrifuð af miklu listfengi og
húmor, og augljóst er af öllu að
viðfangsefnið Pétur Hoffmann
hefur ekki bara verið afar litríkur
maður og átt merkilega ævi, held
ur einnig skemmtilegur, orðhagur
og kunnað að segja frá.
Það eru margir fleiri en ég
sem halda mikið upp á þessa bók
og kunna upp úr henni sögur og
frasa. Ég varð þess heiðurs aðnjót
andi að fá að gefa góðkunningja
mínum til áratuga, sjálfum Bubba
Morthens, þessa bók er hann átti
stórafmæli, og síðan er við hitt
umst verð ég þess jafnan áskynja
að hann hefur farið langt með að
læra hana utanað.
Mínir menn
Höfundurinn, Stefán Jónsson,
var auðvitað fréttamaður, eins og
fram kemur á titilsíðu bókarinnar
og geysivinsæll sem slíkur á Rík
isútvarpinu, en lagði líka gjörva
hönd á margt fleira: hann var al
þingismaður um árabil, frábær
hagyrðingur og svo rithöfund
ur. Frægust bóka hans er kannski
sjálfsævisagan eða bernskuminn
ingarnar að austan „Að breyta
fjalli“ frá 1987. Hann skrifaði líka
skáldsögur og frásagnarþætti og
fleiri ævisögur, meðal annars eina
rómaða um Jóhannes heitinn Jós
efsson, afreks og glímumann,
sem löngum var kenndur við Hótel
Borg sem hann byggði. En sú bók
sem í barnæsku kom mér á bragð
ið með að lesa Stefán Jónsson var
„Vertíðarsaga“ sem Ægisútgáfan
lét ganga á þrykk árið 1962 og heit
ir „Mínir menn“.
Í þeirri bók segir meðal annars
af Sigurði Jónssyni útvegsbónda,
sem sagður var hafa „farsælar
gáfur“. En eins og segir í bókinni:
„Þeir sem hafa farsælar gáfur í af
mælisgrein í dagblaði eru sömu
mennirnir, sem stíga ekki í vitið
þegar gáfnamælingamenn tala
um þá sín í milli.“ Og það sem er
eftirtektarverðast við þessa sögu
persónu Stefáns Jónssonar er að
þar virðist vera komin frumgerðin
af þeim sem klæmast á orðatil
tækjum, eins og síðar Bibba á Brá
vallagötunni, sem sagðist sitja
eftir með súrt eplið og bara geta
nagað sig í handarkrikann yfir því
hvernig fór – nú eru uppi alþingis
menn sem tala um að stinga höfð
inu í steininn. Sigurður Jónsson
ríki heldur ræðu í „Mínir menn“
þegar allt stefnir í að fólk fari í
verkfall, og Sigurður telur ekki að
fólk ætli að stræka vegna þess að
hann borgi lág laun, heldur vegna
þess að kommúnistar stjórni laun
þegasamtökunum; þetta var áður
en Samfylkingin kom til, en nú er
henni kennt um svona. Í ræðunni
segir Sigurður ríki meðal annars:
„Og þó var það ekki nema beinlín
is gæfumunurinn, að okkur skyldi
takast að stýra hjá versta hey
garðshorninu. Og það ber okkur
vissulega að þakka. Og þá vorum
við, lýðræðissinnar hér í plássinu,
farnir að vona að nú væri loksins
skipt um tvö horn. En í ár hefur allt
annað orðið uppi á steinhringn
um. Því nú hafa kommúnistar
hoggið, ekki einu sinni, ekki tves
ar, heldur þresar í sama knérörið.“
Í sömu bók segir einnig frá
því að þegar sóknarpresturinn
í plássinu messaði í fyrsta sinn
á páskum, þá bar aflahæsti bát
ur þeirrar vorvertíðar sama skrá
setningarnúmer, 178, og sálmur
inn: Vér páskahátíð höldum. Og
það gat ekki verið tilviljun. Síðan
voru jafnan sungnir í páskamess
um þeir sálmar sem báru númer
aflahæstu báta hverju sinni. „Nú
var Skúmur VH 138 aflahæstur og
fyrsti sálmurinn því: Hróp og há
reysti gjörðu. Marbendill VH 107
var í öðru sæti og annar sálm
urinn þar af leiðandi: Ó þú, sem
breytir vatni í vín.“ Númer þrjú
var sunginn Í dýflissunnar dimmu
neyð, og endað á Heimsumból.
Pétur Hoffmann Salómonsson
En það var semsé bókin „Þér
að segja“ sem ég ætlaði að tala
um – Veraldarsaga Péturs Hoff
manns. Pétur var Vestlendingur,
fæddur við Breiðafjörð árið 1897.
Hann var af Mýramönnum í föð
urætt, og setti það allmjög svip á
lífsviðhorf hans, en eins og flest
ir vita var Skallagrímur Kveldúlfs
son landnámsmaður á Mýrum,
auk þeirra heljarmenna og hálf
þursa sem honum fylgdu út hing
að, eins og segir frá í Egils sögu
– það voru menn sem létu ekki
sinn hlut fyrir neinum. Það var
margt hreystimenna í ætt Péturs
Hoffmanns; Lárus bróðir hans
Salómonsson var þekktur lög
regluþjónn í Reykjavík og annál
að hreystimenni, og Gunnar bróð
ir þeirra ferðaðist um heiminn og
sýndi aflraunir – kallaði sig Úrsus
Íslands eða eitthvað slíkt, var sagð
ur geta beygt sverustu járnkarla og
rifið í tvennt símaskrár stórborga.
Kraftahugmyndir setja að vonum
mjög svip á bókina, og þótt margir
haldi mikið upp á hana þá hef ég
líka heyrt þær raddir að höfundur
inn sé í aðra röndina að gera grín
að skrýtnum kalli með kraftadellu.
Menn geta haft sínar skoðanir á
því, en ævi Péturs Hoffmanns var
stórmerkileg; hann stundaði sjó
mennsku frá unga aldri, og eru
lýsingarnar á kjörum og aðstæð
um íslenskra sjómanna á hans
tíð feiknaáhugaverðar. Slíkt má
reyndar lesa í fleiri æviminning
um, en merkilegt er til þess að
hugsa hversu skammt er síðan að
það mátti teljast jafngilda því að
ganga í herþjónustu á stríðstímum
að ráða sig til sjós á Íslandi: Fram
eftir allri síðustu öld voru mann
fórnir hroðalegar, á hverju ári fór
ust tugir sjómanna, oft margar
áhafnir í einu hörðu vetrar
veðri, og fór Pétur Hoffmann ekki
varhluta af slíkum háska þótt hann
slyppi jafnan með naumindum.
Hann átti síðar eftir að fara út í
viðskipti, fyrst og fremst með fisk
útflutning, og ferðast til nágranna
landa í því sambandi með tilheyr
andi ævintýrum.
Hvað hefði Egill
Skallagrímsson gert?
Pétur var eins og ég nefndi kominn
út af Agli Skallagrímssyni og því
fólki, og er óhætt að segja að það
hafi mjög litað hans lífsafstöðu.
Um Mýramenn segir hann: „Af
þessum mönnum er ég kominn í
föðurætt og oft hefur Egill forfaðir
minn ornað mér í geði með sínum
tiltektum. Ekki síst með framkomu
sinni við Eirík blóðöxi, sem var
lítilmenni, og konu hans, Gunn
hildi kóngamóður, sem var flagð
og skipaskækja og sú vergjarn
asta gaddavírshóra í drottningar
líki, sem um getur á norðurhjara
heims. En Egill gretti sig fram
an í þau bæði, drap vini þeirra og
krakka fyrir augunum á þeim, þótt
þau hefðu óvígan her í kringum
sig, og hljóp svo bara í burtu og
komst undan á skútu eins og sagan
segir.“
Það má segja að Pétur hafi ver
ið af þeirri íslensku manngerð
sem miðaði flestar sínar gerð
ir og hugsanir við fornkappana, í
hans tilfelli var það jafnan forfað
ir hans skáldið og víkingurinn Eg
ill Skallagrímsson, og um flest sem
við bar í lífinu hugsaði hann sem
svo: Hvað hefði Egill gert í mín
um sporum? Nú er frá því að segja,
eins og áður var getið, að Pétur
Hoffmann hélt til útlanda þegar
langt var liðið á bók. En þar stend
ur: „En nú átti ég skuldir að heimta
í Norvegi sem Egill forfaðir minn.“
Svo hann tók sér far með skipi
utan, í fyrsta sinn. „Nú talaði ég
allvel skandinavísku, svo ég átti að
vera ferðafær á Norðurlöndum.“
En svo fór, að þótt Pétur væri
reglusamur um þær mundir, þá fór
honum sem Agli Skallagrímssyni,
og þurfti að fá eitthvað almenni
legt að drekka þarna utanlands.
Og þegar hann hitti í Björgvin þá
fiskkaupmenn sem hann átti pen
inga hjá, sló í brýnu á hótelinu þar
sem söguhetjan dvaldist en hann
hafði boðað menn til fundar við
sig, enda þeir með undandrátt og
röfl. „Urðu þarna mikil slagsmál
og þeir höfðu uppi hnífa, en viður
eigninni lauk svo að þeir flýðu
fjórir og einn lá eftir í blóði sínu.“
En þetta fór vel, því er Pétur hitti
sömu menn næst stóð ekki á því að
þeir greiddu honum féð, „og gafst
mér vel, eins og Agli forðum, að
rukka Norðmenn með hörðu.“
Norðmenn löngum
léttir fyrir Mýramönnum
Frá Björgvin lá leiðin til Óslóar, og
í ölteitum varð Pétri Hoffmann á
að reika út í skóg. „Þar á mörkinni
hitti ég fyrir trantaralýð, karla sem
konur. Ein þeirra náði frá mér úr
inu mínu, en ég tók það af henni
aftur. Þá veittust karlmennirnir að
mér, en ég barði suma og kastaði
öðrum eins og fífupokum. Hafa
þeir löngum orðið léttir fyrir Mýra
mönnum, Norðmennirnir. Þér að
segja.“
Hápunkti náði þessi för þegar
Pétur kom til Kaupmannahafn
ar. „Þar dvaldist ég í nokkra daga
og hélt fyrst uppi greindarlegum
spurnum um samkvæmislíf, en
afréð síðan að athuguðu máli að
leggja leið mína í Nýhöfnina. Þar
væri helst skemmtunar að vænta. Í
Nýhöfninni varð mér greið leiðin í
knæpurnar og kom síðast í nætur
klúbb einn og var þar vel fagnað.“
Helgarblað 5.–8. júní 2015
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
Almennilegt íslenskt grobb erlendis
Bubbi Morthens „Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að gefa góðkunningja mínum til ára-
tuga, sjálfum Bubba Morthens, þessa bók er hann átti stórafmæli, og síðan er við hittumst verð
ég þess jafnan áskynja að hann hefur farið langt með að læra hana utanað.“ MyNd ÞórHallur JóNSSoN
„Það má segja að
Pétur hafi verið
af þeirri íslensku mann-
gerð sem miðaði flestar
sínar gerðir og hugs-
anir við fornkappana, í
hans tilfelli var það jafn-
an forfaðir hans, skáldið
og víkingurinn Egill
Skallagrímsson, og um
flest sem við bar í lífinu
hugsaði hann sem svo:
Hvað hefði Egill gert í
mínum sporum?