Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Side 28
Helgarblað 5.–8. júní 201528 Fólk Viðtal
Á
Bráðræðisholtinu í Vest
urbæ Reykjavíkur stendur
fallegt, svartmálað og vel
við haldið timburhús sem
byggt var snemma á síðustu
öld. Húsið stendur efst á holtinu
og þrátt fyrir að vera ekki stórt,
teygir það sig yfir húsin í kring.
Bráðræðisholtið var um tíma kall
að Litla Hollywood, enda bjuggu
þar margir leikarar. Þeim hefur þó
fækkað með árunum. Í svartmál
aða húsinu býr Jón Ársæll ásamt
eiginkonu sinni, Steinunni Þórar
insdóttur myndlistarmanni, en
þarna hafa þau búið öll sín búskap
arár. Það er ekki laust við að blaða
maður finni örla fyrir kvíðahnút í
maganum þegar hann leggur bíl
sínum fyrir utan heimili hins eina
sanna viðtalskóngs Íslands. Það
eru ekki margir sem leika það eft
ir að rekja garnirnar úr viðmælend
um sínum líkt og hann gerir, á blíð
an og föðurlegan hátt. Við mælum
okkur mót fyrir hádegi, enda er Jón
Ársæll mikill morgunmaður. Hann
býður blaðamanni að ganga í bæ
inn – slotið sitt – og við komum
okkur fyrir í eldhúsinu, sem er að
hluta til upprunalegt.
Naut þess að pissa í garðinn
„Ég keypti þetta hús þegar ég var 25
ára, áður en ég kynntist Steinunni.
Það stendur á svokallaðri eignarlóð
og mér þótti mjög gaman að fara út
í garð og pissa á eigin torfu. Ég gerði
töluvert af því,“ segir Jón Ársæll
kíminn. Hann segir það hafa vak
ið hjá sér mikla frelsistilfinningu
að geta gert það sem hann vildi, við
eitthvað sem hann átti. „Þetta er
minn staður,“ bætir hann við. Hann
var svo lánsamur að fjölskylda hans
hjálpaði honum við að eignast litla
húsið á holtinu, enda hafði hann
ekki mikið fé á milli handanna á
þeim tíma.
Húsið var þá nánast helmingi
minna en það er í dag. En þegar
eldri sonur þeirra hjóna var vænt
anlegur í heiminn ákváðu þau að
stækka húsið í stað þess að flytja á
brott. Fjögurra manna fjölskylda
hefði tæplega komist fyrir í húsinu
eins og það var áður. „Það þurfti að
bakka inn á klósettið,“ segir Jón Ár
sæll til að gefa blaðamanni örlitla
tilfinningu fyrir því hver þröngt þau
bjuggu fyrstu árin.
Gott að breyta til
Hann stendur nú á tímamótum.
Eftir að hafa starfað hjá Stöð 2 í
um aldarfjórðung og séð um þátt
inn Sjálfstætt fólk í fjórtán ár, er
komið að leiðarlokum. Samning
ur hans við Stöð 2 rann út um ára
mótin og síðasti þátturinn af Sjálf
stæðu fólki var sýndur síðastliðinn
sunnudag. „Það er ekkert í heim
inum óbreytanlegt og það er ekki
hægt að stoppa tímann. Þetta eru
tímamót og allt í lagi með það. Ég
tek tímamótunum brosandi. Það er
kominn tími til að breyta til.“ Hann
er dulur varðandi hvað taki við,
enda ekkert fast hendi. Hann getur
þó sagt blaðamanni að samninga
umleitanir séu í gangi á ákveðnum
vígstöðvum. „Það er gott að staldra
við og grípa andann. Það er meira
en að segja það að búa til hálftíma
heimildamynd í hverri viku í hátt á
annan áratug.“
Ætlaði að bregða
fæti fyrir fólk
En hvernig líður honum með þess
ar breytingar? Að vera skyndilega
hættur vikulegum yfirheyrslum
sínum. „Það eru margar tilfinn
ingar sem blunda. Þegar fólk eld
ist kemur auðvitað alltaf að þeim
tímamótum þar sem fólk þarf að
taka ákvörðun um það hvort það
ætlar að halda áfram að vinna eða
setjast í helgan stein. En mér finnst
ég bara vera frjáls. Það er sterkasta
tilfinningin. Það er mjög góð til
finning að vakna að morgni og
hugsa: hvað langar mig mest til að
gera í dag? Á ég að vera í rúminu
eða fara í ferðalag, eða eitthvað allt
annað?“
Jón Ársæll segist margoft hafa
velt því fyrir sér hvort ekki væri
komið nóg af Sjálfstæðu fólki. Sér
staklega fljótlega eftir að þátturinn
Afríka breytti mér
Fjölmiðlamaðurinn Jón Ársæll Þórðarson stendur nú á tímamótum, en
síðasti þátturinn af Sjálfstæðu fólki var sýndur um liðna helgi, eftir fjórtán ár í
loftinu. Samningur Jóns við Stöð 2 var laus um áramótin og hann horfir nú til
nýrra verkefna. Jóni Ársæli finnst hann vera frjáls og segir það góða tilfinningu.
Hann hefur marga fjöruna sopið á viðburðaríkri ævi og upplifað sorgir og sigra.
Blaðamaður settist niður með þessum helsta viðtalskóngi landsins og ræddi
um tímamótin og tilfinningarnar, æskuárin og erfið veikindi móður, rannsóknir í
Afríku og eiginkonuna sem veit alltaf hvar hann er.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Heimsmyndin breyttist
Jón Ársæll stundaði rann-
sóknir á Mandinka-fólkinu
í Gambíu og Senegal, en
lokaverkefni hans í sálfræði
fjallaði um andatrú og
yfirskilvitleg fyrirbæri.
MyNd SiGtRyGGuR ARi
„Einu sinni missti ég
úr saltsýruglasi yfir
félaga minn og fína úlp-
an hans brann, en hann
slapp.
„Mér þótti
mjög gaman
að fara út í garð og
pissa á eigin torfu