Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 19.–22. júní 20152 Fréttir BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐ Ei algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi duopad.is Náúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – ‹árfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. Lónið rakar inn 10 milljónum á dag n Tekjur tvöfölduðust á þremur árum n Laun stjórnendanna hækkuðu G estir Bláa lónsins borguðu tæpa 3,7 milljarða króna í aðgangseyri í fyrra eða rúmar tíu milljónir króna á dag. Tekjur af sölu í lón- ið jukust um 700 milljónir króna en gestunum fjölgaði um 119 þús- und eða 18 prósent á síðasta ári. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur meira en tvöfaldast á síðustu þrem- ur árum en veitinga- og vörusala þess einnig tekið stór stökk. Veitingar fyrir 1,2 milljarða Samkvæmt ársreikningi Bláa lóns- ins hf. fyrir síðasta ár, sem var kynntur á aðalfundi fyrirtækis- ins síðasta þriðjudag og DV hefur undir höndum, var vöxtur í öllum stóru tekjuliðum baðlónsins í fyrra. Veitingasalan skilaði um átta millj- ónum evra, jafnvirði 1,2 milljarða króna miðað við meðalgengi 2014, og jókst um 1,8 milljónir evra milli ára. Sala á húðvörum sem Bláa lón- ið framleiðir, sem og öðrum vörum fyrirtækisins, nam rúmum millj- arði króna og jókst um 755 þúsund evrur. Heildartekjur fyrirtækisins námu 6,2 milljörðum króna í fyrra. Ódýrasti aðgöngumiðinn fyr- ir fullorðna kostar 5.300 krónur en Bláa lónið rukkar 6.800 krón- ur yfir háannatímann á sumrin. Í júní 2013 var ákveðið að rukka gesti sem heimsækja fyrirtækið, án þess að fara í lónið sjálft, um tíu evrur, tæpar 1.500 krónur. Tíu pró- sent heimsóknargjaldsins renna til umhverfisverkefna í nágrenni Bláa lónsins og á Reykjanesi en í ársreikningnum er ekki tekið fram hversu miklu gjaldið skilaði í fyrra. Tveir milljarðar í arð Bláa lónið sendi frá sér afkomu- tilkynningu síðasta þriðjudag en ársreikningi fyrirtækisins hefur ekki enn verið skilað til ársreikn- ingaskrár Ríkisskattstjóra. Í til- kynningunni kom fram að fyrir- tækið var rekið með 1,8 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Aðalfundur fyrirtækisins hafi einnig samþykkt að greiða hluthöf- um þess tæpa 1,2 milljarða króna í arð vegna rekstursins í fyrra. Arð- greiðsla upp á 930 milljónir króna var samþykkt á aðalfundi Bláa lónsins í fyrra og nema greiðslurn- ar vegna áranna 2013 og 2014 því rúmum tveimur milljörðum króna. Ekki var lögð fram tillaga um hækkun stjórnarlauna á fundinum. Launin voru aftur á móti hækkuð í fyrra og Helgi Magnússon, stjórn- arformaður Bláa lónsins, fær nú 700 þúsund krónur á mánuði fyr- ir störf sín eða 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur. Samkvæmt ársreikningnum námu laun stjórn- ar og forstjóra samtals 588 þúsund evrum, rúmri 91 milljón króna mið- að við meðalgengi 2014, og hækk- uðu um samtals 18 þúsund evrur, 2,8 milljónir króna, milli ára. n 170 milljónir í Laugardalnum Gestir Laugardalslaugar voru um 800 þúsund talsins í fyrra og skilaði sala aðgangseyris vegna stakra sundferða og korthafa um 170 milljónum króna. Taka ber fram að fullt verð fyrir staka sundferð er 650 krónur, sem er einn tíundi af því sem Bláa lónið rukkar yfir háannatímann, eða 6.800 krónur. Peningavél Nýtt met var sett í fjölda heimsókna í Bláa Lónið árið 2014. Það ár voru gestirnir 766 þúsund talsins. Mynd RóbeRT Reynisson Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bréfin á lýta- lausri íslensku Lævísir svikalómar herja enn á Íslendinga með tölvubréfum sem ætlað er að blekkja þá og hafa að féþúfu. Stjórnendum Microsoft á Íslandi hefur borist fjöldi tilkynn- inga um slíkt athæfi síðustu daga en bréfin eru látin líta út fyrir að koma frá fyrirtækinu. „Þetta er hvimleitt. Því er ekki að neita,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. „Ég vil biðja fólk að smella ekki á tengla í þessum pósti því með því gæti það verið að hleypa inn tölvuormum og vírusum sem gefa þessum óprúttnu aðilum að- gang að tölvu viðkomandi.“ Virð- ist pósturinn vera í víðri dreifingu hér á landi. Útlit er fyrir að ís- lenskur þýðandi hafi yfirfarið texta bréfsins fyrir svindlarana en það er á lýtalausri íslensku. CCP í Vatnsmýrina Reisa nýbyggingu á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands Í slenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í nýbyggingu sem mun rísa á svæði Vísindagarða Háskóla Ís- lands í Vatnsmýri. Nýbyggingin rís við Sturlugötu og auk nýrrar aðstöðu CCP verður að finna aðstöðu fyrir fleiri ný- sköpunarfyrirtæki í hinu nýja húsi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist í kringum næstu áramót. Samningur um flutning starfsemi CCP var undirritaður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í gær, fimmtudag. Undir samninginn rituðu Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Hilmar Bragi Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands.„Með þessum áformum er að hefjast nýr kafli í starfsemi CCP á Íslandi þar sem við sjáum fram á að efla enn frekar farsælt samstarf okkar við háskólasamfélagið og skapandi greinar hérlendis. Fram undan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og ég er sannfærður um að miklir möguleikar eru fólgnir í þeirri samvinnu og uppbyggingaráformum sem fyrirhuguð eru í Vísindagörðunum í Vatnsmýrinni á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar,“ er haft eftir Hilmari Veigari, framkvæmdastjóra CCP, í fréttatilkynningu. n samkomulag Dagur B. Eggertsson, Hilm- ar Veigar Pétursson, Hilmar Bragi Janusson og Illugi Gunnarsson. Mynd KRisTinn inGVaRsson Svarar ekki fyrirspurn DV Sigríður Hallgrímsdóttir, að- stoðarmaður Illuga Gunnars- sonar mennta- og menn- ingarmálaráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurn DV um það hvort ráðherrann vilji veita viðtal um tengsl hans við Arct- ic Green Energy, áður Orka Energy. Rúm vika er síðan DV sendi Sigríði nýjustu fyrir- spurnina. Samskipti Illuga og Orku Energy komust í hámæli í apríl síðastliðnum eftir að fjölmiðlar greindu frá þátttöku nokkurra fulltrúa fyrirtækisins í opinberri heimsókn mennta- málaráðherrans til Kína. Síðar kom í ljós að Illugi seldi Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni fyrirtækisins, íbúð sína sem hann leigir nú af Hauki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.