Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 50
42 Menning Helgarblað 5.–8. júní 2015 Mary Ellen fór alla leið og sá fegurðina í öllu n Mary Ellen Mark var einn fremsti heimildaljósmyndari veraldar n Safnaði Stórval n Hafði einstakt innsæi H ún var bara ótrúleg kona,“ segir fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir um ljósmyndarann Mary Ellen Mark. Hún lést úr krabbameini fyrir skömmu en Mark, sem er heimsfrægur ljós- myndari, hafði einstök tengsl við Ísland og má segja að hún sé á ákveðinn hátt ábyrg fyrir bestu ljós- myndurum okkar Íslendinga en RAX, Páll Stefánsson og Einar Falur Ingólfsson lærðu allir hjá þessum fremsta heimildaljósmyndara ver- aldar. Mary Ellen heillaðist svo mikið af þessum íslensku ljós- myndurum að úr varð áralöng og einstök vinátta. Varpaði ljósi á myrka kima Mary Ellen Mark var 75 ára þegar hún dó en hún á að baki einstak- an feril sem heimildaljósmyndari. Frægasta umfjöllun hennar er lík- lega greinin Streets of the lost þar sem hún fylgdi eftir götubörnum í Seattle og birti í tímaritinu LIFE. Eiginmaður hennar, Martin Bell, gerði svo heimildamynd um börn- in og nefndi myndina Streetwise. Heimildamyndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1984. Myndaþátturinn lýsir í raun vel hugðarefni Mary Ellen sem kapp- kostaði að varpa ljósi á myrkari kima samfélagsins og hún hafði einstakt lag á að manneskjuvæða óhugnanlega heima. Á milli þess tók hún myndir á kvikmyndasettum, þar má nefna magnaðar ljósmyndir við gerð kvikmyndar Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, Satyricon eftir Federico Fellini og Gaukshreiðrið sem Milos Forman leikstýrði, svo fátt eitt sé nefnt. Alls tók hún mynd- ir fyrir um 100 kvikmyndir og síðast tók hún myndir við gerð myndar- innar Australia eftir Baz Lurhman. Barðist fyrir Einar Á níunda áratugnum urðu þrír ungir ljósmyndarar heillaðir af þessari áhugaverðu konu. Það voru þeir Páll Stefánsson, Ragnar Axels- son, eða RAX, og Einar Falur Ing- ólfsson. „Það var þannig að árið 1988, þegar ég var 21 árs, fóru vinir mín- ir, þeir RAX og Páll Stefánsson á námskeið hjá henni í Flórída,“ segir Einar Falur sem vann lengi vel sem myndstjóri Morgunblaðsins. „Þeir mynduðu gott samband við hana og fyrir milligöngu þeirra fór ég til Frakklands til þess að sækja næsta námskeið hennar,“ segir Einar Falur en bætir við að þegar þangað var komið hafi komið í ljós að námskeiðið var fullbókað. „Námskeiðið var alveg fullbókað og þeir ætluðu ekki að hleypa mér inn. Þá hitti ég Mary Ellen,“ segir Einar Falur um þessi fyrstu samskipti sín og Mary Ellen sem þá þegar var orðin heimsfrægur ljósmyndari. „Ég fylgdist svo með henni hnakkrífast við skólastjórann þar sem ég sat á stól inni á skrifstofu. Að lokum hótaði hún að pakka saman og fara ef ég fengi ekki að fara á námskeiðið,“ segir Einar Fal- ur og bætir við hlæjandi: „Þetta var alveg skelfileg upplifun, að sitja þarna og fylgjast með þessu rifrildi sem snerist um mig.“ Mary Ellen fékk sínu framgengt og lagði grunninn að menntun eins af fremstu ljósmyndurum landsins. Einar Falur segir að þessi hitafund- ur hafi verið ágætis lýsing á helstu persónueinkennum Mary, hún hafi verið ótrúlega fylgin sér. Örlagavaldurinn Mary Einar Falur og Mary Ellen náðu vel saman á námskeiðinu og urðu þau miklir vinir þrátt fyrir að hún væri nær þrjátíu árum eldri en hann. „Árið eftir buðum við Martin Bell og Mary Ellen til landsins fyrir til- stilli Morgunblaðsins og þannig þróaðist sambandið út í mikinn vinskap,“ útskýrir Einar Falur en Martin Bell hefur margoft komið hingað til lands og fara hann og Einar Falur saman að veiða. Einar Falur segir að Mary Ellen hafi svo aftur brugðið sér í gervi örlagavalds í lífi hans árið 1992 en þá var hann nýbúinn með bók- menntafræði. „Ég var þá búinn að tala eitthvað um að mig langaði til þess að fara í mastersnám. Mary Ellen hringdi í mig og plantaði mér nánast í skóla í New York þar sem hún kenndi sjálf,“ segir Einar Falur en fyrir til- stilli Mary Ellen og Martins fóru Einar Falur og eiginkona hans til New York í nám. Meðan á náminu stóð og í eitt ár að því loknu vann hann talsvert með þeim hjónum í stúdíói þeirra, eða þar til hann sneri heim aftur og varð myndstjóri Morgunblaðsins. Einar segir að Martin hafi síð- ustu tuttugu ár nánast komið á hverju einasta sumri hingað til lands til þess að veiða, en Mary Ellen var ólík manninum sínum að því leytinu til að hún kunni ekki vel við sig í náttúrunni. „Hún hafði engan áhuga á fiskum og náttúru, heldur vildi hún mannlíf. Fólk var hennar ástríða,“ segir Einar Falur Valur Grettisson valur@dv.is Átakanleg mynd Mary Ellen Mark var óhrædd við að skyggnast inn í líf ógæfu- fólks. Þar má sjá Damm-fjölskylduna sem bjó í bíl árið 1987. Að lokum fengu þau inni í neyðarskýli fyrir heimilislausa, en börnin eru sögð hafa lagst niður í fósturstellingu þegar þau fóru loksins í heita sturtu. Mynd All RiGhts MARy EllEn MARk Alexander og hrafn að leik Steinunn Sigurðardóttir segir að myndir Mary Ellen um Undrabörnin hafi breytt miklu í íslensku samfélagi. Mynd All RiGhts MARy EllEn MARk Götuvit Mary Ellen Mark fylgdist með götubörnum í Seattle og tók myndir af þeim. Umfjöllunina birti hún í LIFE-tímaritinu en heimildamynd sem maður hennar gerði um börnin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildamyndina. Brúðkaups- og útskriftargjafir í miklu úrvali Handverk í sérflokki NONNI GULL Strandgötu 37 • Hafnarfirði Sími 565-4040 • www.nonnigull.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.