Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 44
Helgarblað 5.–8. júní 201536 Sport 11 Pálmi Rafn Pálmason Félag: KR Hans besta staða er framliggjandi miðjumaður. Allan sinn feril hefur hann skorað mörk hvort sem það er hér á Íslandi eða í Noregi. Hann gæti reynst Vesturbæingum dýrmætur í sumar. 12 Halldór Orri Björnsson Félag: Stjarnan Sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur alltaf skilað mörkum og stoðsendingum. Stjörnumenn þurfa á miklu framlagi frá honum að halda ætli þeir sér titilinn í ár. 13 Gunnleifur Gunnleifsson Félag: Breiðablik Gamli maðurinn sem verður fertugur í næsta mánuði er besti íslenski markvörður- inn í deildinni. Frábær frammi- staða hans í upphafi móts hefur skilað honum landsliðs- sætinu aftur. 14 Gary Martin Félag: KR Markaskorari af guðs náð. Fær stundum ekki það hrós sem hann á skilið en 59 mörk í 106 leikjum í deild og bikar hér á landi segja sína sögu. 15 Pablo Punyed Félag: Stjarnan Salvadorinn er skap- andi miðjumaður sem líður ótrúlega vel með boltann. Góður skotmaður. 16 Kassim Doumbia Félag: FH Adrena- lín-varnarmaður eins og þeir gerast bestir. Afar villtur í framkomu og leik. Stórhættulegur í vítateig andstæðinga. 17 Igor Taskovic Félag: Víkingur Maður- inn sem stjórnar spili Víkinga. Sérstaklega klókur leikmaður. Lætur íþróttina líta út fyrir að vera einfalda. 18 Albert Brynjar Ingason Félag: Fylkir Beinskeyttur framherji sem alltaf vinnur fyrir kaupinu sínu. Minnir mig oft á Helga Sigurðsson markahrók. 19 Jonathan Hendrickx Félag: FH Öflugur bakvörð- ur sem því miður er meiddur á ökkla. Þegar hann er heill þá er hann besti hægri bakvörður deildarinn- ar að mínu viti. 20 Jeppe Hansen Félag: Stjarnan Hávaxinn framherji sem alltaf er líklegur til að skora. Rúnar þarf að leyfa Dananum að spila oftar 90 mínútur. Það þarf ekki alltaf að taka hann af velli. 21 Guðjón Pétur Lýðsson Félag: Breiðablik Tekur bestu föstu leikatriðin í þessari deild. Ef Breiðablik skorar þá eru alla líkur á að Guðjón Pétur sé viðloðandi markið. 22 Patrick Pedersen Félag: Valur Útsjónarsamur framherji sem skorar alltaf sín mörk. Gæti lyft Val frá neðri hlutanum og upp í þann efri. 23 Daniel Laxdal Félag: Stjarnan Miðvörður sem hefur þroskast mikið á undanförnum leik- tíðum. Hann var ein meginástæðan fyrir því að Stjarnan tapaði ekki í 26 leikjum í röð. 24 Bjarni Ólafur Eiríksson Félag: Valur Næst besti vinstri bak- vörðurinn í deildinni á eftir Kristni. Fjölhæfur leikmaður sem hóf ferilinn sem miðjumaður. 25 Daniel Ivanovski Félag: Fjölnir Makedóníu- maðurinn er kletturinn í hjarta Grafarvogsliðsins. Valið stóð á milli hans eða Bergsveins á þennan lista. Haldi Bergsveinn áfram að spila svona verður hann kominn á listann að ári. 26 Sören Frederiksen Félag: KR Virkar klunnalegur og stundum svifaseinn en Sören býr yfir óumdeildum gæðum. Stór- hættulegur á síðasta þriðjungnum. Enginn veit hvort hann er réttfættur eða örfættur, svo jafnfættur er hann. 27 Garðar Gunnlaugsson Félag: ÍA Vanmetinn að mínu viti. Target-senter af gamla skólanum. Nautsterkur, getur haldið bolta og er góður í loftinu. Væri gaman að sjá hann spila með betra liði. 28 Guðmann Þórisson Félag: FH Eins og segir í laginu um Guðmann; Hann er stór, hann er óður, hann ofboðslega góður. Guðmann er miðvörður sem fram- herjar hata að mæta. Getur tuðað allan daginn. Stundum kallaður Tuðmann. 29 Þórir Guðjónsson Félag: Fjölnir Rauða eldingin getur stungið sér inn fyrir allar varnir í Pepsi-deildinni. Hann hefur bætt sig í færunum. Hefur borið upp sóknarleik Fjölnis í byrjun móts. 30 Elfar Freyr Helgason Félag: Breiðablik Stundum kallaður Lucio eftir besta varnar- manni HM 2002. Elli, sem hefur ver- ið á niðurleið á undanförnum árum, er á hraðri uppleið þessa dagana. Hann og Damir í miðri vörn Blika eru ekki þarna til að eignast vini og kunningja. 30 bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar Í samvinnu við þrjá álitsgjafa mína, menn sem fylgjast betur með boltanum en flestir aðrir, hef ég sett saman lista með nöfnum 30 bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar. Í valinu var horft til gæða leikmanns og mikilvægis hans fyrir liðið. Þetta eru 30 bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu 2015. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa 5 Gunnar Nielsen Félag: Stjarnan Besti markvörður deildarinnar að mínu mati. Þessi landsliðsmarkvörður Færeyja er stór og stæðilegur milli stanganna. Gunnar mun aðeins verða betri eftir því sem á deildina líður, þegar hann hefur vanist gervigrasinu í Garðabæ. 1 Atli Guðnason Félag: FH Að mínu viti besti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Frábær leikmaður sem lætur lítið fyrir sér fara utan vallar. Atli kann leikinn upp á tíu, hefur gott auga fyrir samspili og skorar alltaf sín mörk. Framkoma hans og fas er öðrum leikmönnum til eftirbreytni og hann er félagi sínu til sóma. 2 Jacob Schoop Félag: KR Skapandi miðjumaður sem getur gert allt með boltann. Ég hef unun af að fylgjast með meistara Jakob. Hann er leikmaður sem nýtist best í frjálsu hlutverki á miðjunni. Erfitt verður fyrir KR-inga að halda honum því góð frammistaða hefur vakið athygli. 3 Davíð Þór Viðarsson Félag: FH Leiðtoginn í FH- liðinu. Frábær miðjumaður sem les leikinn vel. Er efni í framtíðarþjálfara í Hafnarfirði. Spilar einfalt og lætur hlutina líta auðveldlega út. Spilar nú með litla bróður sínum Bjarna á miðjunni, sem sneri heim til Íslands í vetur eftir erfið ár í atvinnumennsku. 4 Kristinn Jónsson Félag: Breiðablik Frábær bakvörður með góðan vinstri fót. Mjög reyndur þrátt fyrir ungan aldur. Máttarstólpi í sóknarleik Blika. Góð frammistaða hans í byrjun móts hefur tryggt honum sæti í landsliðshópi Íslands gegn Tékkum. 6 Skúli Jón Friðgeirsson Félag: KR Rolls Royce mið- varða í Pepsi-deildinni. Verst af yfirvegun og stjórnar varnarleik Vest- urbæinga. Gerir fá mistök og fær fá spjöld. Kom heim í vetur eftir erfiðan tíma í Svíþjóð. Er mikill KR-ingur og fyrsta nafnið sem Bjarni Guðjónsson þjálfari velur í liðið í hverri viku. 7 Michael Præst Félag: Stjarnan Akkerið í Stjörnuliðinu. Meiddist illa gegn Lech Poznan í Evrópuævintýri Stjörnumanna á síðustu leiktíð. Er kominn á fulla ferð aftur. Sterkur í loftinu og fluglæs á leikinn. Ætli Stjörnumenn að verja titilinn þarf presturinn að vera í toppformi. 8 Óskar Örn Hauksson Félag: KR Töframaðurinn leikni frá Njarðvík. Hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í áraraðir. Hann er eftirlæti stuðningsmanna í Vesturbænum. Hann mun enda í sögubókum KR- inga sem einn af þeirra allra bestu leikmönnum. 9 Ólafur Karl Finsen Félag: Stjarnan Maðurinn sem landaði titlinum fyrir Stjörnuna á síðustu leiktíð. Ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður með stáltaugar. Væri til í að sjá hann spila í stöðu framherja, sem svokölluð nía. Kæruleysisleg framkoma hans er hvort tveggja styrkleiki og veikleiki. 10 Steven Lennon Félag: FH Teknískur leikmaður sem getur búið til eitthvað úr engu. Þrátt fyrir að hann hafi skorað þrennu í síðustu umferð þá finnst mér hann þurfa að skora meira. Leikmaður með mikinn sprengikraft sem getur brotið upp varnir andstæðinganna upp á eigin spýtur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.