Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 40
Helgarblað 5.–8. júní 201532 Fólk Viðtal Þær skila skömminni Sannkölluð bylting hefur átt sér stað síðustu daga í Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem konur hafa deilt reynslusögum af kynbundnu ofbeldi. Upphaf byltingarinnar má rekja til færslu í hópnum þar sem ein stúlkan óskaði eftir að komast í samband við stúlk- ur sem höfðu orðið fyrir barðinu á þekktum lögfræðingi. Í kjölfarið spunnust miklar umræður um kynbundið ofbeldi og konur á öllum aldri fóru að deila sinni lífsreynslu undir merkjunum #þöggun og #konurtala. DV ræddi við þrjár konur sem stíga nú fram með sína sögu og skila þannig af sér skömminni til þeirra sem eiga hana skilið, gerendanna. Enn fremur er rætt við Elísabetu Ýr Atladóttur sem segir byltinguna á Beauty Tips tækifæri sem ekki megi sleppa til að knýja fram alvöru breytingar á kerfinu. É g ákvað að stíga fram fyrir börnin mín og önnur ung- menni því mér finnst allt of inngróið í íslenska menn- ingu að strákar megi gera hvað sem er við konur og að stelpur eigi bara að passa sig,“ segir Sig- ríður Hjördís Jörundsdóttir, ein þeirra kvenna sem deildi reynslu sinni af kynferðisbroti í Facebook- hópnum Beauty Tips á dögunum. Nauðgað í partíi Sigríði var nauðgað árið 1989 í partíi af ókunnugum manni. „Ég tók þessu broti eins og ég sjálf væri sökudólgurinn. Ég var of full og ákvað að fara ekki heim með vin- konu minni þegar hún vildi fara heim. Ég vaknaði svo við að það var maður að athafna sig ofan á mér,“ segir Sigríður sem lokaði á atburðinn í fjölmörg ár. „Ég leit ekki á þetta sem nauðgun. Ég hafði verið á vitlausum stað á vitlaus- um tíma og pakkaði þessari lífs- reynslu pent inn og hugsaði ekkert um þetta í 20 ár. Svo, árið 2009, sat ég í hugleiðsluhópi á meðvirkni- námskeiði þegar þessi pakki opn- ast með þvílíku offorsi. Ég sat bara með tárin lekandi niður kinnarn- ar og gat ekki beðið eftir að hug- leiðslan kláraðist svo ég gæti grátið ein í friði. Þar áttaði ég mig á því að þetta hafði verið nauðgun.“ Sýran lak Sigríður Hjördís ræddi við fagað- ila á námskeiðinu sem hvatti hana til að hafa samband við Stíga- mót. „Mér fannst það mjög erfitt og þurfti að berjast við sjálfa mig. Mér fannst ég ekki eiga erindi þangað. Af hverju ætti ég að fara til Stígamóta út af einhverju sem gerðist fyrir 20 árum og var mér að kenna? Það væri svo ómerki- legt, tæki því varla að nefna það og hvað þá að fá aðstoð. Með þá hugsun fór ég þangað. Eftir nokk- ur skipti þar sem ég hitti yndis- lega konu tókst mér að losa um. Stígamót björguðu mér. Ég hafði haft þennan pakka svo lengi innra með mér en þrátt fyrir það var hann ekki þéttpakkaður. Það var alltaf eins og einhver sýra læki úr honum. Ég hef verið að berjast við ýmislegt, eins og þunglyndi og skort á sjálfsvirðingu, sem ég átt- aði mig ekki á hvaðan væri komið. Manni fannst maður lengi vel ekki merkilegur pappír.“ Aldrei of seint Sigríður, sem er menntaður sagn- fræðingur, segir kynbundið of- beldi alltaf hafa verið við lýði. „Í mínu grúski er algengt að ég rek- ist á sögur af til að mynda prest- um sem þóttu heldur stórtækir til kvenna eða voru taldir miklir kvennamenn. Orðræðan var alltaf einhvern veginn þannig; menn voru töffarar frekar en ógeðfelld- ir. Ég hef lesið sögu af manni á 19. öld sem sat fyrir konum eins og tófa og hjólaði í þær ef þær dirfð- ust að ganga fram hjá honum. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Sig- ríður sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar. „Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þátt í þessari byltingu á Beauty Tips enda miklu eldri en flestar þessara kvenna. Hvað ætti ég að vera að skutla mér upp á dekk með þeim en svo ákvað ég að gera það nú samt. Ég held að það séu til margar eldri konur sem þegja um sína reynslu og hafa þagað í marga áratugi. Ég ákvað að taka slaginn fyrir þær. Og við þær vil ég segja: Það er aldrei of seint að leita sér hjálpar.“ Þ etta hefur haft áhrif á allt líf mitt. Ég er öryrki vegna þunglyndis og kvíða og hef oft reynt að stytta mér aldur. Ég læt ekki þagga niður í mér lengur,“ segir Helga Garðars- dóttir, sem var misnotuð af fjöl- skyldumeðlimi um árabil og sagði sína sögu á Beauty Tips á dögunum. Helga segist hafa misst fjölskyldu sína þar sem þau hafi ákveðið að standa með gerandanum. „Ég tók fyrir að ég myndi umgangast hann en það vildu þau. Þar af leiðandi hef ég misst bæði mömmu og pabba. Það særir mig óendanlega að sjá myndir af þessum aðila inni á Facebook-síðunni hennar mömmu.“ Þöggun skemmir líf Aðspurð segir hún erfitt að koma fram með sína sögu. „En ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. Það vissu þetta margir í kring- um mig en kannski ekki í kring- um hann. Eins erfitt og það var að koma fram þá hefur það líka ver- ið frelsandi; að finna að ég hafi rétt til að tjá mig um þetta skipt- ir mig mjög miklu máli. Mér hef- ur svo lengi verið hótað málsókn en ég neita að þegja lengur um æsku mína og mína upplifun. Það er nefnilega ekki bara mis- notkunin sem eyðileggur líf held- ur þöggunin sem fylgir í kjölfar- ið. Að hafa ekki mátt tala um það hvernig mér leið. Alltaf þegar ég rétti út höndina eftir aðstoð var slegið á hana. Það er ekkert grín að vera misnotaður frá átta ára aldri til 14 ára aldurs.“ Kerfi fyrir gerendur Helga vonast til þess að umræð- an hafi jákvæð áhrif á kynbund- ið ofbeldi. „Ég leyfi mér að vona að þetta skili einhverju enda bjartsýnismanneskja, en ég leyfi mér líka að efast miðað við það hvernig réttarkerfið sér þessi brot og hvernig þetta kerfi er byggt í kringum þöggun til hjálpar ger- endum. Þeir sem flytja inn fíkni- efni fá hærri dóm en þeir sem nauðga börnum. Það sér það hver maður hversu fáránlegt það er.“ neitar að þegja lengur Helga missti fjölskylduna „stígamót björguðu mér“ Sigríður Hjördís lokaði á brotið í 20 ár „Alltaf þegar ég rétti út höndina eftir aðstoð var slegið á hana. „Ég held að það séu til margar eldri konur sem þegja um sína reynslu og hafa þag- að í marga áratugi Sigríður Hjördís Sigríður stígur fram til að sýna eldri konum að það er aldrei of seint að leita sér hjálpar. MyNd Sigtryggur Ari Helga garðarsdóttir Helga er öryrki vegna þung- lyndis og kvíða og hefur oft reynt að stytta sér aldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.