Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 41
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Fólk Viðtal 33 Þær skila skömminni „Ég var bara barn“ Erla Björg gerði sér ekki grein fyrir ofbeldinu m ig hafði langað til þess að segja frá þessu lengi til að reyna að gera eitthvað í mínum málum og þegar konurnar á Beauty Tips fóru að deila sínum sögum ákvað ég að vera með. Það var samt mjög erfitt að koma fram og ég tók mér alla helgina til að pæla hvort ég gæti það. Það vissi nefnilega enginn af þessu nema maðurinn minn og besta vinkona mín,“ segir Erla Björg Jensdóttir, sem sagði frá því á Beauty Tips hvernig tvítugur „kær- asti“ hennar hafði brotið ítrekað á henni þegar hún var tólf ára. Allt breyttist Misnotkunin hafði mikil áhrif á Erlu Björg. „Ég hætti að vera þessi glaða, káta stelpa og breyttist í erf- iðan ungling. Ég byrjaði snemma að reykja og drekka og það er eig- inlega kraftaverk að ég hafi ekki leiðst út í meiri neyslu. Ég hef barist við þunglyndi, kvíða og félagsfælni og hef einkenni áfallastreiturösk- unar og er bæði með vefjagigt og slitgigt sem ég trúi að hafi komið í kjölfarið á þessu áfalli.“ Sagði ekki frá Brotin stóðu yfir í hálft ár en Erla Björg lýsir því á Beauty Tips hvernig hún hafi horft á klukk- una í herbergi hans á meðan hún beið eftir því að hann lyki sér af. „Þetta var fyrsti strákurinn sem sýndi mér áhuga. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var vel komin yfir tvítugt að ég hafði ekki gert neitt rangt, ég var bara barn,“ segir Erla sem sagði for- eldrum sínum aldrei frá því sem var að gerast. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri of- beldi og datt ekki í hug að segja frá. Mér fannst eins og ég væri að stelast til þess að sofa hjá en datt ekki í hug að þessi maður væri að brjóta á mér. Núna eru tvö ár síð- an ég fór að pæla í því hvað þetta var í raun sjúkt. Að þessi maður hafi haft áhuga á tólf ára barni. Þegar ég horfi á stelpur á þess- um aldri í dag sé ég hvað þær eru mikil börn.“ Skilar skömminni Erla segist lítið hugsa um gerand- ann. „Ég vorkenni þessum manni og held að hann líti ekki á það sem svo að hann hafi brotið á mér. En það breytir samt sem áður ekki skömminni og sektarkenndinni sem fylgir og hér með skila ég skömminni þangað sem hún á heima.“ Erla Björg Jensdóttir Brotin hafa haft mikil áhrif á líf Erlu. Mynd Sigtryggur Ari É g ákvað að nýta tækifærið og reyna að finna fólk til að þrýsta eftir almennilegum breytingum á kerfinu,“ seg- ir Elísabet Ýr Atladóttir sem stofn- aði Facebook-hópinn „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“ í kjöl- far byltingarinnar á Beauty Tips. Elísabet Ýr var ein af þeim fyrstu sem kom fram með kassamerk- ið #þöggun, sem einkennt hef- ur byltinguna. „Það var sett inn á nokkrum stöðum í umræðu sem var svo eytt, en þegar ég mótmælti því bað ég aðrar konur um að nota taggið til að mótmæla líka. Ég sá og sagði að það væri ekki hægt að þagga niður í okkur ef við værum margar. Og það sprakk, eftir að nokkrar hugrakkar konur sögðu sögur sínar. Það var alveg magnað að fylgjast með því.“ Þörfin er mikil Elísabet segir byltinguna tæki- færi sem ekki megi sleppa. „Þetta gerðist svo ofboðslega hratt og þróaðist út í eitthvað svo miklu öflugra en ég hafði ímyndað mér. Fjöldahreyfingar eiga samt til að lifa stutt og hverfa hratt. Þetta má ekki verða ein af þeim. Þetta hef- ur möguleikann á að verða raun- veruleg bylting til breytinga ef við sleppum ekki takinu.“ Þrátt fyr- ir kraftinn er hún ekkert endilega bjartsýn á framtíðina. „En ég trúi því samt sem áður að þessi bylting gæti komið af stað breytingum, en að þær muni gerast með hörku og að það verði erfitt. Það verður ekkert grín að fara gegn nauðg- unarmenningu, sérstaklega þegar fólk gerir mikið í því að vernda gerendur. Hópurinn er aktív- ur og mikill áhugi er á að gera breytingar, enda er þörfin mikil. Þetta er í startholunum, við erum með hugmyndavinnuna í gangi og að fikra okkur áfram í að finna út úr hvernig væri best að gera þetta. Þess vegna er svo frábært að hafa margar konur sem hafa mikla þekkingu á kerfinu, þolendur sem hafa þurft að ganga í gegn- um kerfið og allt þar á milli til að setja saman aktívisma. Þetta er grasrótaraktívismi, það eru kosn- ingar eftir tvö ár og það er gott að fara að þrýsta á réttu staðina til að koma af stað breytingum.“ Tækifæri sem ekki má sleppa Elísabet Ýr stofnaði hópinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu Elísabet Ýr Atladóttir Elísabet Ýr stofnaði hópinn Aktív­ ismi gegn nauðgunarmenningu. „Þetta hefur möguleikann á að verða raun- veruleg bylting til breytinga ef við sleppum ekki takinu „Mér fannst eins og ég væri að stelast til þess að sofa hjá en datt ekki í hug að þessi maður væri að brjóta á mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.